Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Side 15
ekki bara stakra bygginga, heldur
heilla hverfa. Almennir fjárhags-
erfiðleikar virðast hafa breytt við-
horfunum, lengi litu menn svo á
að gömlu húsin væru fyrir ný-
byggingum, nú hugs menn meira
en áður um peningaverðmæti
þau er í gömlu húsunu liggja.
Eg hef talað hér um húsvernd
til að benda á að minjavernd er
ekki einkamál þeirra sem sjá um
að þjóðminjalögum sé framfylgt.
Það er hagsmunamál íbúa að vel
sé farið með umhverfi þeirra,
söfn og fræðimenn geta rökstutt
minjaverndun, en stjórnmála-
menn verða að taka afstöðu
hverju sinni.
Söfn og félög
A höfuðborgarsvæðinu eru
ýmsir sem láta til sín taka sögu
þess og minjavernd, bæði félög
áhugamanna og stofnanir <
Tvö sveitarfélög, Reykjavík og
Kópavogur, hafa kostað forn-
leifarannsóknir á síðastliðnum
áratug, við suðurenda Aðalstræt-
is í Reykjavík og á gamla þing-
staðnum í Kópavogi. Þjóðminja-
safn Islands hefur tvö síðastliðin
sumur látið grafa á þingstað við
Elliðavatn. Safnið hefur líka látið
skrá fornminjar í Mosfellssveit og
í Reykjavík.
Arbæjarsafn er minjasafn
Reykjavíkur og er nú 25 ára gam-
alt. Borgarminjavörður er for-
stöðumaður þess og ráðgjafi
Reykjavíkurborgar um minja-
vern, en umhverfismálaráð fer
með stjórn safnsins. I Hafnarfirði
starfar byggðasafn og þar hefur
hús Bjarna Sívertsen verið gert
upp. Sýning safnsins var í Bry-
despakkhúsi, en það er nú í við-
gerð. Með nýrri byggingu fyrir
sjóminjasafn gæti þar skapast
mjög gott safn á ákjósanlegum
stað í miðbænum. Byggðasafninu
stjórnar byggðasafnsnefnd, en
sjóminjasafnið er deild í þjóð-
minjasafni. I Keflavík er Byggða-
safn Suðurnesja, og hefur það
einnig sérstaka safnstjórn.
Eins og í öðrum landshlutum
starfa mörg félög áhugamanna
um sögu á-höfuðborgarsvæðinu.
Félagið Ingólfur nær yfir það allt
og meira til. A árunum 1935-39
gaf það út ritið Landnám Ingólfs
og einnig bókina Þætti úr sögu
Reykjavíkur (1935). Félagið var
endurvakið í haust. Þá heíur
Sögufélagið og Reykjavíkurborg
staðið að útgáfu heimildarrita um
sögu Reykjavíkur. I Mosfellssveit
var í haust stofnað sögufélag og
var jafnvel rætt um að stofna safn.
Reykvíkingafélagið var einnig
endurvakið í haust og hefur það
samstarf við Arbæjarsafn. Einnig
var nýlega stofnað Sögufélag
Suðurnesja. Félög sem einkum
sinna húsvernd eru Torfusam-
tökin í Reykjavík og Byggðavernd
í Hafnarfirði. Önnur félög með
umhverfisáhuga eru t.d. íbúa-
samtökin í Grjótaþorpi, Vestur-
bænum og Þingholtum. Minja- og
söguáhugi manna kemur einnig
fram í söfnun örnefna og má þar
nefna að félag á Seltjarnarnesi
hefur látið prenta örnefnakort.
Einnig má nefna til Viðeyingafé-
lagið og örugglega eru til fleiri
samtök áhugamanna í landnámi
Ingólfs.
Skipulag og minjar
Minjavernd ætti að koma inn í
skipulag nýrra svæða, þannig að
tillit yrði tekið til allra fornminja
sem á skrá væru. Önnur
mannvirki ætti að skoða sérstak-
lega eins og um nttúrminjar væri
að ræða. Þegar breytingar eru
gerðar í eldri hverfum er æskilegt
að einhver könnun fari fram á öll-
um gömlum húsum sem hróflað
verður við.
A undanförnum árum hafa
þeir sem unnið hafa að skipulagi
í Reykjavík leitað til borgarminja-
varðar og spurst fyrir um forn-
minjar og minjagildi bygginga.
Árbæjarsafn hefur unnið skýrslu
um Grjótaþorp og um önnur
hverfi og einstakar byggingar í
Reykjavík. Þannig er í Reykjavík
komin viss hefð fyrir því að haft
sé samráð við minjavörð.
Annars staðar á höfuðborgar-
svæðinu fellur minjavernd undir
þjóðminjavörð, en sveitarfélögin
geta haft frumkvæði um verndun
bygginga.
Nú er verið að endurskoða
þjóðminjalög og stendur til að
stofna embætti minjavarða á svip-
aðan hátt og nú er raunin á
Austurlandi. Þar starfar minja-
vörður við Safnastofnun Austur-
lands á Egilsstöðum og veitir
hann öllum söfnum á sínu svæði
ráðgjöf. Minjavörður er tengilið-
ur við Þjóðminjasafnið og getur
samræmt minjastarf hreppa og
félaga.
Minjarnar um fortíð okkar eru
mikils virði, ckki síst á stöðum þar
sem mikið hefur verið byggt á
jsi.uttum tíma og þar sem verið er
að móta ný samfélög. Mcnningar-
rainjarnar skipta miklu máli fyrir
átthagatilfiningu folks. Það á að
vera hlutverk safnanna að veita
íræðslu um þessar minjar og
þýðinggu þeirra. Áhugamanna-
félög um héraðssögu og um-
hverfismál gætu stutt að því að
menn almennt kynntust þcim
minjum sem í kringum þá eru og
fengju aukinn skilning á sögu-
legu umhverfi sínu. Söfn og félög
ættu að vinna saman, þau geta
miðlað hvert öðru þekkingu og
stutt hvert annað. Slíkt samstarf
yrði öllum til ánægju og minja-
verndinni til framdráttar.
Það væri full ástæða til að þeir
sem starfa að minjavernd á þessu
svæði og áhugamenn um sögu
þess kæmu saman og ræddust við,
bæði um mál sem þarf að sinna á
stundinni og það samstarf sem
hægt væri að hafa í framtíðinni.
Nanna Hermansson