Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Síða 18

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Síða 18
18 Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 Árni Árnason. Hvernig má nýta einkarekstur og beita aðferðum hans til að bæta opinbera þjónustu? Spurningin, sem er yfirskrift þessarar greinar, gefur tvennt í skyn. í fyrsta lagi, að munur sé á opinberri þjónustu og einkarekstri, og í öðru lagi að opinberri þjónustu sé verr stjórnað en einka- rekstri. Á einkarekstri og opinberri þjónustu er vissulega munur. Tilgangurinn er annar. Einkarekstur er rekinn í hagnaðarskyni. Árangurinn er mældur í hversu vel rek- sturinn hagnast. Opinber þjónusta er hins vegar til að veita þjónustu. Árangur- inn er metinn eftir því hversu góð þjón- ustan er. Seinni fullyrðinguna er ekki gott að sanna. Tína má til dæmi um lélega stjórn- un bæði úr einkarekstri og opinberri þjónustu. Nákvæmur tölfræðilegur sam- anburður er ekki framkvæmanlegur. Þó hygg ég, að flestir séu því sammála, að lélegur árangur sé algengari í opinberri þjónustu en einkarekstri. Margt er tínt til, sem skýringar á því hvers vegna opinber þjónusta skili iðu- lega verri árangri en einkarekstur. Oft heyrist þetta þrennt nefnt: 1) Opinber þjónusta er ekki rekin eins og einkarekstur. 2) Hið opinbera fœr ekki nœgilega góða stjórnendur. 3) Markmið og árangur í opinberri þjón- ustu eru ekki mœlanleg. Að mínu mati eru þetta fremur takmark- aðar skýringar. Opinber þjónustufyrir- tæki eru frábrugðin einkarekstri. Til- gangurinn er annar. Pau hafa því önnur markmið. Opinber þjónusta nær síður árangri ein- mitt vegna þess, að hún er ekki einka- rekstur. Pað sem einkennir einkarekstur- inn er áhersla lögð á árangur: Arður af fjárfestingu, hlutdeild í markaði, hagnað- ur. Opinberum þjónustustofnunum gengur oft vel að halda kostnaði í skefj- um, en skila samt ekki árangri. Þær kunna að vera reknar af hagkvæmni og sparsemi, en eru samt ekki að fást við réttu viðfangsefnin. Önnur fullyrðingin um lélegri stjórnend- ur er hreinlega röng. Hæfir menn úr einkarekstri hafa iðulega ráðist til hins opinbera og ekki náð árangri. Sömuleiðis hafa menn ráðist frá hinu opinbera og vegnað vel í reinkarekstri. Skýringin ligg- ur ekki í manninum, heldur umhverfinu. Þriðja skýringin um markmiðin og árang- urinn er engu betri en þær fyrri. Opinber þjónustufyrirtæki geta vel skilgreint til- ganginn með starfsemi sinni, þannig að markmiðið sé sæmilega ljóst, og árangur- inn mælanlegur engu síður en í einka- rekstri. Gott dæmi er Bell Telephone, bandaríska símafyrirtækið, að vísu einka- fyrirtæki en veitir þjónustu sem víða er opinber. Það skilgreinir tilgang sinn sem “þjónustu við viðskiptavini“. Á þessum grunni og í þessum anda byggði fyrirtæk- ið nánari skilgreiningar á hversu vel þjónustan var innt af hendi og hversu ánægðir viðskiptavinir voru með þjónust- una. Biðtími frá hringingu þar til svarað var í síma fyrirtækisins og biðtími frá því að sótt var um síma þar til hann er tengd- ur, voru dæmigerðar mælistikur á gæði þjónustunnar. Gæði þjónustunnar voru síðan grundvöllurinn, sem leiddi í ljós, hversu vel stjórnendur stóðu sig og hversu ríkulega þeim skyldi umbunað.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.