Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Page 22

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Page 22
æskilegt sé að láta athuga á þcnn- an liátt, og er leitast við að setja þar ákveðin mörk. Gert er ráð fyrir að niðurstöður þessara athugana séu rækilega kynntar fyrir almcnningi áður en ákvörðun um framkvæmdir er tekin, og sömuleiðis er gert ráð fyrir því að fylgst sé með því hvort áhrif af viðkomandi framkvæmd verði þau sömu og áætlað hafði verið. I ábendingum er lagt til að meta skuli áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum sem gera má ráð fyrir að hafi afgerandi áhrif á um- hverfið. Hér er átt bæði við frarn- kvæmdir einkaaðila og opinberra aðila, en einnig er rætt um að æskilegt sé að gera á svipaðan hátt grein fyrir þeim afleiðingum, sem framkvæmd ákveðinnar sæfnu og áætlana geti haft í för með sér. A það er bent að fyrir hverja tegund framkvæmda fara áhrifin að verulegu leyti eftir staðsetningu, stærð, I ábendingum Efnahagsbanda- lagsins er gert ráð fyrir því, að þannig að ávalt — eða aldrei sé nauðsynlegt að meta áhrif þeirra, þá er ekki hægt að flokka allan meiri hluta framkvæmda þannig. I ábendingum Efnahagsbanda- lagsins er gert ráð fyrir því, að framkvæmdaaðili sjái um þetta mat á umhverfisáhrifum í sam- ráði við hlutaðeigandi yfirvöld, en nauðsynlegt er að skilgreina nákvæmlega, hver gerir hvað, og hver greiðir fyrir þessar athugan- ir. I tilmælunum er einnig gert ráð fyrir, að frá því sé greint í íjölmíðlum, að sótt hafi verið um leyfi til framkvæmda og auk þess er lagt til að niðurstöður at- hugana séu kynntar hlutað- eigandi aðilum, og að einnig sé leitað eftir skoðunum almenn- ings. Til þess að svona athuganir séu teknar trúanlegar er nauðsynlegt að almenningur fái nægar upplý- singar um málið frá upphafi og taki virkan þátt í umræðu um þessi mál. Einstaklingar og samtök þeirra geta líka vitað meira um ákveðnar framkvæmd- ir og áhrif þeirra, en bæði fram- kvæmdaaðilar og skipuleggjend- ur, og því er nauðsynlegt að leita eftir þessari þekkingu. Þetta er einnig mjög æskilegt til þess að tryggja að fullt tillit sé tekið til allra helstu kosta sem koma til greina við viðkomandi fram- kvæmd. Af þeim þjóðum í Evrópu sem helst hafa tckið þessi mál föstum tökum, má taka dæmi af Hollcnd- ingum. Þar ákvað ríkisstjórnin fyrst, að áhrif framkvæmda á iiennar vegum skyldu metnar, til þess að fá reynslu af framkvæmd þessara mála. Lagafrumvarp um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda var síðan lagt fyrir Hol- lenska þingið í maí 1981. Þessi löggjöf nær bæði til mats á á- hrifum einstakra framkvæmda og mats á afleiðingum af ák- veðinni stefnumörkun. Með löggjöfinni er þess krafist að mis- munandi kostir sem koma til greina við viðkomandi fram- kvæmd séu metnir. Einnig er nauð- synlegt að lýsa þeim kosti sem hefur minnst áhrif á umhverfið, og a.m.k. einn kostur þarf að fela í sér bestu þekktar aðferðir við að koma í veg fyrir óæskileg áhrif á umhverfið. I upphafi þessara at- hugana er gert ráð fyrir að hlut- aðeigandi ráðuneyti og málsaðil- ar kom sér saman um það hvernig slíkt mat sé gert og til hvaða þátta það nái. Þetta mat er einungis fram- kvæmt viðvíkjandi fyrirhuguðum framkvæmdum og stefnu, sem gæti haft mjög afdrifaríkar af- leiðingar fyrir umhverfíð. Þær framkvæmdir og aðgerðir sem hér er um að ræða eru t.d. þjóð- vegir og stofnbrautir, meiri hátt- ar íðnfyrirtæki, námugröftur og malartekja, stíflur og uppistöðu- lón, meiri háttar jarðvatnsöflun, stórar frárennslishreinsistöðvar, byggingarsvæði í þéttbýli, meiri háttar útivistarsvæði, og fyrir- huguð notkun ákveðinna hættu- legraefna. I endanlegu mati yfirvalda á viðkomandi framkvæmd og á- kvörðun urn hana verður m.a. að koma fram, hvers vegna ákvörð- unin er tekin og er þessi nið- urstaða gefín út. Einnig er sú kvöð lögð á yfirvöld að þau fylgist með áhrifum af viðkomandi framkvæmdum, þannig að það sé tryggt að þær verði innan fyrir- fram ákveðinna marka. Þótt kerf- isbundið mat á áhrifum rneiri háttar framkvæmda verði í ljósi þess sem hér hefur verið sagt að teljat æskilegt, er það síður en svo alltaf auðvelt í framkvæmd. Ann- ars vegar eru atriði, sem tiltölu- lega auðvelt er að mæla, en hins vegar eru atriði sem mun erfiðara er að mæla, svo vel sé, jafnvel þótt þessi atriði séu engu að síður mikilvæg. Þar sem reynsla er komin á slíkt kerfisbundið mat á áhrifum fyrihugaðra fram- kvæmda hefur það þó sýnt sig, að þessar athuganir þurfa ekki að teija fyrir framkvæmdum ef vel ^g tímanlega er að þeim staðið. Kostnaður við þessar athuganir hefur líka alla jafna verið innan við 0,5% af framkvæmda- kostnaði. A hinn bóginn hafa þessar athuganir nær alltaf leitt til mun æskilegri og betur undir- búinna framkvæmda en ella. Þótt auðvitað sé ekki nauðsyn- legt að láta framkvæma slíkt formlegt mat á umhverfis- áhi ifum allra fyrirhugaðra fram- kvæmda hér á landi, verður tví- mælalaust að telja rétt að framkvæma slíkt mat á áhrifum allra meiri háttar framkvæmda, og framkvæmda sem geta haft mikil og varanleg áhrif. Tölu- verður vandi er samt að ákveða hvaða framkvæmdir væri æski- legt að meta á þennan hátt og hverjar ekki. Stærð framkvæmd- arinnar eða það fjármagn sem er bundið með henni er t.d. ekki al- hlítur mælikvarði, því oft geta til- tölulega litlar framkvæmdir haft mjög mikil og afgerandi áhrif. 1 Bretlandi hafa t.d. engar beinar reglur verið settar um það hvaða fyrirhugaðar framkvæmdir skuli meta, en yfírleitt er tekið mið af stærð, staÓarvali.og hvort búist er við mótmælum eða ekki. Mörg önnur lönd hafa tekð upp á- kveðnar reglur í þessu sambandi, sem þó eru ekki allskostar sam- hljóða. Full ástæða virðist því vera til þess að við reynum að færa okkur í nyt reynslu annarra þjóða á þessu sviði, ef við ætlum okkur að nýta tiltæka þekkingu og vinnuaðferðir á sviði umhverfís- mála. Það hlýtur líka að vera mikilvægt fyrir okkur að fylgjast. með því hvort umhverfisgæði á Islandi fari minnkandi eða vaxi. Er vatnið sem við drekkum í dag betra eða verra en það var um aldamót, — er loftið eins, — hvað um hávaðamengun á vinnustöð- um og heimilum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað á 22

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.