Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 33

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 33
tækustu dæmin eru fjöldi fiski- mjölsverksmiðja um land allt, sem hingað til hafa flestar hverjar ekki verið búnar neinum meng- unarvarnatækjum fólki, mörgu hverju að minnsta kosti, til mikilla ama og óþæginda. Mengun frá fiski- mjölsverksmiðjum er dæmi um mengun, sem sést og finnst og því enginn í vafa um, að hún er til staðar. Mörg fleiri dæmi um slíka mengun höfum við hér á landi, og er oft yfir henni kvartað. Skor- steinar og ýmis útblástursop opn- ast í íbúðahverfum og ekki nægi- lega vel frá þeim gengið, óheftur bruni á ýmis konar úrgangi, lykt frá skreiðarhjöllum og öðrum fiskþurrkunarhúsum, óheppi- lega staðsettum, og þannig mætti lengi telja. Ljóst er, að mengun getur verið mjög afstæð. Það sem telst meng- un á einum stað, þarf ekki að vera það á öðrum. Það sem hér um ræður miklu, er cinkenni þess staðar, þar sem mengunin á sér stað. Með því að taka markvisst tillit til til slíks við skipulagningu má mjög draga úr óþægindum af völdum loftmengunar, án þess að magn mengunarefna þurfi að minnka. Einnig er það vel þekkt fyrirbrigði, að með batnandi lífs- kjörum aukast kröfurnar, sem gerðar eru til mengunarvarna. Búnaður til að minnka magn mengunarefna verður þá oft nauðsynlegur. Hér á landi eru nokkur stór fyrirtæki, sem eru loftmengandi. Frá fyrirtækjunum kemur mikið ar mengunarefnum, þannig að búa verður þau mengunarvarna- tækjum. Ahrif mengunar frá þessum fyrirtækjum er að sjálf- sögðu mjög háð því, hve vel þessi mengunarvarnabúnaður virkar. Arið -1972-var sett reglugerð nr. 164, sem gerði mengandi atvinnurekstri að afla sér starfs- leyfís, en í þeim koma fram þær kröfur, sem gerðar eru til meng- unarvarna í viðkomandi fyrir- tækjum. Reglugerðin er sett með stoð í eiturefnalögunum og því mjög takmörkuð. Með tilkomu laga nr. 50/1981 er skotið traustari fótum undir slíkar regl- ur. Gert er ráð fyrir, að einn liður væntanlegrar mengunarvarna- reglugerðar verði einmitt um starfsleyfi til handa mengandi atvinnurekstri, og þarf þá ekki eingöngu að vera um mengun vegna eiturefna og hættulegra efnaaðræða. í þéttbýli er alltaf þó nokkur loftmengun. Þá mengun verður að skoða með öðrum hætti en mengun frá fyrirtækjum. Þar er ekki um eina mengunarupp- sprettu að ræða heldur fjölmarg- ar smáar, sem leggja saman, og er dreifing mengunarefnanna auk þess með gjörólíkum hætti. Oftast eru bifreiðar versti mengunar- valdurinn, a.m.k. þar sem kynd- ing húsnæðis með kolum eða olíu er ekki almenn. Um mælingar á loftmengun. í aðalatriðum er um tvenns konar mælingar að ræða, þ.e. mælingar, sem framkvæmdar eru í útblæstri, og hins vegar mæl- ingar, sem framkvæmdar eru í umhverfmu sjálfu. útblást- ursmælingar veita upplýsingar um magn mengunarefna, sem út í umhverfið fara, og geta þannig t.d. verið framkvæmdar sem eftirlitsmælingar með starfsleyfi. Umhverfismælingar veita upp- lýsingar um loftgæðin, dreifingu mengunarefna, hvaðan þau koma o.s.frv. Umhverfismæl- ingar eru mjög erfiðar mælingar, þar sem yfirleitt er um mjög lága styrki að ræða, og sveiflur geta verið miklar vegna ýmissa um- hverfisþáttaa. Þess vegna þurfa slíkar mælingar að standa yfir í langan tíma ef vel á að vera. Nokkuð hefur verið gert af mælingum hér á landi. Þannig hafa eiturefnanefnd og Iðn- tæknistofnun gert nokkrar mæl- ingar á t.d. köfnunarefnisoxidum í nágrenni Áburðarverksmiðj- unnar og í Reykjavík og brenni- steinsdioxidið og fluor í grennd við Álverið. Fluornefnd hefur fylgst með áhrifum fluor- mengunar frá Álverinu. Loft- gæðarannsóknir hafa verið fram- kvæmdar á Grundartanga, og ný- lega birtust niðurstöður frá H.V.R. um köfnunar- efnisoxidmengun í nágrenni Áburðarverksmiðju ríkisins. I stórum dráttum verður samt að segja, að loftmengunar- mælingar hafi verið vanræktar hér á landi. Fyrst og fremst er um að kenna, að eftirlitsaðilum hefur ekki verið búin sú aðstaða, að þeir geti svo vel sé framkvæmt slíkar mælingar, því hafa skipulegar út- blást.ursmælingar og umhverf- ismælingar ekki verið mögulegar. Mengunarvörnum eru slíkar mælingar hins vegar nauðsyn, og mun verða unnið að því að skapa aðstöðu til mengunarmælinga, sem hæfa umfangi starfseminnar hverju sinni. Með hverjum hætti er annars hægt að fylgjast með, að starfsleyfi séu haldin? Nauðsyn- legt er að safna upplýsingum um loftgæði á ýmsum stöðum bæði til að rökstyðja aðgerðir eða aðgerð- arleysi og eins til viðmiðunar við seinni tíma. Hvernig getum við annars fengið upplýsingar um, í hvaða átt þróunin stefnir? Svör við spurningum, eins og t.d. hve mikið af loftmengun, sem hér er, kemur frá okkur sjálfum og hve mikið er að flutt, fást ekki nema að undangengnum mælingum, en að fá svör við slíku er fyrir okk- ur, ef ekki nauðsyn, þá a.m.k. mjög áhugavert. Ólafur Pétursson, forstöðu- maður. 33

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.