Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Page 35
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
35
Nota má gervihnattamyndir til að
skoða á einni mynd svæði sem ann-
ars þyrfti mikinn fjölda loftljós-
mynda af. Gæðin eru sjaldnast jafn-
góð og þegar um loftljósmyndir er
að ræða, en á móti kemur, að á
einni mynd má sjá svæði sem arin-
ars þyrfti tugi eða hundruð loftljós-
mynda til þess að ná yfir sama
svæði. Gera mætti allgóð landnotk-
unarkort með aðstoð gervihnatta í
mælikvarða 1:50.000 til hliðsjónar
við önnur kort og einnig má nota
þau til að fylgjast með breytingum
á vegum og strandiínum. (Ryerson,
R.A., et. al. 1982).
Ef hugsað er um kostnað þá er dýrt
að taka mikið af loftljósmyndum.
Það er háð veðri og vindum og
aðgangi að flugvél með viðeigandi
búnaði hvort slík myndataka getur
farið fram þegar hennar er þörf.
Jafnframt er ekki alltaf ástæða til
að taka myndir af öllu því svæði
sem myndir eru teknar af.
Loftmyndaflug er því aðeins flogið
þegar nauðsyn krefur og einhverjar
verklegar framkvæmdir eru fyrir-
hugaðar. Þar má nefna vegagerð,
nákvæmt skipulag bæja og gerð ár-
eiðanlegra landslagskorta. Ennþá
skortir á að til séu mjög áreiðanleg
landslagskort í mælikvarða
1:50.000 af íslandi og því þörf á að
endurnýja og bæta þau sem til eru.
Þegar góður kortgrunnur verður til
af landinu öllu má hagnýta gervi-
hnattamyndir til að endurbæta og
endurskoða þau kort sem fyrir eru,
fyrir aðeins brot af því sem það
kostar að endurskoða kortin á hefð-
bundinn hátt.
Aðferðin er í stuttu máli fólgin í því
að skoða myndir frá gervihnetti
með aðstoð tölvu og myndir af
sama svæði frá mismunandi tíma.
Tökum dæmi 5 eða 10 ára millibil.
Þá kemur fram á myndinni sem
gerð er úr þessum tveimur, svæði
þar sem einhverjar breytingar hafa
orðið. Borg hefur stækkað, skógur
minnkað, land blásið upp og
strandlína breyst. Aðrar breytingar
hafa e.t.v. ekki orðið. Á vegum
kanadísku landmælingastofnunar-
innar og Fjarkönnunarstofnunar
Kanada var gerð athugun á þessum
þætti. Leiddi athugunin í ljós að
með aðstoð LANDSAT-mynda
mætti fækka loftljósmyndum við
endurskoðun landslagskorta í mæli-
kvarðanum 1:50.000 um 90% og
minnka flugtíma um 85% en fá
samt fram þær breytingar sem orðið
höfðu á tímabilinu (Fleming, E.A.,
1980). Þetta mætti taka til athugun-
ar við skipulagsvinnu hér á landi.
Breytingar á landnotkun
Til þess að sýna fram á það sem hér
hefur verið sagt verður kynnt at-
hugun sem gerð var á því hvort
skoða mætti breytingar á landnotk-
un umhvefis borgina Hamilton,
Ontario í Kanada. í Hamilton og
nágrannabæjum eru um 500.000
íbúar. Borgin er mesta stáliðnaðar-
borg Kanada og er jafnframt í frjó-
samasta ávaxtaræktarhéraði lands-
ins sem er kennt við Niagara en þar
í grennd er einnig að finna órækt-
aða mýrarfláka. Svæðið sem tekið
var til athugunar er sýnt á mynd 1
og er u.þ.b. 25 x 25 km á stærð.
Mynd 1 er svart/hvít mynd af upp-
haflegri litmynd.
Aðferðin sem notuð er er sem hér
segir: Mynd frá LANDSAT gervi-
hnöttum, hin fyrri frá 6. júlí 1974
og hins síðari frá 12. júlí 1978
réttum fjórum árum síðar, eru
bornar saman með aðstoð tölvu. Á
mynd 2 er sýndur hluti myndanna.
Vinstra megin að ofan er hluti
myndarinnar frá 1974 og hægra
megin sami hluti af svæðinu fjórum
árum síðar. Rétt er að veita athygli
svæðunum sem merkt eru A og B.
Þau skera sig úr sem nær hvít þ.e.,
svæði A 1974 og svæði B 1978. Árið
1978 er svæði A svipað öðrum
byggðum svæðum en 1974 var
svæði B gróið land. Myndunum er
síðan varpað saman á myndinni að
neðan, þar sker svæði A sig úr sem
ljóst og svæði B er gráleitt. Til hlið-
sjónar er mynd 3 sem er smækkuð
mynd, upphaflega í mæli-
kvarðanum 1:10.000 þannig að á
henni er sýnt svæði sem er 2,3 x 2,3
km. Inn á myndina eru merkt svæð-
in A og B. (Bóasson, E., 1981).
Hvað var að gerast hvort ár?
Mynd 2
Hluti athugunarsvæðisins í júlí 1974,
sama svæði 1978 og svæðin lögð hvort
yfir annað. A og B eru svæði þar sem
nýbyggingar eiga sér stað.