Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Side 11
11
Auðvelt er að fletta fram og til baka í textanum, bæta inn í hann og fella
út að vild.
Meðhöndlun texta.
Þegar vélritun textans er lokið, sér kerfið um að setja hann upp, tölusetja
blaðsíður, staðsetja neðanmálsgreinar, búa til efnisyfirlit og atriðisorða-
skrár skv. þeim skipunum, sem gefnar voru í vélrituninni.
Verði síðar gerðar breytingar á skjalinu, sér kerfið um að endurskipuleggja
þessa þætti. Ef t.a.m. bætt er inn í textann eða fellt niður úr honum, þá
breytist blaðsíðutal og efnisyfirlit sjálfkrafa.
Hraðritunareiginleikar.
Einn af aðalkostum ETC-kerfisins er sá að á einfaldan hátt má stytta vélritun
endurtekinna orða eða setninga. Á sama hátt má skjóta inn stöðluðum köflum,
sem þegar hafa verið vélritaðir og kerfið geymir.
Töflugerð.
Kerfið býður upp á sérstaklega hentuga aðferð við uppsetningu og vélritun
á töflum, þar sem notandinn þarf ekki að hugsa um skipulagningu textans,
nema í eitt skipti, áður en vélritun hefst.
Þessir eiginleikar kerfisins eru ekki síður hagkvæmir, t.d. við vélritun á
ýmiss konar löngum töflum, sem oft eru gerðar aftur og aftur með sömu upp-
setningu en breyttum upplýsingum. Uppsetninguna þarf þá aðeins að setja inn
í kerfið í eitt skipti fyrir öll. Síðan má kalla á töfluna til notkunar í
hvaða skjali, sem hennar er þörf.
Skjalavarsla - Öryggi.
Kerfið geymir þau skjöl, sem skráð hafa verið. Auðvelt er að kalla þau
fram síðar, breyta þeim, taka afrit af þeim að hluta til eða öllum, skrifa
á pappír hluta skjals, aðeins breyttar blaðsíður eða allt skjalið.
Óviðkomandi aðilar komast ekki að skjölunum. Kerfið stjórnar því, að hver
notandi fær eingöngu upplýsingar um þau skjöl, sem hann á. Þannig geta
margir óskyldir aðilar notað þetta sama kerfi, án þess að hver viti af
öðrum, ef svo má að orði komast, eða hætta sé á að óviðkomandi aðilar komist
hver í annars skjal.
Tölvupóstur (Electronic mail).
Notendur kerfisins geta sent hver öðrum orðsendingar og bréf, ýmist með
því að vélrita þau beint inn á skjáinn eða senda skjöl, sem þeir eiga í
skjalasafni sínu.
Hægt er að senda einstökum aðilum, ákveðnum skjám eða hópum notenda sama
skjalið í einu.
Með því að fletta upp í sínum eigin "póstkassa" í kerfinu sjá notendur
hvort þeim hafa verið send skjöl. Þeir geta þá lesið þau á tölvuskjánum
eða skrifað þau á pappír eftir vild. Svarið er sent til baka á sama hátt.
Þetta er afar fljótvirkur og ódýr sendingarmáti, sem getur sparað mikinn
pappír.
Tækjabúnaður.
Notandinn þarf ekki annað en tölvuskjá og prentara, tengt tölvunni með
símalínu, þ.e. sömu tæki og hann getur notað við aðra tölvuvinnslu.
Sérstök tækjakaup þarf því ekki til þess að unnt sé að notfæra sér ETC-
kerfið.
Afkastamöguleikum og geymslusvæði stórra tölva, eins og þeirra sem ETC
er gert fyrir eru lítil takmörk sett. Öryggisatriði varðandi aðgang og