Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Qupperneq 11

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Qupperneq 11
við eigendur. Mjög mismunandi reglur gilda því um friðlönd, eða allt frá algjörri lokun (Surtsey), tímabundinni lokun yfir varptím- ann (Grótta) og í það að vera opin öllum almenningi til umferðar (Herðubreiðarfriðland). Á frið- löndum gildir auk þess sú regla að mannvirkjagerð og jarðrask sé háð leyfi Náttúruverndarráðs, og ákvæði eru um nytjarétt. 3. Náttúruvætti. Náttúruvernd- arráð getur friðlýst sérstæðar náttúrumyndanir s.s. fossa, eld- stöðvar, hella, dranga og fund- arstaði sjaldgæfra steintegunda, ef telja verður mikilvægt að varð- veita þær sakir fræðilegs gildis eða þess að þær eru fagrar eða sérkennilegar. Friðlýstar náttúrumyndanir kallast náttúr- uvætti. Svipaðar reglur gilda yfir- leitt um náttúruvætti og friðlönd. 4. Fólkvangar. Fólkvangur er friðlýst útivistarland skv. náttúru- vernarlögum, en það sveitarfélag / félög sem hlut á að máli, stendur undir rekstri hans. I fólkvöngum er reynt að tryggja sem best rétt rnanna til fjölbreyttrar útiveru án þess þó náttúran bíði tjón af. Sem dæmi um fólkvang má nefna Reykjanesfólkvang og Bláfjalla- fólkvang, þar sem markvisst er unnið að umbótum og upp- byggingu lil að fullnægja þessari þörf. Eins og sést á þessum skil- greiningum fer Náttúru- verndarráð með stjórnun þjóðgarða, friðlanda og náttúru- vætta. Náttúruverndarráði er þó heimilt að fela öðrum þetta vald t.d. náttúruverndarncfndum. Fólkvangar eru hins vegar alfarið í umsjá þeirra sveitarfélaga sem að þeim standa, þótt meiriháttar ákvarðanir séu yfirlcitt teknar í samráði við Náttúruverndarráð. En er þá ekki allt í góðu gengi, mætti spyrja. Því verður því mið- ur að svara neitandi. Ennþá hefur ekki verið tekið frá nóg land í þéttbýli og það friðlýst skv. nátt- úruverndarlögum, því það hefur sýnt sig að sífellt er gengið á nátt- úruleg „græn” svæði, á aðalskipu- lagsuppdráttum. Bcsta trygging in fyrir vernd þeirra því, eins og áður hefur komið fram, fólgin í formlegri friðlýsingu. Auk þessa vantar enn mikið á, að við umgöngumst fjöruna og ná- grenni hennar rheð þeirri virðingu, sem hcnni er samboðin. Fjörur eru kjörið útivistarsvæði auk þess sem það hefur ómetan- legt fræðslugildi. I því skini henta þær vel sem hjálpartæki í kennslu, og eitt ér víst, að þörfin fyrir rúmgóð og lifandi útivist- arsvæði á eftir að aukast mjög í okkar tæknivædda heimi mcð sí- fellt styttri vinnudag og fleiri og lengri frístundum. Reykjavík, 12. 12. 1982 Jón Gautijónsson FORNLEIF ASKRÁNIN G Saga þjóðarinnar er ekki aðeins skráð á bókum. Um allt land eru minjar í jörðu sem bafa að geyma sögubrot og þætti um lífsbaráttu þjóðarinnar gegnum aldirnar. Þarna liggur stórkostlegur menn- ingarsögulegur fjársjóður, lítt kannaður. Enginn veit hve marg- ar sýnilegar fornleifar eru til í landinu, og enginn veit hve marg- ar þeirra eru eyðilagðar á hverju ári. Með orðinu fornleifar er hér, í stuttu máli, átt við allar mann- virkjaleifar frá upphafi byggðar framáþessaöld. Furðulegt virðingarleysi virðist ráða þegar um er að ræða forn- leifar. Menn ryðja t.d. burt forn- um bæjarhólum og þar með allri þróunarsögu bæjarins, þó að þeim dytti ekki í liug að brenna gömlu handriti, sem væri þó í mörgu sambærilegt hermdar- verk. Tími er til kominn að spornað verði við þessari óheillaþróun. Ein árangursríkasta leiðin til þess er að breyting á núgildandi þjóðminjalögum um friðun fornminja, þannig að allar forn- leifar væru friðhelgar og óheimilt að hreyfa við þeim, nema að fengnu leyfi Þjóðminjasafns. Forsenda fyrir slíkri lagabreyt- ingu er skipuleg skráning forn- leifa. Markmið fornleifaskráningar er að skrá allar fornleifar í landinu. Þetta er raunar mark- mið sem aldrei verður náð að fullu, af ýmsum ástæðum. T.d. er alltaf nokkur hluti fornleifa landsins ekki sýnilegur á yfirborði jarðar, við vettvangs- könnun má alltaf gera ráð fyrir því að skrásetjurum sjáist yfír ein- hverjar rústir, auk þess sem nauð- synlegt getur verið að velja og hafna í vissum tilvikum, þar sem verkið þarf að vinna af naumum fjárveitingum. Eðlilegt er að fornleifaskráning sé í höndum Þjóðminjasafns, eða gerð í samráði við þáð, enda hef- ur þar verið unnið að undir- búningi fornleifaskráningar bin síðariár. Skal nú greint frá tillögum um heppilega framkvæmd fornleifa- skráningar, en hún greinist í þrjá þætti: 1) Forvinnu. 2) Vett- vangskönnun. 3) Urvinnslu. Forvinna. Við skipulagningu svæðis skal leitað til Þjóðminjasafns vegna skráningár fornleifa á svæðinu. Safnið sér þá um nauðsynlega könnun heimifda og annan undirbúning fyrir vettvangs- könnun. M.a. er ábúéndum jarða sendar fyrirspurnir um forn- leifar á landareignum þeirra. Þessi forvinna er mjög mikilvæg og flýtir afar mikið fyrir sjálfri vettvangskönnuninni. V ettvagnskönnun. Skrásetjari kannar skipulega viðkomandi svæði og skráir í sér- staka skráningarbók, sem Þjóð- minjasafnið hefur látið gera, allar minjar sem finnast. Hliðsjón er höfð af rituðum heimildum og upplýsingum sem heimafólk get- urveitt. Slegið er máli á allar minjar og þær númeraðar. Rústin er síðan færð inn á viðurkennd kort í hlut- falli 1:10 000, t.d. Orthokort, 11

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.