Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Side 13
13
geymslu gagna eru hluti af starfsemi og skipulagi miðstöðvarinnar, sem
annast rekstur tölvunnar, en hvíla ekki á herðum notandans.
Niðurlag.
Hér á eftir verða taldir upp nokkrir af helstu eiginleikum kerfisins.
- Sjálfvirk tölusetning og dagsetning blaðsiðna.
- Efnisyfirlit verður til á sjálfvirkan hátt £ kerfinu.
- Jöfnun texta við hægri spássíu.
- Inndregnar setningar o.þ.h.
- Breytilegt línubil.
- Undirstrikun og feitletrun orða eða setning.
- Neðanmálsgreinar staðsettar sjálfvirkt.
- Hraðritun. Hægt er að geyma staðlaðar setningar, málsgreinar og töflu-
uppsetningar, sem síðan má kalla á þegar þörf krefur.
- Hægt er að raða efni í stafrófsröð eða númeraröð, t.a.m. nöfnum, heimilis-
föngum, nafnnr., ártölum o.fl.
- Kerfið býður upp á samlagningu, frádrátt, deilingu og margföldun talna.
- Auðvelt er breyta skjali og skrifa síðan aðeins út þær blaðsíður, sem
breyst hafa.
- Hægt er að hafa á skjánum samtímis bæði tilbúinn texta og vinnutexta.
Þessi eiginleiki auðveldar leiðréttingar.
- Einfalt er að endurskipuleggja texta innan sama skjals með því að færa
textann til.
- Hægt er að færa texta úr einu skjali í annað.
- Kerfið býr til atriðisorðaskrá og sér um að halda henni við á eigin
spýtur ef þess er óskað.
- Hægt er að fá uppgefið hversu oft tiltekið orð kemur fyrir í skjalinu.
- Með einni skipun má skipta um orð eða orðasamband inni í texta, og
breytist þá viðkomandi orð eða orðasamband alls staðar í skjalinu eða
þar sem þess er óskað.
- Á fljótlegan hátt má finna hvar ákveðið orð kemur fyrir í texta, annað
hvort eitt sér eða ef vill í tengslum við eða sem hluti af öðru orði.
- Eins og áður er sagt, er kerfið ekki bundið sérstökum skjám eða prenturum.
Þess vegna má nota sama tækjabúnað við textavinnslu og aðra tölvuvinnslu.
Það þarf því ekki að kaupa tækjabúnað eingöngu fyrir textavinnsluna.
Hér hefur verið reynt að gera grein fyrir því, hvað textavinnsla í tölvu
er, og það kerfi sem Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar bjóða
notað sem dæmi. Eflaust eru mörg atriði sem þarfnast nánari skýringar.
Þeir sem hug hafa á að fræðast nánar um ETC kerfið geta haft samband við
undirritaða.
Lilja ólafsdóttir
deildarstjóri
þjónustudeildar
SKÝRSLUVÉLA RÍKISINS
OG REYKJAV í KURBORGAR