Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Side 30

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Side 30
0 I t)0 dbia; hafa verið framreiknaðar miklar fjárfúlgur til að lækka heildar há- vaðamengunina. Oftast verða þegnarnir að greiða þetta sjálfir með auknum skattgreiðslum í einni eða annarri mynd. Heilbrigðiseftirlit ríkisins og síðar Hollustuvernd ríkisins, Mengunarvarnir, hafa að undan- förnu gert athuganir á umhverf- ishávaða á Akranesi í samráði við heilbrigðisnefndina og heilbrigð- isfulltrúann Guðna Halldórsson. Mynd 1 sýnir Leq(2 mín) hljóð- stigsmæligildi mæld á hinum ýmsu tímum sólanhringsins. Mælistaður er gatnaiþót Vest- urgötu og Stillholts á Akranesi. Brotna línan sýnir dægsta skynjaða bakgrunnshávaða xá sama tíma. Mælingarnar fórþ ekki fram sama sólarhringinn. AÍ þessum frummælingum sést, aiS umhverfíshávaðinn frá um- ferðinni eykst hratt milli kl. 06 - 08 og nær hámarki um kl. 13 - 14, en sígur síðan niður í „svefndal- inn” aftur. Þetta er í raun línurit yfir tæknivædda hávaðamengun nútímans. Það er því að verða eitt af helstu baráttumálum hvers sveitarfélags að geta boðið þegn- urn sínum upp á sem dýpsta „svefndali”, og að sjá til þess að þeir vari sem lengst yfir nóttina. Þannig verður best stuðlað að fullkominni svefnró íbúanna, sem síðar skilar sér til baka með betri vellíðan. Inn á þessa mynd er svo rituð breið lína nærri óbreytt yfir 63 dB (A) allan sólar- hringinn og táknar hávaða af völdum verksmiðjureksturs mælt við gatnamót og á gangstétt rétt utan við herbergisglugga íbúðar- húss á Akranesi. Myndinni er því ætlað að sýna dæmigert tilfelli, þar sem ríkir friðsæld og ró yfir viðkvæmasta svefntímann, þar sem umhverfishávaðinn kemst niður í um 40-41 dB (A). Og hins vega stöðugt hávaðaáreiti allan sólarhringinn frá verksmiðju- rekstri um 63 dB (A) og því til við- bótar aukinn hávaða frá umferð yfír dagtímann. Áhrif hávaða á svefn. Sett hafa verið mörk eða við- miðunarreglur um hugsanleg áhrif hávaða á svefn fólks (17). Helstu atriði sem talin eru valda svefntruflunum vegna hávaða eru m.a. þessi: aý Hágildi 10-15 dB (A) hærri en bakgrunnsgildi. b) Talið er að við LCq50 dB (A) styttist svefnstig 3-4. c) Talið er að við Leq45 dB (A) styttistsvefnstig 1-2. d) Talið er að við LCq35 dB (A) geti fólk almennt náð full- komnum svefni og góðri hvíld á sem stystum tíma. Miðað er hér við jafngildis hljóðstigið innandyra. Til að sýna betur hvað við er átt voru þessi dæmigerðu svefnstig teiknuð inn á mynd 1 og stig 4 látið nema við 50 dB (A) á kvarð- anum. Þetta er spegilmynd af sama línuriti sem birtist í frétta- bréfi um heilbrigðismál, rit 1/ 1980, en þar skrifar Ingólfur S. Sveinsson, geðlæknir, mjög fróð- lega grein um svefn og hvíld. Heildarmarkmið: Alþingi hefur með lögum nr. 50/1981 markað nýja stefnu og viljayfirlýsingu um allt er varðar vernd gegn óæskilegum áhrifum frá umhverfinu til þegnanna. Hollustuvernd ríkisins er nú ætl- að það hlutverk að hafa heildar- yfírsýn yfir þessi málefni og þar með að tryggja landsmönnum svo heilnæm lífsskilyrði, sem á hverj- um tíma eru tök á að veita. Heimildir. 1. Baldur Johnsen, yfirlæknir, forstöðu- maður. Hávaði og heilsufar. Frétta- bréf um heilbrigðismál 5. tbl. 1962. 2. Baldur Johnsen, yfirlæknir og Sig- urður Þorkelsson, verkfr. Umhverfis- hávaða mælingar v/ Grettisgötu 22, 1964 (íhandriti). 3. Gylfi Baldursson, forstöðumaður og Skúli G. Johnsen, borgarl. Heyrnarmælingar á vinnustöðum. 4. Stefán Einarsson, verkfr. Hlóðtækni- fræði. Rit Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins 1976. 5. Torfi Þ. Guðmundsson og Trausti Eiríksson, verkfr. Hávaði í fisk- vinnsluhúsum. Tæknitíðindi nr. 81. Rit Rannsóknarst. fiskiðnaðarins. 6. Baldur Jónasson, verkfr. Hávaði í flskiskipum. Siglingamál nr. 8 mái 1977. 7. Stefán Guðjohnsen, tæknifr. Hljóð- tæknifræði — hávaðamál. Iðnaðar- mannablaðið2. tb. 1978. 8. Sigurður Bjarklind, heilbr.fulltrúi. Hávaði á vinnustað. Iðnaðarmál 1. tbl. 1979. 9. Harald Hölsvík, tæknim. Hávaði. Mælingar á umhverfishávaða. Stjórn- un hávaðavarna. 10. Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðis- 30

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.