Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Side 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Side 25
unar byggingariðnaðarins. Að henni stóðu Vegagerð ríkisins og Teiknistofa landbúnaðarins. Nú liggja fyrir niðurstöður rannsókna á dreifingu, magni og gæðum u.þ.b. 2500 náma á landinu öllu og er stefnt að tölvu- vinnslu allra gagna á næsta ári. Þess ber að geta að skilningur á gildi umræddra mála hefur aukist verulega undanfarin ár. Má nefna sem dæmi að Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins hefur unnið að skipulegri út- tekt og kortlagningu landnýting- armöguleika fyrir tvö sveitarfélög úti á landi á s.l. tveimur árum og er framtíðarskipulag byggðar- innar mótað í samræmi við niður- stöður rannsókna sem jarðfræð- ingar gerðu á bergi ogjarðseti. I lögum og reglugerðum eru ákvæði sem ættu að halda þessum málum í réttum farvegi. Hins vegar er það sorgleg staðreynd að mál þessi eru jafnan mjög laus í reipum og nær því árvisst að lög séu alvarlega brotin. I Náttúruverndarlögum segir m.a.: „Malarnám, sandnám, grjótnám og gjallnám er hverjum manni heimilt til afnota á jörð sinni... ” og ennfremur: „Eigi að flytja efnið burt til af- nota annars staðar, þarf samþykki sveitar- eða bæjar- stjórnar, sem beri málið undir náttúruverndarnefnd.” Einnig er talað um að Menntamálaráðu- neytið setji með reglugerð nánari ákvæði um veitingu leyfa til efnis- töku á afréttum og almenning- um. . . Augljóst er að þörf er á að endurskoða sitt hvað í ákvæðum þessum, t.d. hvort ekki sé rétt að setja nánari skilyrði um nýtingu efnis þar sem land er í einkaeign. Viðskilnaður og frágangur í námum er kafli sem brýnt er að endurskoða. Að sjálfsögðu er einnig ástæða til að gefa leiðbeiningar um nýtingu í nám- um allt frá byrjun efnistökunnar. Hér ber að minnast orða Þóris Baldvinssonar arkitekts á árun- um kringum 1960 en hann var þá forstöðumaður Teiknistofu land- búnaðarins. Ræddi hann um að ákveðin lögverndun og eftirlit góðra steypuefnanáma í hverju byggðarlagi þyrfti að fylgja í kjölfarjarðsetakönnunar Rb. í lokaskýrslu einni umjarðseta- könnun (1972) er varpað fram eftirfarandi spurningu. „Hví skyldu þessi náttúruauðævi ekki vera vernduð og nýting takmörk- uð rétt eins og sjálfsagt þykur um auðævi sjávar, fiskinn o.fl.?”. Hér á suðvesturhorni landsins, þar sem helmingur þjóðarinnar býr, blasa ýmis atriði þessara mála daglega við augum: Efnisþörfin er mikil og liggur árleg notkun öðru hvoru megin við 1 millj. rúmmetra á höfuð- borgarsvæðinu. Má geta til fróð- leiks að tæplega 100 þús. rúm- metrar voru færðir úr grunni ein- um á nýbyggingarsvæði borgar- innar á sl. sumri. Er því væntan- lega augljóst að staðgóð þekking á námum og efnisfæðum er nauð- synleg forsenda þess að allir efn- isflutningar verði sem hagkvæm- astir, þ.e.a.s. að rétt efni sé sótt á réttan stað á réttum tíma. Ennþá ríkir það ástand í efnis- töku að segja má að hver sem er geti sótt hvað sem er nær hvei t sem er: Ekkert heildarskipulag er fyrir hendi og nær engin samvinna um nýtingu. Reykjavík- ingar sækja talsvert af fylliefnum í steinsteypu til nærliggjandi sveitarfélaga og reykvískri gróðurmold er ekið frá höfuð- borginni til nágrannabyggðar- laga. Stofnun moldarbanka, þ.e. varðveisla gróðurmoldar til nýt- ingar í næstu framtíð er löngu orðin aðkallandi því að mold fer óðum þverrandi á Reykjavíkur- svæðinu. Nokkurt skipulag mun vera á þessum málum hjá borgar- yfirvöldum en ljarri er að það leysiallan vanda. í kjölfar kortlagningar og rannsókna á efnisnámum, sem nú standa yfir á höfuðborgar- svæðinu, er nauðsynlegt að finna raunhæfa lausn á umræddum málum, þ.e. skipulagi efnisnýt- ingar og eftirliti. Er síðan grund- vallaratriði að vitneskja sú og þekking, sem byggist á niðurstöð- um rannsókna, nái í formi upp- lýsinga og hvatningar til almennra borgara. Lög og reglugerðir, gaddavír og hótanir koma því aðeins að gagni að unnt sé að fylgja þeim eftir og forsendur slíkrar vald- beitingar séu jafnfram nægilega vandaðar og vel unnar. Veru- legar sektir við augljósum laga- brotum eru kannski nauðsyn- legar — því miður. Tillögur að nauðsynlegum ákvæðum — helstu atriði. 1 Rannsaka skal dreifingu, magn og gæði allra jarðefna til mannvikjagerðar, þ.e.a.s. bergsogjarðsets. 2. Kortleggja skal rannsóknir þannig að niðurstöður þeirra séu aðgengilegar fyrir hags- munaaðila og almenning. 3. Hver landsliluti skal hafa „vitneskjubanka” eða miðstöð á einum stað þar sem leita má hvers kyns upplýsinga, t.d. um námur, lagnir ofan jarðar og neðan, landamörk o.fl. Þar yrðu og e.t.v. gefín leyfi til nýt- ingar á námunum gegn gjaldi. Umrædd miðstöð skal jafn- framt hafa einhvern í þjónustu sinni til umsjónar og eftirlits. A hann að geta gert ýmsar ráðstafanir, t.d. „lokað” ákveðinni námu fyrirvaralaust um óákv. tíma eða stöðvað vinnu þungavinnuvéla. Með hliðsjón af reynslu ná- grannaþjóðanna gæti einhver neðanskráður aðili rekið umrædda eftirlits- og upplýs- ingamiðstöð: • skrifstofa fyrir samtök sveitarfélaga • iðnþróunarráðgjafí á- kveðins landshluta •byggingarfulltrúi sveitar- félags 4. Lög og reglugerðir, sem byggjast á niðurstöðum rann- sóknanna, skulu vera á þann veg að hægt sé að fylgja þeim eftir á fljótvirkan og raunhæf- an hátt — ekki með funda- höldum símtölum og bréfa- skriftum. Ströng viðurlög verði við lagabrotum. Keldnaholti 7. desember 1982 SverrirSch. fborsteinsson

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.