Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 13
Kortablað:
Tegund mmja: __
Hnit: x
V
Fjöldi: ____
Landareign:
Heiti: _____
Lega: ______
Staöhaettir:
Lýsing:
Munnmæli:
Athugasemdir:
Opna úr skráningarbók Þjóðminjásafns.
Aörar heimildir: Loftmyndir:
Liósmyndir:
• ■ • Dags.: 19
vegna fjárskorts.
ásamt númeri. Jafnframt er skrif'-
uð lýsing á fornleifunum og legu
hennar, einnig eru skráð munn-
mæli og annar fróðleikur sem
kann að fást. Lauslegur upp-
dráttur er gerður af hverri rúst.
I skráningarbókinni er hverri
rúst ætluð ein opna og eru 50 slík-
ar opnur, þar fyrir aftan eru aðr-
ar siður fyrir lengri frásagnir og
teikningar.
Urvinnsla.
Þegar skráningu er lokið á
svæðinu þarf að vinna úr upplýs-
ingum og koma niðurstöðunum á
framfæri. Slíkt mætti t.d. gera
með því að gefa út fjölritaða forn-
lcifaskrá fyrir hvern hrepp eða
hverja sýslu, og dreift yrði á
hvern bæ innan viðkomandi
svæðis, auk þess sem skráin lægi
aðgengileg hjá sveitarstjórnum
og skipulagsyfirvöldum. Svipað
fyrirkomulag þekkist erlendis.
Skráningarbók og önnur frum-
gögn yrðu varðveitt á Þjóðminja-
safni.
I hinni prentuðu fornleifaskrá
yrði gerð grein fyrir markmiði
skráningar og varðveislu forn-
leifa. Taldar yrðu upp allar forn-
leifar sem sérsök ástæða þætti til
að varðveita. Þá yrði skrá yfir allar
skráðar fornleifar viðkomandi
sveitarfélaga með upplýsingum
og teikningum úr skráningar-
bókinni. Síðast yrði skrá yfir hin-
ar ýmsu tegundir minja innan
svæðisins og kort þar sem minj-
arnar yrðu merktar inn á.
Með slíkri skrá ætti að vera tryggt
að fornleifar hyrfu ekki spör-
laust, jafnframt því sem hún yrði
opinbert plagg sem kæmi að mikl-
um notum við alla skipulagsvinnu
og mannvirkjagerð innan svæðis-
ins, hvort sem leggja þyrfti veg
eða byggja ný hús. Einnig gæti
hún orðið mönnum hvatning til
þess að halda við fornleifum á
sinni landareign og stuðlað að
þjóðlcgum metnaði um að eiga og
varðveita sögulegar minjar.
Fornleifaskráning á höfuðborg-
arsvæðinu.
Árin 1980 og 1982 voru gerðar
vettvangskannanir á vegunt
Þjóðminjasafnsins, samkvæmt of-
anskráðum aðferðum. Skráðar
voru allar sýnilegar minjar í Mos-
fellshreppi og Scltjarnar-
neshreppi. Einnig hófst skráning
í Reykjavík sem ekki er enn lokið.
Úrvinnsla er ekki hafin ennþá
I Mosfellshreppi voru skráðar
alls 180 minjar. Af þcim væri
e.t.v. ástæða til að friðlýsa um 20
fornleifar. En þess má geta að nú
eru þar aðeins friðlýstar 3 forn-
leifar. Á Seltjarnarnesi voru
skráðar 55 fornleifar og var cngin
friðlýstáður. í Reykjavík er þegar
búið að skrá 47 fornleifar, þar
sem 2 eru friðlýstar áður.
Skráningin bar þann árangur,
að vitneskja fékkst um gífurlega
margar rústir sem enginn hafði
hugmynd um að til væru, aðrir cn
þeir sem næst bjuggu, og stund-
um jafnvel ekki þcir heldur.
Með því að fá heildaryfirlit yfir
allar rústir á landinu opnast einn-
ig alveg nýir möguleikar lil margs
konar rannsókna á mcnningar-
oghagsögu þjóðarinnar.
Eornleifaskráin verður þannig
ekki aðeins nauðsynlegt hjálpar-
gagn við alla skipulagsvinnu,
heldur einnig undirstaða
fjölmargra fræðirannsókna.
Eins og fram hefur komið hef-
ur Þjóðminjasafnið þegar staðið
fyrir undirbúningsrannsóknum
og vettvangskönnunum á höfuð-
borgarsvæðinu, og hyggst halda
því áfram, eftir því sem íjár-
13