Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 19
MeÖ kerfisbundnum aðferðum er nú hœgt að sýna, á heildstœðan hátt hvaða áhrif fyrirhuguð stefna, rekstur eða mann-
virkjagerð hefur, áður en ákvörðun er tekin umframkvæmdir.
þessi vandkvæði geinilega í ljós.
Mjög víða hafa því þjóðir, sveitar-
félög og fyrirtæki lagt út í fram-
kvæmdir af of lítilli fyrirhyggju,
og án þess að færa sér í nyt tiltæka
þekkingu. Dæmi urn þetta eru
fjölmörg. A hpfuðborgar-
svæðinu, hefðu t.d. áburðarverk-
smiðjan í Gufunesi, Reykjavík-
urflugvöllur og álverið í
Straumsvík, svo eitthvað sé nefnt,
hugsanlega verið gerð öðruvísi úr
garði, og valinn annar staður ef
fleiri möguleikar á gcrð þcssara
framkvæmda, staðsetningu og
áhrifum hefðu verið athugaðir í
upphafí.
Oft eru áhrif framkvæmda eða
stefnu mun víðtækari og marg-
þættari en nokkra eina fræði-
grein grunar og oft er ekki gripið
lil nauðsynlegra aðgerða fyrr en í
ócfni er komið. Viðkomandi
vistkerfi getur hugsanlega þolað
eitthvað álag um ákvcðinn tíma,
þótt ákveðnar breytingar scgi lil
sín.
Oft er áhrifa af framkvæmdum
að leita í næsta umhverfi, en einn-
ig geta þessi áhrif komið fram
mjög víða og borist á milli
landa. Sýrublandin rigning, sem
nú veldur miklu tjóni á mann-
virkjum á Bretlandseyjum er
þannig ekki eingöngu afleiðing af
iðnaði Breta sjálfra, hcldur berst
þessi rigning einnig frá að-
liggjandi iðnríkjum bæði í austri
og vestri. Danir óttast nú einnig
að áburðarnotkun þeirra geti
hafa valdið dauða á fiski í
Norðursjónum, og huganlega
getur notkun Islendinga á tilbún-
um áburði sem nú nemur röskum
72 þúsund tonnum árlega, líka
valdið umtalsverðum áhrifum, til
langframa.
Mjög oft hefur staðsetning og
gerð áberandi framkvæmda vcrið
ákveðin án þess að áður hafi farið
fram fullnægjandi athuganir á
kostum sem koma til greina, þrátt
fyrir ákvæði laga um Náttúru-
vernd frá 1971 en þar segir:
„valdi fyrirhuguð mannvirkja-
gerð eða jarðrask hættu á því að
landið breyti varanlega um svip, .
. . er skylt að leita álits Náttúru-
verndarráðs, áður en fram-
kvæmdir hefjast.”
Þeim sem ferðast um Island
með opin augu dylst það varla, að
hægt hefði verið að staðsetja og
hanna mörg mannvirki, sem reist
hafa verið síðasta áratug, mun
betur en gert hefur verið. Sama
máli gegnir t.d. um svæði þar sem
efni hafa verið tekin, hvort hcld-
ur um er að ræða grjót, möl eða
sand.
Til þess að ná betri tökum á
þessum málum hafa mörg lönd á
undanförnum árum þróað að-
ferðir til þess að meta landslag og
umhverfi, með tilliti til þess hvar
æskilegast sé að leggja t.d. línur,
vegi, eða staðsetja meirháttar
mannvirki, þannig að þau falli
sem best að aðliggjandi umhverfi,
en notkun þessara aðferða er
samt enn í frumbernsku hér á
landi.
Mjög oft hafa framkvæmdaað-
ilar heldur ekki leitast við að meta
félagsleg áhrif meiriháttaar fram-
kvæmda, sem skyldi, þótt þau
hafi verið mjög veruleg. Þessi
áhrif geta bæði verið efnahagsleg,
menningarleg og komið fram
bæði á einstaklingum, stofnunum
og félagshópum. Oft er erfitt að
meta þessi áhrif til fullnustu, en
mikil reynsla hefur fengist á
undanförnum árum við mat á
hliðstæðum framkvæmdum er-
lendis. Einnig hafa ýmsar aðgerð-
ir verið reyndar til þess að draga
úr óæskilegum félagslegum á-
hrifum framkvæmda. Hérálandi
hefur að vísú m.a. verið reynt að
meta félagsleg áhrif Kísilmálm-
verksmiðju við Reyðarfjörð á veg-
um Staðarvalsnefndar, en þar var
gengið út frá staðarvali, og ein-
ungis athugaður einn kostur við
byggingu og rekstur verksmiðj-
unnar.
Tengsli milli sjókdóma og
ýmissa orsaka í umhverfi hafa
ekki verið rannsökuð mikið hér á
landi til þessa, og oft hefur lítið
samstarf vcrið milli lækna og
þeirra sem taka ákvarðanir um
skipulag, mótun umhverfis eða
notkun ýiiiissa hættulegra efna.
Með því að nota þá þckkingu sem
tiltæk cr í dag á þessu sviði má
samt bæði draga verulega úr
hættu af mörgum slíkum sjúk-
dómum og eins minnka álag á
fólk af völdum óæskilegs um-
hverfis. Flestar vestrænar þjóðir
19