Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 6
YFIRSTJÓNR UMHVERFISMÁLA
Yfirstjórn umhverfismála, samkvæmt drögum að frumvarpi til laga
um stjórnun umhverfismála. (höf: Stefán Thors, arkitekt og Ingimar
Sigurðsson, lögfr.)
Hugmyndir um sérstaka lög-
gjöf er næði til stjórnunar um-
hverfismála hér á landi hafa átt
sér talsverðan aðdraganda.
Umhverfismál heyra nú undir
sex ráðuneyti. Samskipti ráðu-
neytanna á þessu sviði eru mjög
flókin, en auk þess er skortur á
skýrri aðgreiningu á valdssviði.
Svipuðu málu gegnir um stjórn-
un þessara mála hjá mörgum
sveitarstjórnum og um fjölmarga
aðra aðila sem að umhverfismál-
um vinna.
Auk Skipulagslaga, nr. 19/1964
liafa verið sett þrenn lög sem að-
allega fjalla um umhverfismál:
Lög nr. 85/1968 um eiturefni og
hættuleg efni, en samkvæmt þeim
starfar Eiturefnanefnd; Náttúru-
verndarlög nr. 47/1971, en sam-
kvæmt þeim starfar Náttúru-
verndarráð; og lög nr. 50/1981,
en samkvæmt þeim starfar Holl-
ustuvernd ríkisins. Ennfremur er
ákvæði að finna í mörgum öðrum
lögum t.d. Byggingarlögum, sem
hafa bein eða óbein áhrif á
umhverfi okkar, rnótun þess
meðferð og gæði.
Lengi hefur því verið ljóst að
æskilegt væri að taka þessum mál-
um tak og skipuleggja þau betur,
með það fyrir augum að einfalda
stjórnun þeirra, gera hana mark-
vissari og koma í veg fyrir tví- og
margverknað.
I ársbyrjun 1975 skipaði þá-
verandi ríkistjórn því nefnd
undir forsæti dr. Gunnars G.
Schram, prófessors, til að endur-
skoða og samræma ákvæði laga
um umhverfis- og mengunarmál
með það fyrir augum að sett yrði
heildarlöggjöf um þessi mál, þar
sem einnig væri kveðið á um
stjórnarfyrirkomulag. Þessi
nefnd lauk störfum árið eftir og
lagði þá fram tillögu að
frumvarpi fyrir ríkisstjórnina.
Þetta frumvarp var lagt fram á
Alþingi vorið 1978, en hlaut ekki
afgreiðslu.
Á Alþingi, 1979 - 1980 lögðu
siðan þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins fram frumvarp um um-
hverfismál, sem var áþekkt því
frumvarpi sem áður var getið, en
það frumvarp hlaut heldur ekki
afgreiðslu.
I júlí 1981 skipaði þáverandi
félagsmálaráðherra nefnd undir
formennsku Árna Reynissonar til
að semja nýtt frumvarp um um- I
hverfismál. Átti frumvarpið m.a.
að fela í sér að helstu flokkar um-
hverfismála yrðu settir undir eitt
ráðuneyti. Þessi nefnd komst að
þcirri niðurstöðu, að fyrsta frum-
varpið, sem flutt var á Alþingi
vorið 1978 væri að flestu leyti í
fullu gildi, enda hefðu undirtekt-
ir stofnana og félagasamtaka sem
ljölluðu um frumvarpið yfirleitt
verið jákvæðar. Þessi nefnd
skilaði síðan þessu máli af sér í
september 1981 í formi laga-
frumvarps um umhverfismál,
ásamt greinargerð.
Fljótlega eftir að þessi nefnd
hafði lokið störfum tók að bera á
gagnrýni viðvíkjandi ýmsum
þáttum þessa frumvarps, en í því
var m.a. gert ráð fyrir að komið
yrði á fót sérstakri stjórnunar-
deild umhverftsmála í Fé-
lagsmálaráðuneyti, með víðtæku
valdi. Ennfremur þótti mönnum
að það fyrirkomulag sem frum-
varpið gerði ráð fyrir gengi þvert
á vald og starfssvið annarra aðila,
t.d. fagráðuneyta
og stofnana sem þeim eru tengd-
ar, heilbrigðisnefnda o.fl., auk
þess sem það tæki meira mið af
erlendum fyrirmyndum, en upp-
byggingu hins íslenska stjórn-
sýslukerfis. Þrátt fyrir þessa
gagnrýni var engu að síður alm-
enn samstaða um að nauðsynlegt
væri að koma á lögformlegum
tengslum milli helstu aðila sem
vinna að umhverfismálum.
í ljósi ofangreindarar gagnrýni
fól því Svavar Gestsson, félags-
heilbrigðis- og tryggingarmála-
ráðherra þeim Stefáni Thors,
arkitekt og Ingimari Sigurðssyni,
lögfræðingi að gera tillögu að
nýju frumvarpi, þar sem sérstak-
lega væri kveðið á um stjórnun
umhverfismála. Við samning
þessa frumvarps, sem nýverið
hefur litið dagsins ljós, hafa höf-
undar eingöngu Qallað um
umhverfi utan dyra, en ekki um
innra umhverfi, eða starfs-
umhverfi manna.
I frumvarpinu er lagt til að
komið verði á STJORNAR-
NEFND þeirra sex ráðuneyta
sem fara með umhverfismál, en
auk þess eigi sæti í nefndinni full-
trúar Náttúruverndarráðs,
Hollustuverndar ríkisins, Sam-
bands ísl. sveitarfélaga og Land-
verndar. Einnig er gert ráð fyrir
ráðgjafar- og umsagnarnefnd um
umhverfismál, þar sem fulltrúar
stofnana og samtaka er starfa að
umhverfismálum eigi sæti.
Ráðgert er að STJÓRNAR-
NEFNDIN íjalli um öll meiri
háttar starfsleyfi, mæli fyrir um
rannsóknir vegna staðarvals iðn-
rekstrar og hvernig þeim og eftir-
liti með starfseminni skuli háttað.
Frumvarp það sem hér um
ræðir hafði ekki enn verið lagt
fram á Alþingi í árslok 1982, en
full ástæða er til að hvetja sveitar-
stjórnarmenn og aðra þá er að
umhverfismálum vinna til að
kynna sér efni þess.
Gestur Ólafsson