Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 29
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
29
Til samanburðar eru hér tölur um
bein brunatjón frá World Fire Stati-
stics Centre í Genf, útgefnar í mars
á þessu ári. Tölurnar eru byggðar á
árunum 1979, sem % af vergri
þjóðarframleiðslu landanna:
Ungverjaland 0,11
Japan 0,12
Spánn 0,18
Austurríki 0,21
Holland 0,21
Bretland 0,21
Finnland 0,25
Bandaríkin 0,26
Svíþjóð 0,30
Frakkland 0,32
Danmörk 0,36
Noregur 0,37
Ef við leyfum okkur að taka meðal-
tal 3-ára (1981, 1982 og 1983) fáum
við fyrir ísland, að beint bruatjón
sem hlutfall af vergri þjóðarfram-
leiðslu - 0,16 sem verður að teljast
þolanlegt.
DAUÐSFÖLL í BRUNUM Á
ÍSLANDI
Samkvæmt upplýsingum frá Slysa-
varnafélagi íslands hafa dauðsföll í
brunum á íslandi árin 1981-1983
verið sem hér segir:
1981 4 menn
1982 2 menn
1983 5 menn (þar af 3 á m/b
Gunnjóni)
Meðaltal þriggja ára er 1,57 pr. 100
þús. íbúa.
til samanburðar eru hér fram settar
tölur útgefnar í mars 1984 frá
World Fire Statistics Centre í Genf,
byggðar á árunum 1979 og 1980:
Sviss 0,64 dauðsf. pr. 100 þús. íbúa
Holland 0,64
Austurríki 1,00
Spánn 1,25
Danmörk 1,33
Svíþjóð 1,80
Japan 1,80
Frakkland 1,90
Noregur 2,27
Bretland 2,39
Finnland 2,64
Ungverjaland 2,64
Bandaríkin 3,64
Það má segja, að ísland sé hér í
„góðu“ meðallagi.
SKIPULAGSMÁL
Ljóst má vera, að það hefur þjóðfé-
lagslega geysimikla þýðingu að rétt
og vel sé staðið að allri mannvirkja-
gerð með hliðsjón af brunavörnum.
Skipulagsmálin eru í því efni engin
undantekning.
Um svo yfirgripsmikinn málaflokk
er að ræða, að þess er enginn kost-
ur að gera honum viðhlítandi skil í
stuttu máli. Úrlausnir fara eftir að-
stæðum hverju sinni og því erfitt að
gefa lausnir fyrirfram.
Eftirfarandi má þó tiltaka:
1) Bil millihúsa er afgerandi þáttur,
til að fyrirbyggja útbreiðslu elds.
Einnig skipta máli ýmis önnur atr-
iði í þessu sambandi, s.s. bygging-
arefni, stærð glugga og annarra
opa, hæð húsa og stærðir bruahólfa
í einu og sama húsi.
Þegar unnið er aðskipulagi stórra
byggðarkjarna, t.d. iðnaðarsvæða
eða miðbæjarkjarna, þarf að taka
fullt tillit til útbreiðsluhættu milli
húsa eða húshluta.
Sé ekki hugað að þessum málum
strax í upphafi geta síðari kröfur frá
brunamálayfirvöldum orðið mjög
kostnaðarsamar.
2) Aðstaða til slökkvistarfa og
björgunar á fólki úr brennandi hús-
um er veigamikill þáttur við skipu-
lag.
Sé ekki rétt á þeim málum tekið,
getur svo farið að brunamálayfir-
völd neyðist til að hindra fyrirhug-
uð byggingaráform eða þurfi að
fara fram á mjög kostnaðarsamar
aðgerðir, til að tryggja slökkvi- og
björgunarstörf í hugsanlegum stór-
eldsvoðum.
3) Fjarlægð til slökkvistöðva er
þáttur í skipulagi stórra byggðar-
laga.
Til að skýra það mál nánar verða
hér settar fram upplýsingar úr
norsku brunamálareglugerðinni,
Forskrifter om brannvesenets störr-
else, organisasjon og utstyr, 2.
grein:
Þar segir að slökkvistöðvar með
fullnægjandi tækjabúnað og mann-
skap skuli staðsetja þannig, að við-
bragðstíminn frá því að útkall berst
þar til slökkvilið er komið á bruna-
stað skuli mest vera:
5-10 mínútur: Eldri timburhúsa-
hverfi, verslunargötur, (4-10 km)
meiri háttar iðnaðarsvæði, meiri
háttar vörugeymslur, sjúkrahús,
elliheimili, skólar o.fl., fjölbýlishús
4-8 hæða, hús yfir 8 hæðir.
10-15 mínútur: íbúðarhús 3-hæða
og lægri, smáhúsaþyrpingar, (10-15
km) meiri háttar iðnaðarsvæði.
15-30 mínútur: íbúðarhverfi 1-2
hæða á stórum lóðum og almenn
bændabýli.
4) Vatn til slökkvistarfa er ætíð
mjög veigamikill þáttur, sem taka
verður fullt tillit til við gerð skipu-
lags.
Það er ekki fjarri lagi að reikna
megi með að vatnsþörf slökkviliða
sé um 1 mínútulíter fyrir hvern m3
byggingar í einni og sömu bruna-
samstæðu (A-60 brunahólfun).
Þetta mundi til dæmis þýða, að
1900 m2 vöruskemma með 4,5 m
meðal lofthæð í einu hólfi um 8500
1/mín. af vatni til slökkvistarfs.
Samkvæmt enskum heimildum er
meðal vatnsþörf þar í landi í stór-
eldsvoðum talin vera um 17000 1/
mín.
Þetta þýðir að gera verður sérstaka
athugun á vatnsveitu- málum og
legu vatnsbóla við gerð skipulags,
til að tryggja nægilegt vatn til
slökkvistarfs.
Stórbyggingar má ekki setja niður
þar sem hætta er á skorti á vatni.
Vatnslagnir í götum þurfa að vera
nægilega víðar og vatnsþrýstingur
fullnægjandi. Oft geta sjálfvirk
vatnsúðakerfi létt mjög álagið á
bæjarveitur, þar sem sprinklerkerfi
nota mun minna vatn, heldur en
dælur slökkviliðsins í allra flestum
tilvikum.
Oft má taka tillit til vatnsbóla s.s.
stöðuvatn, sundlauga eða sjávar.
Hagkvæmt getur verið að staðsetja
meiriháttar mannvirki við slík
„vatnsból“.