Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Page 8

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Page 8
= ur og vegir, framræsluskurðir, | girðingar á lögbýlum, flug- brautir, holræsi, dreifikerfi raf- magns, síma, hitaveitu og vatns, svo og hafnarmannvirki og virkj- unarmannvirki að undanskildum húsbyggingum tilheyrandi þess- um mannvirkjum”. Byggingar- reglugerðin skilgreinir síðan nán- ar framkvæmd laganna, — hönn- un og eftirlit. I Byggingar- lögunum segir ennfremur (9 gr.) að óheimilt sé „að grafa grunn, reisa hús, rífa hús eða breyta því eða notkun þess eða gera önnur mannvirki sem áhrif hafa á útlit umhverfisins nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingar- nefndar”. Byggingarlögin krefj- ast þess einnig að allar fram- kvæmdir samanber 1. gr. og vitn- að var í hér að framan, skulu vera í samræmi við staðfest aðalskipu- lag og samþykkt deiliskipulag. Byggingarlögin og byggingar- | reglugerðina mætti því nota sem stjórntæki við mótun og verndun umhverfis. 4. Friðlýsing Samkvæmt Náttúruverndar- lögum frá 1971 er hægt að frið- lýsa sérstæð náttúruvætti, svo sem fossa, eldstöðvar, hella, dranga, ennfremur jurtir eða dýr sem „miklu skiptir frá náttúrufræði- legu sjónarmiði eða öðru menn- ingarlegu sjónarmiði að ekki sé raskað, fækkað eða útrýmt” eins og segir í lögunum. Einnig má samkvæmt þeim varðveita stærri landsvæði vegna sérstaks lands- lags, gróðurfars eða dýralífs, — s.k. friðlönd. Samkvæmt Nátt- úruverndarlögum geta því stjórnvöld haft áhrif á mótun og verndun umhverfis, sam auðvit- að innan marka laganna en í 1. gr. segir að tilgangur þeirra sé „að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf, land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft”. 5. Þjóðminjalög í þjóðminjalögum frá 1969 er fjallað um leifar fornra mannvirkja og annarra stað- bundinna minja, sem mannaverk eru á, einu nafni nefndar forn- leifar. Til þeirra teljast rústir bæja, og annarra húsa, s.s. hofa, kirkna, þingbúðarústir og önnur mannvinki á fornum þingstöðum, forn garðlög, leifar að verbúðum, naustum og vörum, forn vígi og rústir af þeim og haugar og aðrir fornir greftrunarstaðir. Fornleifar sem þjóðminjavörð- ur telur ástæðu til að friða eru skráðar á fornleifaskrá sem er síðan þinglýst sem kvöð á landar- eign þeirri sem í hlut á. Þannig má „hvorki landaeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja, nema leyfi þjóðminja- varðar komi til” eins og segir í lög- unum. I sömu lögum er einnig fjallað um heimild til að friða hús eða húshluta, sem hafa menning- arsögulegt eða listrænt gildi. Er það menntamálaráðherra sem ákveður friðun eða brottfall friðunar að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar og við- komandi sveitarstjórnar. I lögun- um segir að halda skuli skrá um friðuð hús eða húshluta og skal friðuninni þinglýst sem kvöð á fasteign þá sem í hlut á. Henni ber öllum „að hlíta þar á meðal hverjum þeim sem réttindi eiga í eigninni”. I þjóðminjalögum eru því lagaheimildir til þess að stjórna framkvæmdum er hafa eða gætu haft áhrif á umhverfi okkar sem talið er hafa menning- arsögulegt eða listrænt gildi. 6. Eignarnám í skipulagslögum, byggingar- lögum, náttúruverndarlögum og þjóðminjalögum eru m.a. ákvæði sem gefa ráðuneytum og sveitar- stjórnum heimild til að taka eignarnámi, landsvæði, mannvirki, fasteignir og hluta fasteigna séu fyrrnefnd lög brot- in svo og reglugerðir og aðrar samþykktir sem settar hafa verið samkvæmt þeim. I þessu sambandi er ennfremur veitt heimildd í lögunum til að beita sektum og jafnvel varðhaldsvist, ef brugðið er út af ákvæðum þeirra. En eignarnámsheimild- um er sjaldan beitt hér á landi enda matsatriði hvernig og hve- nær þær upphefja ákvæði stjórn- arskrárinnar um rétt manna til að ráðstafa eigum sínum að eigin vild. 3. STJÓRNUN OG EFTIRLIT UMHVERFISMÁLA í FRAM- KVÆMD Þó stiklað hafi verið á stóru hér að framan um lög og reglugerðir er tengjast stjórnun og eftirliti umhverfismála, — og þá aðeins frá sjónarhóli hins eðlisræna þátt- ar þeirra, þá ætti að vera ljóst, hve margþættur og raunar flókinn þessi málaflokkur er. Eg bendi á allan þann fjölda laga og reglu- gerða sem löggjafinn hefur rutt sér á liðnum árum og líka þann aragrúa sem telur sig vinna að umhverfismálum í ráðuneytum, ráðum, stofnunum, deildum, nefndum og stofum þessa lands. Yfirlitið gæti því, þó gróft sé, leitt til þeirrar niðurstöðu, að um- hverfisvernd og umhverfismál- um almennt sé mjög vel sinnt hér á landi, áhyggjur um hið gagn- stæða þarflausar. Sé þess líka minnst, að við Islendingar teljum okkur meðal velferðarþjóð- félaga, — þar sem þjóðartekjur á mann eru með því hæsta sem þekkist, meðalaldur fólks sá hæsti, bílaeign hin önnur mesta, fullkomið heilbrigðiskerfi o.s.frv. o.s.frv. Staðreynd, að fólk hafi það því hvergi betra en hér. Af öllu þessu mætti álykta, að við hljótum einnig að vera framar- lega á sviði umhverfismála, — umhverfismótunar og umhverf- isverndar. En lög og reglugerðir eru ekki allt, ef viljann og getuna til að framfylgja þeim skortir. Þá verða þau lítið annað en eins- konar blúndugullsaumur til skrauts. Könnummálið. Skipulag byggðar hér á landi er í framkvæmd oftast lítið annað en fagurt hjal. Nokkuð markvisst lætur það hæst stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar en Umhverfismál íframkvcemd ? 8

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.