Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Blaðsíða 22

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Blaðsíða 22
Þetta eru heiðar og fjalllendi, að hluta innan fólkvanga, sem nýtist til útivistar, t.d. gönguferða, skíðaiðkunar, skotveiða og hestaferða. Hófleg sauðfjárbeit er samræmanleg gróðurvemdarsjónarmiðum, og nú þegar leggja fjáreigendur í Reykjavík og Kópavogi áburðargjald á hverja ásetta kind árlega til uppgræðslu á gróðursnauðu landi í afrétti sínum. Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur Búnaðarfélags íslands íbúdabyggd í Hvömmum, Hafnarfirói höfundar: Gylfi Guðjónsson, arkitekt Ingimundur Sveinsson, arkitekt. Seinni hluta árs 1979 efndi bæjarstjórn Hafnarfjarðar til lokaðrar samkeppni meðal arkitekta imi skipulag og hönnun þéttrar íbúðarbyggðar á tveimur af- mörkuðum reitum í svo nefndu Hvammahverfi í Hafnarfirði. Fimm aðilum var boðin þátttaka í samkeppninni. Útbjóðandi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar hugðist fá fram aðlaðandi, þétta byggð með íbúðum í háijm gæðaflokki, enda eftirsóknarvert, að fólk stöðvist meira en verið hefur i þéttbýlinu og uni sér þar vel til lengdar. Óskað var eftir tillögum um ýmsar útfærslur þéttrar byggðar og beinlínis tekið fram, að lág, þétt byggð komi til greina ekki síður en hefðbundin „blokkabygging". LEGA OG STEFM MG8M Afstöðumynd af íbúðabyggð í Hvommum, Hafnarfirði.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.