Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Qupperneq 8
8
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985
firði, þar sem Flensborgarskóla var
breytt í fjölbrautaskóla og slíkum skóla
hefir nú verið komið á fót í Garðabæ og
öðrum í Kópavogi. Þessi þróun er eðileg
og sjálfsögð ef hún leiðir ekki til þess að
um offjárfestingu í skólahúsnæði og um-
fram framboð verði að ræða.
Þar sem vegalengdir eru tiltölulega litlar
innan höfuðborgarsvæðisins og fólk sæk-
ir vinnu sína daglega milli sveitarfélaga,
sýnist eðlilegast að nemendur í fram-
haldsnámi geri slíkt hið sama, ef hag-
kvæmt þykir. Óeðlilegt er að sveitarfélög
fari út í samkeppni um nemendur og
komi upp kennsluaðstöðu umfram þarfir
aðeins til þess að geta sagt að þessi eða
hinn framhaldsskólinn sé staðsettur í
sveitarfélaginu.
Nauðsynlegt er orðið að öll sveitarfélög á
svæðinu taki upp samvinnu sín á milli um
skipulag framhaldsnámsins, því svo virð-
ist að nú þegar sé nægjanlegt rými til fyrir
allt venjulegt framhaldsnám á þessu
svæði, en nokkuð skortir á að séð sé fyrir
aðstöðu fyrir ýmiss konar sérnám, sér-
staklega á verk- og tæknisviðum.
Þessi mál verða ekki leyst án þess að
ríkisvaldið sé aðili að ákvörðunum um
slíkt skipulag þar sem ríkisskólarnir taka
meiri hluta framhaldsnámsnema og ríkis-
valdið greiðir launakostnað í öllum fram-
haldsskólum.
Samvinna um þessi mál, eigi hún að ná
tilgangi sínum, verður að vera á veeum
sveitarfélaganna sjálfra með milliliða-
lausum viðræðum við menntamálaráðu-
neytið.
í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði eru starfandi sérstakar skrif-
stofur sem annast rekstur og skipulag
skólamála í umboði viðkomandi sveitar-
stjórna en í öðrum sveitarfélögum munu
aðalskrifstofur sveitarstjóranna sjá um
þessi mál.
Þetta eru þeir aðilar sem eðlilegast er að
vinni að því að koma sameiginlegu skipu-
lagi á þessi mál í samvinnu við ráðuneyt-
ið og með aðild Skipulagsstofu höfuð-
borgarsvæðisins.