Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Blaðsíða 10
Grundvöllur að þessum hugmyndum er flokkun á fjöriim með tilliti til
æskilegrar hreinleikagráðu. Hreinleikagráðan er þó ekki fastákveðin
fyrirfram, heldur er aðeins gert ráð fyrir ótilgreindum stigsmun milli
3 flokka, A, B og C. 1 flokk A fara þær fjörur, þar sem gert er ráð
fyrir sjóböðum og því eðlilegt að gera mestar kröfur um hreinleika
sjávar. Sú ábending hefur komið fram að í A-flokki sé einnig æskilegt
að hafa fjörur, þar sem matvælaiðnaður er í grennd. 1 ofangreindum 3
hugmyndum er forðast að vera með útrásir holræsa í eða í nánd við
fjörur í A-flokki. Er gengið lengst í þessum efnum í hugmynd 2. 1
flokk B fara þær fjörur, þar sem gert er ráð fyrir annarri útivist en
sjóböðum. í ofangreindum 3 hugmyndum er tekið meira eða minna tillit
til fjara í þessum flokki. 1 flokk C fara þær fjörur, sem gera litlar
kröfur til hreinleika sjávar, og er því í ofangreindum 3 hugmyndum
lítið tillit tekið til fjara í þessum flokki, þó mest í hugmynd 2.
Á myndum no. 5-7 kemur þessi flokkun fjara fram.
MYND NO. 4
Dæmi um vélbúnað fyrir einfalda
mekaniska hreinsun.
Það er sameiginlegt þessum 3 hugmyndum, að gert er ráð fyrir, að við
úttrásir yrðu hreinsistöðvar með einfaldri mekaniskri hreinsun. Slíkar
hreinsistöðvar eru einfaldar og tiltölulega ódýrar. Föstu efnin eru
siktuð og skröpuð upp í geyma sem síðan eru tæmdir á þar til valda
staði, t.d. sorphauga (sjá mynd no. 4). Auk þess er gert ráð fyrir
fitugildrum. Við þetta myndi útlitsmengun hverfa að mestu, en flestir
eru sammála um, að slíkt sé æskilegt. Einföld mekanisk hreinsun hefur
þó tiltölulega lítil áhrif á gerlamengun. Til þess að minnka gerla-
mengun verulega á viðkvæmum stöðum þarf að gera annað tveggja:
1) Hafa langar útrásir og/eða hafa útrásir við fjörur, þar sem til-
tölulega litlar kröfur eru gerðar um hreinleika sjávar.
2) Hafa fullkomnari hreinsistöðvar (líffræðileg eða efnafræðileg
hreinsun).
í öllum 3 hugmyndunum er gert ráð fyrir leið 1), enda er hún ódýrari.
Með því að láta útrásir ná nógu langt út er unnt að minnka gerlamengun
í og við fjörur eins mikið og hagkvæmt þykir. í þessum efnum ganga
hugmyndirnar mislangt. Eftirfarandi er lauslegur samanburður á hug-
myndunum, hvað varðar gerlamengun sjávar við fjörur:
Hugmynd 1,0:
Ætla má að gerlamengun fari ekki yfir 100 E-coli við fjörur í A-flokki
(Nauthólsvík og nágrenni) og er það í samræmi við strangari kröfuna imi
hreinleika sjávar til sjóbaða í Danmörku og Svíþjóð. Gerlamengun ætti
yfirleitt ekki að fara upp fyrir 1000 E-coli við fjörur í B-flokki,
en sums staðar við fjörur í C-flokki má reikna með að hún færi tölu-
vert yfir þau mörk.