Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Blaðsíða 37

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Blaðsíða 37
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 37 Birgir H. Sigurðsson NOTKUN MYNDBANDAKERFIS í SKIPULAGI 1. INNGANGUR Notkun myndbanda í atvinnulífinu; hjá opinberum aðilum og ekki síst innan fræðslukerfisins, hefur aukist mjög hratt síðustu árin. Þessum þremur aðilum er það sameiginlegt að þar fer fram stöðug, umfangs- mikil og oft á síðum kostnaðarsöm söfnun og miðlun upplýsinga og fróðleiks. Til skamms tíma hefur söfnun þessi og miðlun aðallega farið fram munnlega og skriflega. En það ger- ist nú æ algengara að upplýsingum og fróðleik ýmiskonar er miðlað með tölvum og sjónvarpskjám. Þó þessi tækni sé enn ekki mjög langt á veg komin hér á landi, - sérstaklega miðlun í gegnum myndbönd/ sjón- varp, þá gerast þær raddir æ hávær- ari sem hvetja til slíkrar notkunar. 2. NOTKUN MYNDBANDA VIÐ SKIPULAG Víða erlendis er notkun mynd- banda við gerð skipulags að ryðja sér til rúms í mjög ríkum mæli. Er það einkum í tengslum við almenna skipulagsvinnu, ákvarðanatöku og til kynningar á skipulagshugmynd- um t.d. meðal almennings. Þar er ennfremur fullyrt að framsetning og kynning á skipulagshugmyndum sé einn mikilvægasti þáttur skipu- lagsvinnunnar; í þessum efnum geti myndbandstæknin komið að mjög góðum notum. En kostir mynd- bandsins umfram talað og/eða ritað mál skulu ekki raktir. 3. MYNDBANDAKERFI Á SKIPULAGSSTOFUNNI Fyrir stuttu var keypt myndbanda- kerfi til nota á Skipulags- stofu höf- uðborgarsvæðisins. Fyrir valinu urðu VHS-kerfi af JVC og Pana- sonic gerð. Myndbandakerfi þetta samanstendur af tökuvél og skjá (sjá mund). Fyrirhuguð notkun þessa myndbandakerfis á Skipu- lagsstofunni má í grófum dráttum skipta í þrennt: 1. TIL GEYMSLU Á UPPLÝSINGUM í þessu sambandi mætti t.d. nefna þann möguleika að skrá skyggnu- safn Skipulagsstofunnar á mynd- bönd. Ennfremur mætti nota mynd- bandstæknina á svipaðan hátt við glæru- og kortasöfn stofunnar. 2. Á FUNDUM í tengslum við fundi, þar sem ákveðið fundarefni yrði flutt af myndbandi ýmist á Stofunni eða utan hennar. Á slíkt myndband væri hægt að gera stutta dagskrá (prógram) yfir viðfangsefnið, sýna myndir af vettvangi hugsanlegar úr- bætur (ef þannig háttar), blanda saman texta, mynd og tali viðkom- andi efnum o.s.frv. Það sem meira er, þessa sömu dagskrá væri hægt að endurtaka, - sýna hana fleirum, svo og til þess að rifja upp síðar. í þessu sambandi eru möguleikarnir mjög margir. Eins og fram hefur komið þá hefur myndbandanotkun í skipulagi færst mjög í vöxt. Það opnar því vissu- lega fyrir þann möguleika að kaupa inn eða leigja myndbönd að utan eins og frá Transport and Road Research Laboratory í Englandi svo dæmi séu tekin. Myndböndin væri hægt að nota til kynningar á fundum skipulagsaðila, meðal ráða- manna og víðar. 3. TIL FRAMLEIÐSLU Á MYNDBÖNDUM Á SVIÐI SKIPULAGS TIL DREIFINGAR Af nógu er að taka í þessum efnum. En til að gefa smá hugmynd, mætti nefna myndefni eins og „hvaða að- ferðum er mögulegt að beita við mat á umhverfisáhrif fram- kvæmda“. Annað myndband gæti fjallað um samræmt staðgreinikerfi fyrir höfuðborgarsvæðið. Það þriðja gæti fjallað um skipulag byggða og bæja til kynningar meðal almennings. Einnig væri hugsanlegt að nýta slíkt efni til fræðslu fyrir ákveðinn áhorfendahóp t.d. sveitarstjórnarmenn, skólafólk o.s.frv. r~ i ~i imi MYNDBAND TÖKUVÉL ________ S— FLYTJANLEGT MYNDBAND SKJÁR Myndbandakerfi skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.