Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Qupperneq 20

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Qupperneq 20
20 Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 rekstur t.d. dagheimila beint mætti af- henda foreldrum ávísun, sem næmi rekstrarkostnaði á barn á dagheimili, sem dagheimili gætu innleyst hjá sveitar- sjóði. Þannig gætu fóstrur tekið sig sam- an um rekstur dagheimila í samkeppni við sveitarfélögin/ríkið. í þriðja lagi má bjóða út opinbera þjónustu. Rekstur sundstaða er eitt dæmi, sorphreinsun annað. í fjórða lagi gætu sveitarfélögin losað sig við margan rekstur, sem er í eðli sínu einkarekstur en verður í höndum sveitarfélagsins rekinn út frá öðrum sjón- armiðum. Reykjavíkurborg, svo að það sveitarfélag sé notað til útlistunar, rekur trésmiðju, vélamiðstöð, malbikunarstöð, grjótnám og pípugerð. Allt er þetta atvinnurekst- ur, sem einkaaðilar gætu að öllu leyti sinnt. Húsatryggingar Reykjavíkur gætu tryggingafélögin yfirtekið og engin rétt- læting er fyrir því, að sveitarfélögin reki sameiginlega Brunabótafélag íslands í skattfrjálsri samkeppni við einkarekstur. Bæjarútgerðirnar eru loks sérstakur kap- ituli á tímum áflatakmarkana. Á s.l. ári tapaði Bæjarútgerð Hafnarfjarðar t.d. fjárhæð sem samsvarar nær 10.000 krón- um á hvern íbúa í bænum. Það að stjórnmál trufli starf opinberra þjónustufyrirtækja var nefnt sem skýring númer tvö. Að vísu eru ekki öll opinber þjónustufyrirtæki undir hæl stjórnmál- anna, en þar sem svo háttar, torvelda stjórnmálatengslin hagkvæman rekstur. Algengt er að menn séu kosnir pólitískt í stjórnir opinberra fyrirtækja. Þannig er mönnum stundum goldinn greiði fyrir góðan stuðning. Pólitísk skipan er engu betri. í stjórnir fyrirtækja á að velja menn sem hafa bæði tíma og hæfileika til að sinna starfinu og sinna því vel gegn greiðslu. Þá má ekki gleyma hættunni að mönnum sé komið til starfa hjá opinber- um fyrirtækjum fyrir pólitískan þrýsting og klíkuskap. Að vísu er takmarkað hversu langt sveitarfélag getur leyft sér að ganga í þessu efni, en með ríkisfyrir- tæki sem starfrækt er í sveitarfélaginu gegnir öðru máli frá sjónarhóli heima- manna. Það má gjarnan veita vinnu eins mörgum og stætt er á. Það versta við pólitísku afskiptin eru þó afskiptin af kjarasamningum. Hið opin- bera getur ekki mismunað í launum eftir verðleikum, árangri og afköstum. Það hikar líka við að greiða há laun, þó viss störf krefjist þess, og hér áður fyrr tryggði það jafnvel óhæfu fólki æviráðn- ingu. í þessu efni ríður á að skilgreina uppá nýtt hverjir ættu að teljast opinberir starfsmenn og mættu þar af leiðandi ekki fara í verkfall, en yrðu að sætta sig við kjaradóm um kjör sín. Aðrir ættu að taka laun samkvæmt almennum markaði og geta átt aðild að almennum stéttarfé- lögum, ef þeir óska. Opinber þjónustufyrirtæki ráða ekki stjórnendur heldur forstöðumenn. Yfir- maður Borgarbókasafns er ekki fram- kvæmdastjóri þess heldur borgarbóka- vörður. Hið sama gerist hjá ríkinu. Yfir- maður Veðurstofunnar er veðurfræðing- ur, yfirmaður Hafrannsóknarstofnunar fiskifræðingur. Hér er ekki lagður neinn dómur á stjórn- unarhæfileika þessara manna. Þeir skipta hér ekki máli, heldur hitt, að hið opin- bera er enn að velja forstöðumenn á grundvelli tækniþekkingar á starfssviði stofnunarinnar, í stað þess að velja stjórnanda sem beitir stjórnunarþekk- ingu við rekstur hennar. Þessi