Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Blaðsíða 31
31
Eitt er mjög sérkennilegt í skipulagslögunum, í landi þar sem hætta er á
alls kyns náttúruhamförum, aðallega jarðfræðilegs eðlis, að hvergi er gert
ráð fyrir nokkrum jarðfræði- eða jarðtæknirannsóknum við gerð skipulags.
Margir, sem að skipulagi vinna, láta þó gera ýmsar jarðfræðilegar athuganir,
en yfirleitt er þessi vinna nokkuð ómarkviss og samhengislaus. 1 sumum til-
fellum er jafnvel alls ekkert gert í þessum efnum og látið eins og jarð-
fræðilegar aðstæður skipti engu máli. Þvi hafa stundum alvarleg mistök
átt sér stað í skipulagsmálum; mannvirki hafa verið byggð á gjám og jarð-
skjálftasprungum og á hættusvæðum vegna snjóflóða, skriðufalla, vatnsflóða,
sjávarflóða, hraunrennslis o.s.frv. Heilu bæjarhverfin hafa verið byggð
ofan á verðmætu byggingarefni í stað þess að nota efnið fyrst og mögulegum
vatnsbólum hefur verið spillt með vanhugsuðum aðgerðum. Stundum hefur ekki
verið tekið nægjanlegt tillit til þykktar lausra jarðlaga við skipulag
þéttbýlissvæða og hefur lágreistri byggð stundum verið valinn staður á
5-6 m þykkum mýrajarðvegi.
Tengsl mannvirkjajarðfræði og skipulags.
Undanfarið hafa átt sér stað nokkrar umræður í sambandi við skipulag
Reykjavíkur vegna sprungusvæða við Rauðavatn og vatnsbóls við Bullaugu.
Er greinilegt að frekari jarðfræðirannsóknir þurfa að fara fram á þessum
svæðum áður en fyrirkomulag mögulegrar byggðar þar verður ákveðið.
Á vegum Mannvirkjajarðfræðafélags íslands hafa verið haldnir tveir almennir
fundir, 1979 og 1981, um tengsl jarðfræði og skipulags og hafa þar veriö
nokkrar tomræður um þessi mál. Á seinni fxindinum, 11. maí siðastliðinn,
lögðu höfundar þessarar greinar fram hugmyndir sinar um hvernig slík tengsl
gætu farið fram. 1 eftirfarandi texta og meðfylgjandi myndum er gerð grein
fyrir þessum hugmyndum.
Á mynd 1 sést lauslegt skipurit yfir æskilega áfangaskiptingu mannvirkja-
jarðfræðilegra athugana á þéttbýlissvæðum. Áfangarnir sem getið er um
eru:
1. Svæðaskipulag (Nokkur sveitarfélög, sýsla eða heill landshluti).
2. Aðalskipulag eins sveitarfélags.
3. Deiliskipulag eins bæjarhverfis.
4. Hönnun einstakra mannvirkja.
Hér er ekki getið um skipulag sem nær yfir allt landið þ.e.a.s. lands-
skipulag.
SVÆÐASKIPULAG: Áður en unnt er að ljúka svæðaskipulagi á skynsamlegan og
hagnýtan hátt þyrftu skipulagsaðilar að hafa undir höndum þær jarðfræði-
legu upplýsingar sem taldar eru upp í efsta rammanum á mynd 1. Þeir jarð-
fræðingar sem kortlagt hafa svæðið þurfa að setja upplýsingarnar fram á
skýru og greinargóðu formi. Hér er áríðandi að skrifa ekki fræðilega
langloku um svæðið, þau skrif eiga heima á öðrum vettvangi, heldur þurfa
að koma skýrt fram þau hagnýtu atriði sem skipuleggjandinn þarf á að halda
við verk sitt. Þessi jarðfræðivinna gæti staðið yfir í nokkur ár ef um stórt
svæði er að ræða.
Höfuðborgarsvæðið er gott dæmi um þéttbýli sem skipuleggja þarf sem eina
heild. Sömuleiðis þurfa jarðfræðiathuganir að ná yfir allt svæðið og næsta
nágrenni. Allmiklar jarðfræðiupplýsingar eru fyrir hendi iim þetta svæði
en hafa ekki verið samræmdar. NÚ hefur Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins
ráðið Jón Jónsson jarðfræðing til þess að taka saman þessar upplýsingar og
bæta við því sem á vantar. Er hér um mjög stórt verkefni að ræða.
Æskilegast er að í landshluta- eða svæðaskipulagi komi skýrt fram hvar
bestu búsetuskilyrði eru og hagkvæmast er að efla byggðina. Einnig þyrfti
að koma fram á hvaða stöðum væri óhagkvæmast að efla byggðina.