Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 10
NOTKUNLANDS
FRIÐLYSING
Þegar rætt er um landkosti á ís-
landi, er oí’t vitnað til hinna
þriggja auðlinda; fiskimiðanna,
gróðurþekjunnar og orkulind-
anna. En síf’ellt fleiri eru nú farnir
að gera sér grein fyrir því, að við
eigum enn eina auðlind, nefni-
lega náttúruna sjálfa, eins og hún
birtist okkur í eigin mynd ásamt
því lífi sem með henni hrærist.
maðurinn hefur og mun ætíð
hafa þörf fyrir tengsl við „móður
náttúru”. Þau tengsl hafa löngum
verið bundin lífsbaráttunni og
lífsháttum þjóðarinnar og því
ómeðvitað öllum þorra manna.
Með breyttum atvinnu- og lífs-
háttum hafa hins vegar orðið
mikil hvörf í þessu efni. Þessi
sannindi gleymdust um tíma.
þegar við vorum sem örast að
breytast úr landbúnaðarþjóðfé-
lagi og yfir í iðnvætt samfélag
borga og bæja. Því var jafnvel
haldið fram, að manngert
umhverfi gæti uppfyllt allar okk-
ar óskir og þarfir. Hitt kom þó
brátt í Ijós að einhæf áreynslulítil
störf innan um gler og
steinsteypu eru ekki fullnægjandi
lifibrauð fyrir sálarheill manns-
ins. Hann þarf tilbreytingu og líf
í kringum sig, nokkuð sem nátt-
úran ein er fær um að veita.
Sú auðlind, sem hér um ræðir,
er og verður ekki hagnýtt á sama
hátt og hinar efnislegu auðlindir,
sem hægt er að breyta í tölfræði-
legar stærðir. Þó er reynt að
leggja mat á verðgidli hennar en
eftir öðrum lögmálum. Það mat
hlýtur ávallt að vera huglægt, háð
fegurðarskyninu, lífsviðhorfum
okkar og menningu, og síðast en
ekki síst skilningi á varðveislu líf-
heimsins. Það er erfitt að fella
þessa þætti inn í tölfræðilega út-
reikninga og hagvaxtarprósentu.
Hins vegar vitum við nú, og betur
en nokkru sinni fyrr, að þeir skila
sínum arði í bættu heilsufari,
auknum vinnuafköstum og
umhyggju fyrir því landi, sem
hefur alið okkur, og við eigum allt
okkar undir.
I framhaldi af þessum hug-
leiðingum liggur beint við að
víkja að því, hvernig þeim málum
er háttað í dag, sem varða nátt-
ú; ulegt umhverfi, og þá einkurn í
grennd við þéttbýli, þar sem lk-
legast er að skoðanir um
hagkvæma notkun lands geti rek-
ist á. Eins og fyrr segir hafa við-
horfin til þessara mála breyst
mikið á síðasta aldarfjórðungi.
Óspillt land til útiveru er nú að
verða sjálfsagður og eðlilegur
þáttur í öllu skipulagi. Menn
greinir fremur á um víðáttu þess.
Þegar gera skal upp hug sinn
varðandi notkun lands, þarf að
hafa í huga fyrrgreind matsatriði
á mikilvægi þcss. Þetta mat hefur
nú farið fram að nokkru og hefur
birst í svokallaðri náttúru-
minjaskrá. í nágrenni við
þéttbýli, er þó brýn þörf á mun
nákvæmari úttekt vegna líklegra
hagsmunaárekstra, sem fyrr var
drepið á og nú um síðustu áramót
lauk títtnefndu mati hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Birtist það í
fjölriti Náttúrverndarráðs nr. 13.
Þar er að finna skrá yfir svæði,
sem eru þýðingarmikil hvað varð-
ar náttúrufar eða hafa útivistar-
gildi. Er ritinu ætlað að vera
leiðarvísir um æskilega náttúru-
vernd á höfuðborgarsvæðinu
fyrir alla þá aðila, sem fjalla um
umhverfis- og skipulagsmál.
En ekki nóg að benda einungis
á svæði, sem eru mikilvæg, heldur
þarf jafnframt að tryggja vernd-
un þeirra, eins og framast er
unnt. Þar geta lög um náttúru-
vernd nr. 47/1971 veitt besta
tryggingu með svokallaðri frið-
lýsingu. Friðlýsingin felst í því að
ákveðnu landsvæði eru settar
vissar umgengnisreglur, sem
eigandi landsins gengst undir.
Þegar samkomulag um slíkt hef-
ur náðst, er tilagan með reglum
og markalínum fyrir viðkomandi
svæði send Menntamálaráðu-
neytinu til staðf'estingar, sem síð-
an birtir auglýsingu þar um í
Stjórnartíðindum.
Sú landnotkun er felst í friðlýs-
ingu getur verið afar mis-
munandi. Ræðst það einkum af
þeim reglum, sem samkomulag
næst um við umráðaaðila lands-
ins, að gildi á viðkomandi svæð-
um. I náttúruverndarlöggjöfinni
er hins vegar gefinn kostur á fjór-
um mismunandi formum friðlýs-
ingar.
1. Þjóðgarður. Sé landsvæði sér-
stætt um landslag gróðurfar eða
dýralíf eða á því hvíli söguleg
helgi, þannig að ástæða er til að
varðveita það með náttúrufari
sínu og leyfa almenningi aðgang
að því eftir tilteknum reglum,
getur Náttúruverndarráð lýst
það þjóðgarð enda sé landið ríkis-
eign.
2. Friðland. Landsvæði sem er
mikilvægt að varðveita sakir sér-
staks landslags, gróðurfars eða
dýralífs getur Náttúrverndarráð
friðað, náist um það samkomuiag
10