Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Blaðsíða 21

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Blaðsíða 21
Að lokum vil ég benda á þau atriði, sem ég tel skipta mestu máli varðandi hrossa- og sauðfjáreign á höfuðborgarsvæðinu, þegar litið er til fram- tíðarinnar. 21 I. HROSSAEIGN NÚ þegar eru umsvif hestamanna á höfuðborgarsvæðinu mikil og fjöldi fólks nýtur útivistar við hestamennsku. Gera má ráð fyrir, að tiltækt beitiland fyrir hross á svæðinu sé nú þegar fullnýtt og sumsstaðar ofnýtt, enda er fjöldi hrossa fluttur í hagagöngu, t.d. austur í sveitir. Á þessu svæði eru fremur takmarkaðir möguleikar á uppgræðslu lands til hrossabeitar. Erfitt er að gera sér grein fyrir áframhaldandi fjölgun hrossa, en ástæða er til að ætla, að hún haldi áfram, ekki síst vegna þess að fjöldi ungmenna kemur hér við sögu. í skýrslu Einars E. Sæmundsen landslagsarkitekts um hestamennsku á höfuðborgarsvæðinu, sem nýlega var lögð fram, kemur í ljós að nú þegar er fyrirhugað að bæta við hús- rými fyrir á 3. þúsund hross á skipulögðum svæðum, t.d. í nýju 950 hesta hverfi Garðbæinga ofan við Rjúpnahæð, skammt frá Vífilsstaðavatni. Einnig er í sömu skýrslu áætlað lauslega út frá þróun liðinna ára, að hrossum muni fjölga um 300 á ári á höfuðborgarsvæðinu. Hér er því um stórmál að ræða. Eftir því sem hrossum fjölgar og byggðin þéttist eykst þörfin fyrir heppilegar reiðleiðir í eða í næsta nágrenni þétt- býlissins, sem samræmast öðrru tengdu útivist, svo sem gönguleiðum og skógrækt. Tillögur um slíkar reiðleiðir á höfuðborgarsvæðinu er að finna í framangreindri skýrslu Einars E. Sæmundsen. Heildarfjöldi hrossa skiptir hér meginmáli. Vitað er, að sumir hestamenn í þéttbýli eiga fleiri hross en góðu hófi gegnir og eykur það á vandann. Áætlað er, að hver hestamaður á svæðinu eigi að meðaltali 3 hross. Spurningin er hvort nauðsyn beri til að setja fjöldanum takmörk í framtíðinni, þ.e.a.s. hamla gegn því að þéttbýlisbúar eigi fleiri reiðhross en hóflegt má telja til útreiða í tómstundxmi. Stóðeign getur ekki talist réttlætanleg við þessar aðstæður. II. SAUÐFJÁREIGN Þótt sauðfé fari fækkaiidi á svæðinu má ætla að nokkur hópur fólks vilji sinna kindum í tómstundum sínum sér til yndis og ánægju. Eftir því sem tengslin á milli þéttbýlis og sveita minnka, og æ færri borgarbörn taka þátt í sveitastörfum, er nokkurs virði að geta t.d. farið með börn í réttir á haustin í næsta nágrenni og sýnt þeim lömbin á vorin. Þetta kunna margir að meta. Vel skipulagt og hóflegt sauðfjárhald er unnt að samræma öðrum þáttum landnýtingar á höfuðborgarsvæðinu, svo sem skóg- rækt. Gera þarf strangar kröfur til frágangs fjárhúsa líkt og hesthúsa, svo og til allrar umgengni og hirðingar. Á sumrum gengur féð í afrétti, og með girðingum er hægt að koma í veg fyrir að fé komist niður á „láglendið". Nú þegar er búið að taka að mestu fyrir lausagöngu bú- fjár á þéttbýlissvæðinu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Semja þarf við bændur, sem eiga ógirt lönd innan „friðaðra" svæða, t.d. ábúanda Vatnsenda við Elliðavatn og nokkra bændur í neðanverðri Mosfellssveit, um búfjárhald þeirra. Sauðfjáreign á höfuðborgarsvæðinu takmarkast fyrst og fremst af til- tækri afréttarbeit, og því er eðlilegt að leita eftir mati á beitar- þoli út frá gróðurkortum, þannig að fjárfjöldi verði ætíð innan skynsam- legra marka. Ekki væri óeðlilegt að ákveða hámarksfjölda, sem hver fjáreigandi mætti eiga, sérstaklega ef takmarka þyrfti heildarfjöldann. Á síðustu árum hefur beitarálag minnkað í afréttunum upp af höfuðborgar- svæðinu, bæði vegna fækkunar sauðfjár og vegna þess að bönnuð var hrossa- beit í afréttum í Landnámi Ingólfs fyrir nokkrum árum. Gróðurfarsástand fer því batnandi. Ástæðulaust er að setja upp girðingar í afréttunimi.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.