Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Qupperneq 3
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
3
gk SKIPULAGS- Höfuðborgarsvæðisins | m m ■ MAL
□ Þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu / Birgir H. Sigurðsson Bls. 5
□ Stjórn og skipulag borgarsvæða / Bjarki Jóhannesson 13
□ Stórt aðalskipulag / Svæðaskipulag / Birgir H. Sigurðsson 15
□ Trjáræktarstefna á höfuðborgarsvæðinu / Pétur Jónsson 19
□ Útivist og frítímaiðja — Tillaga að stefnumörkun / Birgir H. Sigurðsson 21
□ Um skóla og skipulagsmál / Helgi Jónasson 23
□ Skipulagsmál með tilliti til brunavarna / Þórir Hilmarsson 25
□ Þekkingarstarfsemi og skipulag / Vilhjálmur Lúðvíksson 31
□ Umferðarforsagnir — til hvers — fyrir hvern / Þórarinn Hjaltason 33
□ Fjarkönnun og skipulag / Emil Bóasson 34
□ Notkun myndbandakerfis í skipulagi / Birgir H. Sigurðsson 36
FRAMTÍÐARÞRÓUN
HÖFUÐB ORG ARS VÆÐISINS
A næstu mánuðum er ráðgert að
tekin verði afstaða til margra þátta
svæðaskipulags á höfuðborgarsvæð-
inu og að svæðaskipulag fyrir höf-
uðborgarsvæðið í heild verði lagt
fram til umræðu og ákvarðanatöku
um mitt næsta ár. Undirbúningur
þessarar ákvarðanatöku, upplýs-
ingasöfnun og rannsóknir hafa leitt
mörg atriði í Ijós sem nauðsynlegt
er að taka sameiginlega afstöðu til.
Mörg mál krefjast frekari rann-
sókna og ekki hefur verið unnt að
sinna fjölmörgum málefnum sem
eru mikilvæg fyrir framtíðarþróun
svæðisins.
Haldgóðar upplýsingar um höfuð-
borgarsvæðið, jarðfræði þess, nátt-
úrufræði, veðurfræði, mannfjölda,
fasteignir og atvinnulíf svo eitthvað
sé nefnt eru t.d. algerlega nauðsyn-
legar fyrir þá sem þurfa að taka
ákvarðanir um framtíð þessa svæð-
is, ef þessi ákvarðanataka á ekki að
eiga sér stað að verulegu leyti í
blindni. Mjög misjafnt er hve hald-
góðar upplýsingar eru til um þau
svið sem hér um ræðir, og mjög
bagalegt er að ýmsar opinberar
rannsóknastofnanir á höfuðborgar-
svæðinu skuli ekki telja sér skylt,
án sérstakrar greiðslu, að hafa til-
tækar nothæfar upplýsingar á sínu
sérsviði um þetta svæði, þar sem
röskur helmingur þjóðarinnar býr.
Þær ákvarðanir sem teknar eru við
skipulag, og sú stefna sem þar er
mótuð reynist oft afdriíarík og oft
er bæði óhægt og dýrt að söðla um
ef þessar ákvarðanir eru ekki nógu
vel grundaðar. Þótt oft sé æskilegt
að halda sem flestum möguleikum
opnum þá verða ákvarðanir um
fjárfestingu í ýmsum kerfum höfuð-
borgarsvæðisins (t.d. samgöngu-
kerfi, vatnsveitum,, menntakerfi og
heilsugæslu) að taka mið af ein-
hverri ákveðinni framtíðarþróun,
ef vel á að vera. Ef þessi stefna er
ekki ákveðin, eða ef tæknimenn
þurfa að gefa sér ólíkar forsendur
við skipulag þessara kerfa er mikil
hætta á því að það takmarkaða fjár-
magn sem við höfum til ráðstöfunar
nýtist mjög illa.
Á Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins hafa nú verið settar fram
grófar hugmyundir um framtíðar
byggðaþróun á byggingarhæfu
landi á höfuðborgarsvæðinu næstu
áratugi. Einnig hefur verið gerð
grein fyrir líklegri þróun þessa
svæðis á mörgum sviðum, og leitast
við að leiða í ljós ýmiss vandamál
sem henni eru tengd. Miklu skiptir
að þeir sem tengjast þessari ákvarð-
anatöku sem nú fer í hönd geri sér
fulla grein fyrir eðli þeirra mála
sem hér er verið að leitast við að
ákveða; hve sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu eru nátengd á mörg-
um sviðum, og hve mikilvægt er að
hafa sameiginlega viðmiðun, við
ákvarðanir innan hvers sveitarfé-
lags.
GESTUR ÓLAFSSON.