Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Qupperneq 31
31
SÖLUKVIMNING:
ÞÓRÐUR BEN. SVEINSSON
Þórður Ben Sveinsson heldur ura þessar mundir
sölukynningu á verkura sínum á Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins. Þórður er fæddur árið
1945. Hann stundaði fyrst myndlistarnám í
Myndlista- og handíðaskóla íslands en síðar í
Hollandi.
Að námi loknu fékkst hann við myndlistar- og
kennslustörf í Reykjavík, en hefur frá 1969
fengist við myndlist og kennslu í V-Þýskalandi.
ÞÓrði voru veitt Heinrich Heine verðlaunin í
Dusseldorf árið 1978. Hann hefur sýnt í mörgum
helstu söfnum Evrópu í formi samsýninga og sýndi
nú nýverið hugmyndir sínar að framtíðarskipulagi
byggðar og umhverfis á höfuðborgarsvæðinu, á,
Kjarvalsstöðum.
BÓKAGJÖF * * ifc
Gunnar Finnbogason, Mógilsá, Kjalarnesi hefur enn gefið Skipulagsstofunni
veglega bókagjöf. Um er að ræða bækur sem tengjast skógrækt, m.a:
UT MARKS LÆRE eftir Erik Bartnes, Arne Gabrielsen og Lars Nordbye. (1971).
ORGANISERING OG PLANLEGGING I UTMARK hefti tekið saman og gefið út af norsku
búnaðar- og skógræktarsamböndunum. (1973).
TURISMEN OG LANDBRUKET eftir Per J. Randen og Erik Bartnes. (1967).
WINDBREAKS AND SHELTERBELTS útg. WMO (1964).
PUBLIC RECREATION IN NATIONAL FORESTS: A FACTUAL STUDY; The Forestry
Commission, HMSO (1968).
Að auki eru rit um:
PLANNING RESEARCH, 1964-1967, 3ed. RTPI (1968).
ATVINNUMÁL Á NORÐURLANDI, Efnahagsstofnun (1969 .
ATHUGUN VEGNA NORÐURLANDSÁÆTLUNAR, Fiskifélag ísl. (1969).
MANNFJÖLDAÞRÓUN OG ALMENN BYGGÐASTEFNA Á NORSURLANDI, Efnahagsstofnun (1969).
Gunnari eru hér með færðar bestu þakkir fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu. Þessar bækur hafa þegar verið flokkaðar í safn
Skipulagsstofunnar og eru þar til afnota fyrir þá sem vildu nýta sér þær.