Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 12

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 12
12 Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 Rannsókn ávana- og fíkniefnamála er í höndum lögreglustjóra hvers lögsagnarumdæmis samkv. lögum nr. 65, 1975 um ávana- og fíkniefnamál og hefur enn ekki orðið breyting á þeirri skipan eftir að rannsóknarlögregla ríkisins tók til starfa þrátt fyrir ákveðnar ráðagerðir við stofnun RLR, að rannsókn ávana- og fíkniefnamála yrði hjá RLR. Með þeirri skipan sem komst á við stofnun rannsóknarlögreglu ríkisins varð margvíslegur ávinningur. í þriðja lagi er með því að hafa rannsóknarstjórn á einni hendi komið í veg fyrir að rannsókn mála tefjist og verði fyrir spjöllum við sendingar fram og aftur milli umdæma. Höfuð- borgarsvæðið er nánast ein samfelld heild tengd góðum sam- göngum þar sem ýmis þjónusta og fleira er sameiginleg fyrir allt svæðið. Brotamenn komast auðveldlega um allt svæðið enda hefur mjög oft komið í ljós þegar mál upplýsast að sami eða sömu aðilar hafa sömu nóttina brotist inní t.d. hús, verslanir o.fl. í Reykjavík, Kópavogi , Garðakaupstað og Hafnarfirði. Fyrst er að nefna þá veigamiklu breytingu að dómsvald í opinberum málum og lögreglustjórn var aðskilið að nokkru. Með því að rannsóknarlögreglustjóra var falin löggæsla og rannsóknarstjórn meiri háttar brotamála á höfuðborgarsvæð- inu öllu var þessi aðskilnaður alger í Reykjavík því lögreglu- stjórinn í Reykjavik sem fer með stjórn almennrar löggæslu hefur ekki með höndum dómsstörf. Annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu og reyndar á landinu öllu fara bæjarfógetar, sýslumenn og lögreglustjórar með dómsvald jafnframt lögreglustjórn. í reynd er það svo um landið allt að rannsóknarlögregla ríkisins fer tíðast með rannsókn allra meiri háttar brotamála svo sem alvarlegustu hegningarlagabrot og eru því dómstörf og lögreglurannsóknir í þeim málaflokkum aðiskilin almennt. í öðru lagi varð mögulegt að mennta og þjálfa starfsfólk til rannsókna meiriháttar sakamála svo sem efnahags- og skatt- svika- og líkams- og manndrápsmála. Með því að beina rann- sókn meiri háttar mála á einn stað var einnig unnt að búa betur að þeirri stofnun með tækjum og tæknibúnaði sem er mjög dýr og krefst sérþjálfunar við notkun. Að því sem að framan er rakið verður að telja langeðlilegast að almenn löggæsla á höfuðborgarsvæðinu verði sett undir sameiginlega stjórn á sama hátt og stjórn rannsóknar og meðferð meiri háttar brotamála. Löggæsla yrði í öllu falli skilvirkari, fljótvirkari, öruggari og hagkvæmari, auk þess sem réttarfar yrði sniðið að hugmyndum og kröfum seinni tíma um algeran aðskilnað dómsvalds og lögreglustjórnar. Þróunin hér á landi hefur alfarið verið í þessa átt en segja má að fyrsta skrefið hafi verið stigið með lögum nr. 56, 1972 um lögreglu- menn, en þá komst öll lögreglan í landinu undir beina yfir- stjórn ríkisins, en stærsta skrefið er þó stofnun rannsóknarlög- reglu ríkisins. Þótt almenn löggæsla yrði sett undir stjórn eins embættismanns og höfuðborgarsvæðið gert að einu lögreglu- umdæmi þyrfti önnur skipan þeirra embætta sem á höfuðborg- arsvæðinu eru á engan hátt að raskast. Við sameiningu almennrar löggæslu yrði að gæta þess að þekking lögreglumanna á staðháttum og mönnum á hverju svæði fyrir sig glatist ekki en það má tryggja það með því að hafa verkaskiptingu á grundvallaratriðum eins og lögsagnar- umdæmin skipta svæðinu nú. Verkaskipting milli almennrar lögreglu og rannsóknarlögreglu yrði væntanlega með sama hætti og áður, en þó er mjög mikilvægt að rannsókn ávana- og fíkniefnamála verði samein- uð rannsókn meiri háttar brotamála hjá rannsóknarlögreglu ríkisins eins og til stóð við stofnun RLR enda hefur reynslan leitt í ljós að verulegur hluti þess hóps brotamanna sem ítrekað hafa orðið uppvísir að meiri háttar þjófnuðum, skjalafalsi, fjársvikum og ránum hafa einnig orðið uppvísir að ávana- og fíkniefnabrotum á svipuðum tíma. Hefir þá verið gerð nokkur grein fyrir reglum réttarfarslaga um skipan rannsóknarvalds á höfuðborgarsvæðinu og víðar, sem þýðingu kynnu að hafa við skipulagsmálefni. Kortið sýnir skiptingu höfuðborgarsvæðisins í lögsagnarum- dæmin sex, en allt svæðið er aðalstarfssvæði rannsóknarlög- reglu ríkisins. Inn á kortið eru merktar núverandi lögreglustöðvar á svæðinu en þær eru í Hafnarfirði við Suðurgötu, í Kópavogi við Auð- brekku og í Reykjavík við Tryggvagötu, Hverfisgötu og Drag- háls. Starfsstöð rannsóknarlögreglu ríkisins er við Auðbrekku í Kópavogi. Á Seltjarnarnesi og í Mosfellssveit eru lögreglu- stöðvar þar sem aðeins er vakt hluta sólahrings. Byggð á svæðinu hefur víðast runnið saman, mörk lögsagnar- umdæma eru víða óglögg og óregluleg og mjög óheppileg sem mörk löggæsluumdæma. Eins og svæðinu er nú skipt í lögregluumdæmi heyra undir sömu lögregluyfirvöld, umdæmi sem eru í hvað mestri fjar- lægð hvort við annað. Löggæslu í Garðakaupstað og Kjósarsýslu annast lögreglan í Hafnarfirði. Til þess að sinna löggæslu í Kjósarsýslu þarf lög- reglan að fara um Garðakaupstað, Kópavog og Reykjavík.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.