Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Blaðsíða 34

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Blaðsíða 34
SKIPULAGSMAL HOFUÐBORGARSVÆÐISINS 34 Emil Bóasson FJARKÖNNUN OG SKIPULAG í greininni verður leitað svara við þeirri spurningu hvort fjarkönnun úr gervihnöttum geti komið að gagni við vinnu og undirbúning að skipulagsmálum bæja og borga. INNGANGUR Fjarkönnun úr gervihnöttum á sér stutta sögu eða um aldarfjórðung. Hagnýting gagna úr gervihnöttum var framan af og reyndar enn, fyrst og fremst miðuð við hernaðarlega hagsmuni þeirra er komu þeim á loft, en á síðasta áratug rann það ljós upp fyrir vísindamönnum að meira en stríðsgagn mætti hafa af þessum rándýru tækjum. Gervihnettir hafa því verið notaðir í sí auknum mæli til að fylgjast með og kanna náttúrulegar auðlindir og ástand þeirra. Þannig má fylgjast með gróðri og gróðurhorfum úr gervihnöttum hitaskiptum sjávar, veðurfari, hafís, og gögn frá gervi- hnöttum þykja nauðsynleg þegar leitað er olíu og málma. Einnig hef- ur færst í vöxt á síðustu árum að fylgjast með vexti og þróun borga og bæja með aðstoð gagna frá gervihnöttum. Algengur er sá misskilningur að gögn frá gervihnöttum muni leysa af hólmi eldri aðferðir við upplýs- ingaöflun. Langt er í land að svo verði og trúlega aldrei. Þar eru mörg ljón á veginum og það helsta fjarlægðin en gervihnettir eru í rúmlega 900 km hæð yfir jörðu. Þetta er rétt að hafa í huga. HVAÐA GAGN MÁ HAFA AF GERVIHN ÖTTUM? Til er mikill fjöldi mismunandi gervihnatta sem nýta má á mismun- andi veg við skipulagsvinnu. Einn vinsælasti gervihnötturinn á vestur- hveli hefur verið sá er nefndur er LANDSAT. Þetta er bandarískur hnöttur sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur séð um rekst- ur á. Myndir frá þessum hnetti eða öllu heldur hnöttum, en þeir eru orðnir fjórir, hafa verið notaðar víða og í margvíslegum tilgangi. Sumar myndirnar eru það sem kall- aðar eru “fallegar“ og því notaðar til skrauts, en enn meira gagn hefur þó fengist af þeim þegar þær hafa verið notaðar til að kanna eðli yfir- borðs jarðar og fylgjast með breyt- ingum á gróðurfari. Einnig hafa myndir frá þessum gervihnöttum verið notaðar í allríkum mæli við gerð landnotkunarkorta víða um heim (Sabins, F.F., 1978). Gallar LANDSAT gervihnöttunum fylgja þeir agnúar að þeir “sjá“ aðeins í heiðskíru veðri og björtu. Þetta þýðir að myndir er aðeins hægt að gera á daginn en ekki nóttunni og alls ekki í slæmu skyggni. Þetta gildir einnig um flugvélar. Kostir Kosturinn við myndir sem aflað er með þessari tækni er hinsvegar, að þeirra er aflað jafnt og þétt allt árið um kring af sama landsvæði á átján daga fresti. Þannig má bera saman í sjónhending myndir frá mismun- andi tímum og athuga hvar og hvernig breytingar hafa orðið. Þetta er ódýrt og aðgengilegt miðað við það að taka hefðbundnar loft- ljósmyndir. HAGNTING VIÐ SKIPULAGSVINNU Mynd 1 Athugunarsvæðið umhverfis Hamilton, Ontario, Kanada, á mynd frá LANDSAT gervihnetti. Myndin sýnir svæði sem er u.þ.b. 25 x 25 km á stærð.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.