Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 15
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
15
Birgir H. Sigurðsson
SVÆÐISSKIPULAG —
STÓRT SVÆÐISSKIPULAG
Dæmi um stflfærða mynd sem notuð er í „STRUCTURE“ skipulagi.
í þessari grein verður m.a. fjallað
um gerð og hlutverk skipulagsáætl-
ana, einkum svæðis- og aðalskipu-
lags. Er gerður einhver greinar-
munur á þessu tvennu hér á landi,
er meðal spurninga sem komið
verður inná enn fremur hvort þörf
er á breyttum viðhorfum í gerð
skipulagsáætlana eða hvort við
munum halda áfram að gera skipu-
lagsáætlanir í anda „Bredsdorffs-
bókarinnar".
1. Það er fjöldinn allur af spurning-
um sem koma upp þegar rætt er um
þróun byggðar. En fyrst og fremst
velta skipulagsfræðingar fyrir sér
spurningum um hin ýmsu „kerfi“
sem byggðin samanstendur af, -
ástandi þeirra, hvar vandamálin
eða hnökrarnir liggja, bæði innan
þeirra sem og á milli þeirra. Hvaða
úrbætur koma til greina eða eru
æskilegar? Þegar fjármagn til fram-
kvæmda er af skornum skammti
(sem það er yfirleitt) hvaða úrbóta
er þörf og hvar skal byrja.
Víða erlendis, eins og í ná-
grannalöndum okkar, hafa skipu-
lagsfræðingar tileinkað sér ákveðin
vinnubrögð í byggða og bæjaskipu-
lagi. Lög og reglugerðir þessara
landa kveða yfirleitt ennfremur
skýrt á um alla framkvæmd, t.d.
hvers ábyrgðin sé; hver vinni þær; í
hvers höndum framkvæmdir skulu
vera og síðast en ekki síst hvernig
skuli fjármagna helstu þættina í
byggðaþróuninni. Yfirleitt er greint
á milli nokkurra gerða af skipulags-
áætlunum og fer sú skipting fyrst og
fremst eftir því hvað er verið að
skipuleggja og fyrir hverja. Nefna
má í þessu sambandi: „national,
regional structure, commune, gen-
eral local, district subject plan“ og
þannig mætti áfram telja. Gerður
er skýr greinarmunur á hverri þess-
ara tegundar skipulagsáætlunar
fyrir sig og hvaða vinnuaðferð er
notuð í það og það skiptið. Til
dæmis forðast breskir skipulags-
fræðingar sem heitan eldinn öll
smáatriði þegar „struktur plan“ er
unnið. Þeim er auðvita ekki
gleymt, en reynt er að eyða sem
minnstum tíma í þau, miklu frekar
eru einhverjar meginlínur ígrund-
aðar gaumgæfilega, - aðalatriðin. í
breskri skipulagslöggjöf er t.d.
skipuleggjendum uppálagt að öll
kort í „struktur planinu" skulu vera
stflfærð til að reyna að forða þeim
er um þau fjalla að detta í „smáatr-
iðapyttinn“. Sú mikla hagræðing
sem felst í svona vinnubrögðum, ég
tala nú ekki um tímasparnaðinn
sem í þeim fellst hefur verið bresk-
um skipulagsyfirvöldum ljós um
nokkuð langt skeið.
2. Sú staðreynd, að það geti verið
til fleiri en ein „gerð“ skipulags-
áætlana er einnig þekkt hér á landi.
Og það eru jafnvel þó nokkur ár
síðan hérlendir skipulagsfrömuðir,
lög og reglugerðir fóru að fjalla um
t.d. aðalskipulag og deiliskipulag. í
aðalskipulaginu skyldu grófu drætt-
irnir í uppbyggingu byggðarinnar
teknir fyrir, en deiliskipulagið
smærri atriðin þ.e. nánari útfærsla á
þeim þáttum sem aðalskipulagið
fjallaði um. En menn hafa verið í
stökustu vandræðum með hugtakið
„svæðisskipulag“. Hvert er hlut-
verk þess? Er svæðisskipulag að-
eins aðalskipulag sem nær til fleiri
en eins sveitarfélags, - einskonar
„Stórt aðalskipulag"? Því eigi að
vinna það á nákvæmlega sama hátt
og aðalskipulagið. Nánar um það
síðar.
Einhver læddi því inn í umræðuna
um þessi mál að, engar breytingar
hafi átt sér stað í gerð skipulags-
áætlana hér á landi síðan Breds-
dorffs bókin var gefin út, öðru
nafni Aðalskipulag Reykjavíkur
1962-83. Vissulega var bókin tíma-
mótaverk í íslenskri skipulagssögu
og það einnig, þó víðar væri leitað.
Þvílíkt og annað eins ritverk í
skipulagi hafði aldrei verið sett
saman hér á landi og verður að
líkindum aldrei gert framar. Svo
mikil er bókin í smíðum að allar
dagsetningar fóru úr böndum við
gerð hennar. Þær eru líklega ekki
margar byggðaáætlanirnar sem eru