Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Side 3

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Side 3
3 m SKIPULAGS- —mal 4. TBL. 2. ÁRG. DES. 1981 Fréttablaðið SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS er gefið út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7, 200 Kópavogi, sími 45155 og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson. EFNISYFIRLIT: 4 9 15 Torfi Jónsson Notkun upplýsinga við skipulag. Textavinnsla í tölvu. Um staðgreini í Reykjavík. Eldvirkni á nútíma. Sorphirða. Könnun á valvöruverslun. Forsíðumynd gerði Torfi Jónsson. Torfi er fæddur á Eyrar- bakka, 1935. Að loknu námi í Verslunarskóla islands fór hann til Þýskalands og lauk námi árið 1961 við listahá- skólann í Hamborg. Hann er nú kennari við Myndlista og hand- íðaskóla íslands. Hann hefur haldið einkasýningu í Reykja- vík og tekið þátt í samsýningum í Noregi og Hamborg m.a. Hann hefur rekið eigin teiknistofu í 15 ár og unnið sem bókagerðarmaður bæði í myndskreytingum og týpógrafíu í Noregi í 3 ár UPPLÝSINGAR. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að sam- ræma upplýsingakerfi og upplýsingasöfn opinberra aðila. Á ráðstefnu sem haldin var á Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins um þessi mál í október s.l. kom fram að miklir fjármunir fara nú í súginn á þessu sviði hérlendis. Einnig var á það bent að slík sóun fjármuna muni fara vaxandi á komandi árum í kjölfar aukinnar tölvuvæðingar, verði ekkert að gert. Á skipulagssviðinu einu er hér hugsanlega um mikinn ávinning að ræða, en áætlað hefur verið að kostnaður við söfnun og með- ferð upplýsinga sé milli 50-70% af þeirri vinnu. Skipulag þéttbýlis (og landnotkunar almennt) hefur þá sérstöðu að nauð- synlegt er að geta staðsett upplýsingar tiltölulega nákvæmlega. Staðgreinikerfi sem gerir slíka staðsetningu upplýsinga mögulega hefur verið tekið upp í Reykjavík, og komið hafa fram óskir um að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu verði einnig stað- greind (sjá bls. ) Samræming korta og upplýsinga sem skráðar eru á þau er hér einnig mjög mikilvægt mál, og að undanförnu hafa átt sér stað viðræður við Landmælingar íslands og fleiri aðila uun víðtæka samræmingu á þessu sviði. Fyrirhugað er á komandi ári að leita eftir auknu samstarfi upplýsingaaðila, skipulagsaðila og annarra sem tengjast þessum málum, um áframhaldandi samræmingu á þessu sviði.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.