Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 21
sem við berum okkur saman við
hafa t.d. sett löggjöf um leyfileg
hávaðamörk umferðar í byggð,
en enn höfum við ekki látið þetta
mál til okkar taka.
Eitt þeirra vandamála sem
flcstir hafa rekið sig á sem vilja
bæta ákvarðanatöku um um-
hverfismál, er hve erfitt getur
verið að afla upplýsinga, koma
þeim á framfæri og fá fólk til að
taka tillit til þeirra.
I flestum þjóðlöndum er upp-
lýsingaflæði að vísu mjög tak-
markað og fæstir hafa aðstöðu til
að gera sér mikla grein fyrir afl-
eiðingum af framkvæmdum og
fyrirhugaðri stefnu. Staðreyndin
er líka sú, að margir halda sig við
mjög einfalda hugmyndafræði í
undanförnum árum verið að
byggja upp aðferðafræði við mat
á áhrifum framkvæmda, til þess
ar kosta líka yfírleitt peninga og
tíma. Það er heldur ekki sann-
gjarnt að krefjast þess af skipu-
lagsmönnum að þeir viti um af-
leiðingar af öllum þeim frarn-
kvæmdum sem þeir fjalla um að
óathuguðu máli. Engu að síður er
nauðsynlegt að fara hér með gát,
og ákveða hvaða upplýsingum er
safnað og hvers vegna. Mjög
miklu skiptir að vita hvar upplýs-
ingar um hugsanleg áhrif fram-
kvæmda er að finna og hvernig
ódýrast er að afla þeirr. Mjög
mikill fjöldi bóka, og tímarita eru
gefin út á hverju ári á þessu sviði
og það gæli í mörgum tilfellum
tekið allt of langan tíma að verða
sér úti um nauðsyleg rit og ná þar
þeim síðustu og bestu upplýsing-
um á viðkomandi sviði. A hinn
bóginn hefur á undanförnum
árum orðið mjög hröð þróun
bæði í skráningu, geymslu og
miðlun upplýsinga með tölvum,
og nú getum við á tiltölulega
auðveldan og ódýran hátt tengst
tölvuvæddum upplýsingabönk-
um erlendis. Leit í þessum bönk
um er því ekki lengur orðin neitt
áhorfsmál fyrir okkur, t.d. um
hliðstæðar framkvæmdir og
fyrirhugað er að reisa hér, eða
um atriði sem okkur finnst skipta
máli í þessu sambandi, og þessi
leit er bæði mun fljotlegri,
ódýrari og markvissari en þau
vinnubrögð sem hér hafa tíðkast.
I ljósi þess hve áhrif fram-
kvæmda geta verð fjölþætt og
komið víða fram, hafa menn því á
undanförnum árum verið að
byggja upp aðferðafræði við mat
á áhrifum framkvæmda, til þess
að tryggja samráð við ólík þekk-
ingarsvið, og til þess að geta metið
á heildstæðan hátt fyrirfram,
hver áhrif framkvæmdanna
verði.
Með Umhverfismálalöggjöf
Bandaríkjanna sem sett var 1969
var stigið mjög mikilvægt skref í
þessa átt. Með þessari löggjöf var
opinberum aðilum í Bandaríkj-
unum lögð á herðar sú skylda að
útbúa lýsingu á umbverfis-
áhrifum allra framkvæmda á veg-
um Bandaríkjastjornar, sem
hefðu veruleg áhrif á umhverfi
manna. Hér var bæði um að ræða
mat á áhrifum fyrirhugaðra
framkvæmda á umhverfið,
þ.e.a.s. land, loft, vatn, gróður og
dyralíf, en einnig var leitast við að
meta félagslegar afleiðingar
framkvæmdanna. Þannig kerfis-
bundið mat á áhrifum fram-
kvæmda, sem kallað er á ensku
Environmental Impact Assess-
ment er aðferð, til þess að skil-
greina, segja fyrir um og lýsa
þeim áhrifum, sem líklegt má
t.elja að ákveðin fyrirhuguð fram-
kvæmd eða stefna hafi í för með
sér. Niðurstöður af þessari
vinnu eru venjulegít settar fram í
greinargerð eða skýrslu, og frá
því að umhverfismálalögin gengu
í gildi í Bandaríkunum, hafa
rneiri en 15.000 fyrirhugaðar
framkvæmdir verið metnar á
þcnnan hátt þar í landi.