háttur var yfirleitt aflagður í einkarekstri fyrir ára- tugum. Fyrir bragðið er svipuðum stjórnunarað- ferðum og rekstartækni og í einkarekstri iðulega ekki beitt í opinberri þjónustu. Mörg dæmi mætti taka í þessu efni. Hér verður þó einungis vikið að setningu markmiða og áætlanagerð. Stjórnun með markmiðum (Manage- ment by objectives) er þekkt stjórnunar- aðferð úr einkarekstri en minna nýtt í opinberri þjónustu. Opinber þjónustu- fyrirtæki eiga iðulega erfitt með að setja sér markmið, velja úr og setja verkefni í forgangsröð. Þeim er iðulega uppálagt að reyna að gera öllum til hæfis og afleiðing- in verður almenn óánægja. Einkarekstur- inn getur hins vegar leyft sér tiltekna markaðshlutdeild, sem hann sinnir vel og verndar. Opinbert þjónustufyrirtæki sem starfar á grundvelli fjárhagsáætlunar á erfitt með að leggja niður óþarfa þjónustu. Svo er einnig um einkareksturinn. Munurinn er þó sá, að einkareksturinn verður að að- laga sig vegna samkeppninnar. Einkarekstri er greitt fyrir að ná árangri, þannig að óánægður viðskiptavinur greiðir ekki fyrir slæma þjónustu. Einka- reksturinn þarf að vinna fyrir tekjum sín- um. Stofnun, sem er fjármögnuð á grundvelli fjárhagsáætlunar eða nýtur einkaréttar (einokunar) sem neytendur geta ekki komist hjá, er umbunað fyrir það sem hún á skilið, en ekki fyrir það sem hún hefur unnið sér inn. Stofnunin fær fjárveitingar út á góðar fyrirætlanir og verkefni. Henni er greitt fyrir að fæla ekki frá sér mikilvæga “viðskiptavini“ í stað þess að þjóna vel ákveðnum hópi. Hún er leidd af leið í að skilgreina árang- ur sem þá starfsemi er eykur fjárveitingar til stofnunarinnar. Mikilvægi stofnunar er dæmt af niður- stöðutölum fjárhagsáætlunar eða fjölda starfsmanna. Að skila sömu vinnu með færri starfsmönnum er ekki að ná árang- ri. Slíkt getur jafnvel stefnt stofnun í hættu. Ef allri fjárveitingunni er ekki eytt, getur það jafnvel gefið undir fótinn með mögulegan niðurskurð á næsta ári. Allri fjárveitingunni er því eytt. Sem sagt, árangur slíkrar stofnunar er mældur í aukinni fjárveitingu og frammistaðan af því, hvernig til tekst að halda í og auka fjárveitingar. Viðbrögð við þessari tilhneigingu hafa verið að reyna að innleiða í opinberan rekstur ýmsar nýjungar í gerð fjárhagsá- ætlana, þar sem fjárveiting fyrra árs er engin viðmiðun. Útgjöld eru ákveðin frá grunni: Planning Programming Budget- ing System og Zero Base Budgeting eru dæmi í þessa veru, en þeim er ekki tekið opnum örmum. Parkinson varð frægur, er hann setti fram lögmálið, sem skýrði hvers vegna Flota- málaráðuneytið og Nýlenduskrifstofan juku við sig starfsfólki og útgjöldum með sama hraða og flotinn og heimsveldið dróst saman. En auðvitað er þetta allt skýranlegt út frá því, að niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar mæla frammistöðu og mikilvægi. Þessar áætlunaraðferðir úr einkarekstrinum eru þess vegna óvinsæl- ar. Þær spyrja fyrst um markmið og hvernig þeim verði best náð. Slíkar spurningar geta verið allt of óþægilegar, jafnvel banvænar. Þær geta orðið til þess að starfsemin er hreinlega lögð niður. Það er hins vegar kominn tími til að skattgreiðendur taki að spyrja slíkra spurninga. Sparnaður í opinberum rekstri ætti að vera þeirra krafa. Það eru þeir sem borga reikninginn, þótt þeir fái hann aldrei í hendur öðru vísi en í formi álagningarseðils.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.