Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 33
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
33
mannleg samskipti, samstarf
manna með mismunandi reynslu, -
sérstaklega náið samband þeirra
sem þekkja kröfur markaðarins og
þeirra sem tækniþekkinguna hafa.
Skynsamlegt skipulag getur án efa
haft mikil áhrif í þá átt að hvetja til
samskipta milli manna og rriilli
stofnana. Við gerð deiliskipulags-
áætlana fyrir Keldnaholts- og Keld-
nasvæðið gefst ágætt tækifæri til að
efla íslenska þekkingarstarfsemi í
þágu atvinnulífs í landinu.
Fleira þarf þó að koma til en skipu-
lag. Mikilvægast er að rann-
sóknastofnanir og atvinnulífið finni
gagnkvæman hag sinn af samskipt-
unum og að fyrirtæki leggi meira til
rannsókna- og þróunarstarfsemi en
hingað til. Hið opinbera getur hvatt
til þess með því að bjóða framlög til
samstarfsverkefna fyrirtækja og op-
inberra stofnana. Fjármagn til að
kosta einstök verkefni er því lykil-
atriði, sem hleypt getur lífi í þau
samskipti, sem hér um ræðir.
Þórarinn Hjaltason
UMFERÐARFORSAG NIR -
TIL HVERS - FYRIR HVERN?
Dagana 28. - 29. maí s.l. var haldin
ráðstefna í Lyngby í Danmörku um
ofangreint efni. Ráðstefnan var
haldin á vegum NKTF (Nordisk
komité for transportforskning) og
fór fram í Danmarks tekniske höj-
skole.
Þeir sem sóttu ráðstefnuna voru
eingöngu Norðurlandabúar, aðal-
lega tæknimenn. Frá íslandi sóttu
ráðstefnuna Baldvin Baldvinsson
verkfræðingur við Borgarskipulag
Reykjavíkur, Gunnar H. Jóhannes-
son yfirverkfræðingur hjá Akureyr-
arbæ, Jón Rögnvaldsson yfirverk-
fræðingur hjá Vegagerð ríkisins,
Júlíus Sólnes prófessor, Sigurjón
Fjeldsted borgarfulltrúi í Reykjavík
og Þórarinn Hjaltason verkfræðing-
ur á Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins.
Á ráðstefnunni var bæði fjallað al-
mennt um umferðarforsagnir, gildi
þeirra, tilgang, óvissu o.fl. og eins
voru tekin fyrir ákveðin tilfelli.
Athygli vakti, hve reynsla manna af
umferðarforsögnum var misjöfn og
afstaða manna til þeirra ólík. Sem
dæmi um tilgangslausar umferðar-
forsagnir má nefna Farö-brýrnar í
Danmörku. Þar var miklum fjár-
munum og tíma varið í verkfræði-
lega úttekt á mismunandi valkost-
um fyrir vegar- og brúarstæði (um-
ferðarforsagnir, arðsemisútreikn-
ingar o.fl.). Við ákvarðanatöku var
hins vegar ekki stuðst við niður-
stöður þessara athugana.
Á hinn bóginn voru líka á ráðstefn-
unni fulltrúar þeirra, sem trúa á og
nota flókin reiknilíkön við gerð um-
ferðarforsagna. Voru það einkum
Svíar og kom fram að í Svíþjóð er
töluverðu fé varið í bæði fræðileg
og hagnýt verkefni á þessu sviði. í
erindum Svíanna komu ekki fram
neinar efasemdir um gildi þessara
reiknilíkana.
Margir söknuðu fleiri fulltrúa frá
notendum umferðarforsagna, þ.e.
stjórnmálamanna. Enginn frum-
mælenda var stjórnmálamaður, en
hins vegar var Júlíus Sólnes, bæjar-
fulltrúi á Seltjarnarnesi meðal þátt-
takenda í panelumræðum, sem
voru í lok ráðstefnunnar. Hann
lagði fram skemmtilega uppskrift
um það, hvernig stjórnmálamenn
geta misnotað umferðarforsagnir í
sína þágu: Ef leggja á út í vinsæla
en óarðbæra framkvæmd þá þarf
bara að láta nógu marga aðila spá
um umferðarmagn og reikna arð-
semi og taka síðan ákvörðun á
grundvelli hagstæðustu niðurstöðu.
Gjarnan má taka ýmsa félagslega
þætti með í reikninginn, þó þeim sé
venjulega sleppt við útreikninga á
arðsemi annarra mannvirkja.
Fyrirlestrar ráðstefnunnar eða út-
drættir úr þeim liggja frammi á
Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins,