Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Síða 19
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985
19
Ég minnist þess t.d. enn í dag, hversu
góða þjónustu ég fékk, er ég pantaði
fyrst síma í Bandaríkjunum árið 1971.
Það var strax svarað í símann. Stúlkan
sem svaraði bauð mér síma í öll herbergi
íbúðarinnar og af margvíslegum gerðum
og litum. Loks kórónaði hún samtalið
með því að spyrja hvenær Ég vildi fá
símann tengdan. Umskiptin voru mikil
fyrir þann sem hafði ekki áður kynnst því
að símar fengjust í fjölbreyttu úrvali og
fengjust auk þess tengdir, þegar best
hentaði viðskiptavininum.
Er þessi niðurstaða óhjákvæmileg eða
má ná betri árangri? Hér vil ég enn nefna
til þrjár ástæður, sem jafnframt vísa veg-
inn um úrbætur:
1) Opinber þjónusta er undanþegin sam-
keppni og árangur af starfseminni er ekki
gerður mœlanlegur.
2) Stjórnmál trufla starfsemina.
3) Opinber þjónusta beitir oft ekki stjórn-
unaraðferðum og rekstrartœkni einka-
rekstrar.
í einkarekstri er samkeppnin afl, sem
stöðugt hvetur til betri þjónustu og nýrra
sparnaðarleiða. Sé þess ekki gætt, hverfa
viðskiptavinir annað. Flest opinber þjón-
ustufyrirtæki skortir allt slíkt aðhald, þar
sem þau eru undanþegin samkeppni, oft-
ast með því að veita þeim einkarétt á því
að veita tiltekna þjónustu eða þjónustan
er niðurgreidd, þannig að einkarekstur-
inn getur tæpast keppt.
Einkareksturinn keppir um hylli við-
skiptavina sinna. í opinberri þjónustu er
þessu oft öfugt varið. Nýr “kúnni“ er til
óþæginda, nýtt vandamál. Hann skapar
ekki meiri tekjur, hann er byrði á stofn-
uninni.
Að vissu leyti er þessi staða óhjákvæmi-
leg, en þó langt í frá alfarið. Þótt erfitt sé
að finna samhengi í opinberum rekstri á
milli tilkostnaðar og þjónustunnar sem
látin er í té, þ.e hvað skattgreiðendur fá
fyrir peningana, er mönnum ekki alls
varnað í því efni. Það er hægt að mæla
afköst og hagkvæmni og það má innleiða
samkeppni í opinbera þjónustu og rekst-
ur.
Benda má á fjórar leiðir til að auka sam-
keppni í opinberri þjónustu og rekstri. í
fyrsta lagi að afnema einkarétt sem opin-
berir aðilar hafa til að veita tiltekna þjón-
ustu. Þetta tilvik á þó einkum við vmsa
þjónustu ríkisins í öðru lagi að fjár
magna þjónustuna þannig að einkarekst-
ur geti keppt í stað þess að greiða mður