Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Qupperneq 7
UMHVERFISVERND OG SKIPULAGNING
BYGGÐAR
Umhverfismótun og umhverf-
isvernd hér á landi má lýsa sem .
„a practical joke” er gæti jafnvel
enst mönnum sem aðhlátursefni
nokkur ár til viðbótar. Hvergi
annars staðar í hinum svo
kallaða siðmenntaða heimi, eru
þessi mál jafn „kómisk” og hér,
enda virðast umhverfismálin,
mörg hver, eins konar framhald
ævintýrsins um Nýju fötin keis-
arans. Efalaust eru ekki allir sátt-
ir við þessa samlíkingu en könn-
um málið nánar.
1. VERNDUN - VARÐVEISLA
Hugtökin verndun og varð-
veisla í skipulagi byggðar eru
skilgreind á eftirfarandi hátt: að
bjarga frá skemmdum eða
glötun, hvort heldur sem um er
að ræða mannvirki eða náttúru-
fyrirbæri. Þó hugtökin séu látin
merkja það sama, þá hefur orðið
á þeim hin síðari ár, einkum er-
lendis, nokkur áherslunrunur. Er
hann fólginn í því, að varðveislan
leyfir ekki breytingu á núverandi
ástandi sem hugtakið verndun
gerir aftur á móti. Hvað snertir
mannvirki, þá má taka sem dæmi
a og b friðun húsa samkvæmt
þjóðminjalögum. I sambandi við
náttúrufyrirbæri hér á höfuð-
borgarsvæðinu þá mætti t.d.
flokka jarðlög frá síðjökultíma í
Fpssvogi (Fossvogslögin) og jafn-
vel Gróttuna á Seltjarnarnesi
undir varðveisluhugtakið en
Rauðhólana og Heiðmörk sem
vernduð svæði. Rauðhólarnir eru
reyndar á náttúruminjaskrá sem
friðlýst náttúruvætti. En þar eru
breytingar á núverandi ástandi,
mannvirkjagerð og jarðrask, háð
leyfum Náttúruverndarráðs og
því ekki með öllu bannaðar.
Heiðmerkursvæðið, sem er innan
skógræktargirðingar og með fjöl-
sóttustu útivistarsvæðunt lands-
ins, er hins vegar ekki á skrá um
náttúrminjar en nýtur þó eigi að
síður verndar borgarstjórnar
Reykjavíkur og stjórnar ríkisspít-
alanna. Heiðmörkin er í umsjá
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
2. STJÓRNUN - EFTIRLIT
SAMKVÆMT LÖGUM OG
REGLUGERÐUM
Stjórnun framkvæmda og
eftirlit með framkvæmdum,
hvort heldur þær eru tengdar
breytingum á umhverfi eða til að
vernda umhverfisgæði, eru illa
skilgreindir og sömuleiðis illa af-
markaðir verkþættir í íslensku
stjórnkerfi. Þó virðist mega skipta
þeim í sex þætti, —- sumir þeirra
tengjast lítillega en aðrir hreint
ekki neitt:
1. Skipulagning byggðar
I breytingu á skipulagslögum
frá Í964 sem var samþykkt á
Alþingi 1978 er m.a. sagt, að öll
sveitarfélög landsins séu skipu-
lagsskyld og að „allar byggingar
ofanjarðar og neðan og önnur
mannvirki, sem áhrif hafa á útlit
umhverfis, aðrar en byggingar á
lögbýlum skulu byggðar í
samræmi við áður gerðan skipu-
lagsuppdrátt”, sem hefur verið
samþykktur af hlutaðeigandi
sveitarstjórn og skipulagsstjórn
ríkisins og þá hlotið staðfestingu
félagsmálaráðherra seni er æðsta
vald skipulagsmála.
Skipulagsuppdráttur (upp-
drættir) að skipulagi ákveðins
svæðis ásamt nauðsynlegum skír-
ingartexta er kallaður skipulags-
áætlun. Hugmyndin að baki þeim
er sú að skipulagsyfirvöld leitist
við að stjórna mjög mörgum þátt-
um í umhverfi okkar. Nefna má
þætti eins og hvernig haga skuli
notkun og nýtingu þess laridrým-
is, sem við höfum til umráða, á
sem bestan og hagkvæmastan
hátt; hvernig er t.d. hægt að
tryggja skynsamlegustu nýtingu
náttúruauðlinda og hvernig má
auka og viðhalda umhverfisgæð-
um. Skipulagsáætlunum er skipt í
tvennt samkvæmt Reglugerð um
gerð skipulagsáætlana frá 1966:
aðalskipulag cr tckur til eins
sveitarfélags, og síðan deiliskipu-
lag sem nær til tiltekins hvcrfis
eða svæðis og skal það gert innan
ramma aðalskipulags. En þar
með er ekki öll sagan sögð því
mjög margir aðilar aðrir vinna nú
að gerð áætlana um framkvæmd-
ir, notkun, nýtingu, verndun og
varðveislu bæði lands og
mannvirkja, — þ.e. vinna að um-
hvcrfismálum kannske ekki ná-
kvæmlega samvæmt forskrift
skipulagslaga, heldur margra
annarra laga og tilheyrandi
reglugerða, scm gefin hafa verið
út á undanförnum árum. Nefna
má Náttúruverndarlög frá 1971,
Byggingalög frá 1978, Jarðalög
frá 1976, Þjóðminjalög frá 1969,
Námulög frá 1971, Eiturefnalög
frá 1968, Lög um Framkvæmda-
stofnun ríkisins frá 1971, Lög um
Hollustuhætti og hollustueftirlit
frá 1981 og efalaust mörg fleiri.
Áuk skipulagsáætlana má enn-
fremur nefna byggðaáætlanir,
landgræðsluáætlanir, fram-
kvæmdaáætlanir og vegaáætlanir
sem allar snerta notkun og nýt-
ingu lands þó í mismiklum mæli
sé.
2. Skipulags- og byggingarskil-
málar
Með skipulags- og byggingar-
skilmálum er reynt að stjórna
framkvæmdum og fyrirkomulagi
framkvæmda og hafa þannig
áhrif á mótun umhverfis. Eru
þessir skilmálar settir í framhaldi
af deiliskipúlagi, sem áður er get-
ið. I þeim er kveðið á um fyrir-
komulag byggðar, t.d. hvort á
svæðinu eigi að reisa einbýl-
ishúsa-, raðhúsa- eða fjölbýlis-
húsabyggð éða allt þetta. I skil-
málunum er ennfremur ákvæði
um bílastæði, þakform, frágang
lóða, lóðamörk, götur, lagnir
holræsa, heitts og kaltsvatns og
síma svo eitthvað sé nefnt.
3. Byggingarlög — byggingar-
reglugerð
Arið 1978 voru samþykkt ný
byggingarlög frá Alþingi. Taka
þau eins og segir í 1. gr. laganna
„til hvers konar bygginga ofan-
jarðar og neðan og annarra
mannvirkja, sem áhrif hafa á útlit
umhverfisins. Undanþegin
ákvæðum þessara laga eru þó göt-
7