Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Blaðsíða 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Blaðsíða 25
25 Adalskipulag Reykjavíkur Austursvædíi Hinn 30. apríl s.l. samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur nýtt aðalskipulag fyrir austursvæði Reykjavíkur, og er það hluti af endurskoðun Aðalskipu- lags Reykjavíkur. Hinn 25. apríl 1977 hafði borgarstjórn samþykkt aðal- skipulag, fyrir svonefnt Úlfarsfellssvæði, en 6. mars 1980 samþykkti hún, að það skipulag skyldi endurskoðað, og voru helstu forsendur þessar: 1) Ný íbúaspá hafði verið gerð fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið í heild, og benti hún til mun minni fólksfjölgunar en fyrri spár, og þ.a.l. að uppbygging nýrra hverfa gæti orðið mun hægari en áður var ætlað. 2) Komið hafði í ljós ósamræmi milli afmarkaðrar stærðar íbúðarhverfa og áætlaðs íbúafjölda þeirra, og þótti vafamál, að hverfin gætu rúmað nægilegan íbúafjölda til að mynda sjálfstæðar hverfiseiningar nema með mjög þéttri byggð. 3) Vatnsveitustjórinn í Reykjavík hafði gefið þær upplýsingar, að með nýjum borunum á Heiðmerkursvæðinu mundi gildi vatnsbólsins Bullaugna við Grafarholt minnka, og væri þá hugsanlegt að breyta vatnsverndunar- mörkum borgarinnar. 4) Samningar höfðu ekki tekist við Menntamálaráðuneytið um land Keldna, en á því höfðu næstu byggingarsvæði Reykjavíkur verið skipulögð. Ekki hafði heldur verið gengið frá samningum um land ríkisins við Gufunes- radíó. 5) Borgin hafði keypt land við Reynisvatn, og þótti rétt að athuga hvort þar opnuðust nýir möguleikar í skipulaginu. Borgarskipulagi Reykjavíkur var falin endxirskoðun skipulagsins, og í maí 1980 lágu fyrir 5 skipulagsvalkostir ásamt greinargerð. Allir valkostirnir gerðu ráð fyrir að fyrstu byggingarsvæðin yrðu í Ártúnsholti og Selási. Hinn fyrsti gerði síðan ráð, fyrir byggð á Keldnaholti og Hamrahlíðarlöndum, þ.e. beggja vegna Vesturlandsvegar, annar á Keldnaholti og í Korpúlfsstaða- landi, þ.e. norðvestan Vestiirlandsvegar, sá þriðji í Hamrahlíðarlöndum og Reynisvatnslandi og sá fjórði umhverfis Rauðavatn. Fimmti valkosturinn var einnig nefndur, en hann var sá, að byggja á landi Reykjavíkurflugvallar og reyna að ná samkomulagi við Kópavog um Fífuhvammsland. Reynt var að vega saman kosti og galla valkostanna, sá fyrsti gerði t.d. ráð fyrir nokkurri byggð í landi Keldna, og að byggðin skiptist um Vestur- landsveg. Annar valkosturinn gerði einnig ráð fyrir byggð í landi Keldna og einnig í landi Gufunesrádíós. Báðir þessir valkostir gerðu ráð fyrir, að aðallega yrði byggt meðfram ströndinni, en það rýrir umhverfisgæði Keldna- landsins mikið, að víðáttumikil iðnaðarsvæði eru sunnan Grafarvogsins og vestan Elliðavogsins, og sorphaugarnir og Áburðarverksmiðjan skammt fyrir norðan. Auk þess eru fyrirhuguð þungavinnusvæði hafnarinnar þar nálægt. Umhverfi Korpúlfsstaðalands verður að teljast mun álitlegra, en hluti Hamrahlíðarlanda og Reynisvatnslands er í bröttum norðurhalla. Þriðji val- kosturinn gerði ráð fyrir breytingu á mörkum Reykjavíkur og Mosfellshrepps, og fjórði valkosturinn gerði ráð fyrir breyttum vatnsverndunarmörkum. Nokkrir annmarkar fylgja því að byggja kring um Rauðavatn, og má helst nefna, að þar er lægri meðalhiti og meiri úrkoma en á hinum svæðunum, eða svipað og í Breiðholts- og Árbæjarhverfum. Þar er hins vegar skýlt fyrir norðanátt, og verður oft mjög heitt á sumrin. Holræsagerð er nokkuð dýr, og ekki má hleypa menguðu vatni í Rauðavatnið, en svæðið tengist aftur á móti vel núverandi vegakerfi, og þær vegaframkvæmdir, sem byggðin kallar á utan svæðisins, kæmu til góða fyrir borgina í heild. Meira eða minna er um sprungur á öllum austursvæðunum, en þekktastar eru sprungurnar við Rauðavatnið og Hamrahlíðarlöndin, þar sem þær eru sýnilegar í berginu í kring.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.