Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Blaðsíða 31

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Blaðsíða 31
SKIPULAGSMAL HOFUÐBORGARSVÆÐISINS 31 Vilhjálmur Lúðvíksson ÞEKKINGARSTARFSEMI OG SKIPULAG INNGANGUR Á síðastliðnu ári var gengið frá sögulegu samkomulagi milli ríkis og Reykjavíkurborgar um makaskipti á löndum og landnotkun á svæðinu umhverfis Keldur, Keldnaholt og Grafarholt. Reykjavíkurborg hafði lengi sóst eftir hluta af 155 ha landi Keldna til íbúðarbyggðar. Forsvars- menn háskólans og Tilraunastöðv- arinnar í meinafræði á Keldum vildu ekki rýra landrými stöðvar- innar, bæði vegna nauðsynjar á því að geta einangrað stöðina við vissar aðstæður og vegna framtíðarþarfa háskólans og stofnunarinnar. Rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna ráða yfir 48 ha erfðafestulands í Keldnaholti og hafði Reykjavíkur- borg látið að því liggja að þeim samningi yrði sagt upp og hluti af því landi tekinn til baka ef ekki næðust samningar. í athugun á landrýmisþörf Háskóla Islands og rannsóknastofnana at- vinnuveganna til næstu 50 ára, sem menntamálaráðuneytið lét gera áður en gengið var til samninga við Reykjavíkurborg, kom fram að vöxtur í starfsemi þessara stofnana allt frá byrjun aldarinnar hefur ver- ið mun örari en vöxtur þjóðarfram- leiðslu á sama tímabili. Vöxturinn hefur verið nánast veldislægur (ex- ponential) allt tímabilið, um 5-6% ári í rannsóknastarfseminni og um 7-8% á ári í fjölgun háskólastúd- enta samanborið við um 4% meðal- vöxt þjóðarframleiðslu frá stríðs- lokum. Sterkar líkur benda til þess að innan 50 ára verði full þörf fyrir allt svæði Keldna og Keldnaholts ásamt vestursvæði háskólans fyrir kennslu, rannsóknir og tengda starfsemi, þ.á.m. hátækniiðnað, sem tengdist rannsóknastarfsem- inni. Með samkomulaginu sem náðist er tryggt áfram jafnmikið land og áður í ríkiseign, alls rúmir 155 ha, sem ætlað er til starfsemi háskólans og rannsóknastofnana í þágu atvinnu- veganna. Einnig er samkomulag um að Reykjavíkurborg leggi til 20-25ha lands í vestan- og norðan- verðu Grafarholti undir rann- sóknastarfsemi og iðnað, sem tengst getur rannsóknastarfsem- inni. Loks sömdu aðilar um að gera sam- eiginlega deiliskipulagsáætlun fyrir svæðið í heild og skipuðu 4ra manna samvinnunefnd til þess að sjá um það. í samkomulaginu er að finna stefnumótandi ákvæði um að beina tæknivæddum iðnaði inn á svæðið er notið geti góðs af návist rannsóknastarfsemi og æðri skóla og stuðla þannig að víxlverkan og aukinni samvinnu milli þessara að- ila. Á síðari árum hafa augu mann um allan heim beinst að þætti tækni- þekkingar og vísinda sem undir- stöðu efnahags- og þjóðfélagsfram- fara. Rafeinda-, tölvu- og upplýs-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.