Margar stærstu lánastofnanir
heims, þar á meðal Alþjóðabank-
inn hafa lagt áherslu á að þannig
athuganir séu nú gerðar fyrir þær
framkvæmdir sem þeir lána fé til.
Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin hefur einnig látið þessi
mál sig mikið varða undanfarin
ár, og gengist fyrir ráðstefnum og
námskeiðum um þau víða um
heim. Þessar hugmyndir hafa líka
verið hafðar að lciðarljósi hjá
mjög mörgum ríkjum, sem hafa
viljað koma þessum málum í
betra horf, bæði hvað viðvíkur
löggjöf og framkvæmd skipulags.
Þannig hafa mörg lönd tekið upp
svipaða aðferðafræði við mat á
áhrifum fyrirhugaðra fram-
kvæmda, og lögð var til grund-
vallar í bandarísku umhverfis-
málalöggjöfinni. Bandaríkin og
Canada hafa nú öðlast mesta
reynslu af því að framkvæma slík-
ar formlegar athuganir á áhrifum
fyrirhugaðra framkvæmda, en
þar er slíkt mat bundið við fram-
kvæmdir á vegum hins opinbera.
I Belgíu er engin heildarlög-
gjöf til um þessi mál, en frumvarp
var lagt fram á þinginu þar á
síðasta ári þar sem m.a. er lagt til,
að gert verði að skyldu að
framkvæma slíkt mat á áhrifum
helstu akbrauta.
í Bretlandi geta skipulagsyfir-
völd krafist þess að framkvæmda-
aðili láti framkvæma mat á á-
hrifum fyiirhugaðra fram-
' kvæmda. Einnig geta viðkomandi
skipulagsyfirvöld framkvæmt
slíkt mat sjálf, eða ráðið til þess
ráðgjafa. Ahrif margra fyrir-
hugaðra framkvæmda hafa
þannig verið metin í Bretlandi
t.d. viðvíkjandi olíu og gasvinnslu
í Norðursjónum, og Umhverf-
ismálaráðuneytið breska hefur
gefið út leiðbeiningar til skipu-
lagsyfirvalda unt það hvernig
slíkt mat skuli framkvæmt.
Frakkland hefur einnig bundið í
lög að fram skuli fara mat á á-
hrifum meiri háttaar fram-
kvæmda á franskri grund og hef-
ur franska umhverfismálaráðu-
neytið gefið út ábendingar um
gerð slíks mats. Sem dæmi má
nefna, að á síðasta ári voru áhrif
meira en 5.000 framkvæmda þar
í landi metin á þennan hátt. Af
öðrum löndum sem hafa látið
þettaa mál mjög til sín taka má t.d.
nefna Holland, Irland og
Astralíu.
Efnahagsbandalagið sendi
einnig árið 1980 frá sér ábend-
ingar um athuganir vegna fyrir-
hugaðra framkvæmda bæði á
vegum opinberra aðila og einka-
aðila, — til þess að reyna að
samræma aðgerðir ríkja Etna-
bagsbandalagsins á þessu sviði.
Hjá Efnahagsbandalaginu hefur
afstaða til þessa máls verið nokk-
uð mismunandi eftir löndum.
Þessi ríki hafa þó smám saman
verið að gera sér grein fyrir því
fornkveðna að ,á skal að ósi
stemma’ og að haldbesta stefnan í
umhverfismálum er sú að reyna
frekar að forðast neikvæð um-
hverfisáhrif í tíma heldur en að
reyna að byrgja brunninn eftirá. I
ábendingum Efnahagsbanda-
lagsins er leitast við að skilgreina
hvaða framkvæmdir það séu, sem
21