Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 30
3Q_________Skipulagsmál Höfuöborgarsvæðisins I11985_
Upplýsingar frá dómnefnd.
Hugmynda-
samkeppni um
hlutverk og mótun
Arnarhóls
Segja má. að tvær meginastæður hat'i legið til þess, að Reykja-
víkurborg og Seðlabanki Islands ákváðu að efna sameiginlega
til hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls og
umhverfis hans. í fyrsta lagi var það mat forráðamanna borg-
arinnar að hólnum og svæðinu í kring yrði að gera eitthvað til,
ef hann ætti að verða á ný það aðdráttarafl, sem hann áður var,
bæði lagfæra hann og laga að þeim kröfum, sem gerðar eru til
nýtingar hans sem útivistarsvæðis. í annan stað var fyrirsjáan-
legt að lokið yrði við byggingu Seðlabanka íslands árið 1986 en
það ár halda Reykvíkingar 200 ára kaupstaðaréttindi borg-
arinnar hátíðleg. Aðalinngangur í seðlabankabygginguna verð-
ur að sunnanverðu og verður aðkoma að honum á þaki Kola-
ports, bifreiðageymslu Reykjavíkurborgar. Þetta svæði tengist
Arnarhóli beint auk þess sem bankinn veitir skjól, sem eykur
nýtingarmöguleika hólsins verulega, ef rétt er á haldið. Vegna
legu sinnar og hæðar er hóllinn ákjósanlegur útsýnisstaður. En
hann er einnig kjörinn til útivistar fáist þar skjól auk þess sem
útihátíðahöld borgarbúa hafa gjarnan farið þar fram.
Dómnefnd var skipuð fulltrúum frá Reykjavíkurborg, Seðla-
banka íslands sem auk þess tilnefndu sameiginlegan fulltrúa.
Þá tilnefndu Arkitektafélagið og B.Í.L. sinn fulltrúann hvort
félag. Nefndina skipuðu Davíð Oddsson borgarstjóri, dr. Jó-
hannes Norðdal seðlabankastjóri og arkitektarnir Guðmundur
Kr. Guðmundsson. Gunnar Friðbjörnsson og Þórarinn Þórðar-
insson. Trúnaðarmaður nefndarinnar var Ólafur Jensson og
ritari Hjörleifur B. Kvaran.
Dómnefnd ák\að aó hugmyndasamkeppnin skyldi fara fram í
tveimur þrepum. í hinu fyrra skyldi leitað á sem óbundnastan
hátt eftir hugmyndum og tillögum og skyldi keppnislýsing því
vera víð og frjálsleg. Tilagangurinn var sá að gefa sem flestum,
jafnt “leikmönnum“ sem sérfræðingum tækifæri til að taka þátt
og jafnframt, að laða fram sem fjölbreyttastar hugmyndir sem
ekki væru þvingaðar af þröngum fyrirfram afmörkuðum
ramma dómnefndar. Keppnin var opin öllum íslenskum ríkis-
borgurum og auk þess þeim mönnum erlendum sem dvelja hér
á landi
Heimilt var að beina fyrirspurnum til dómnefndar til skýringar
og fyllingar þeim gögnum sem fram voru lögð af hennar hálfu í
upphafi keppninnar. Allmargar spurningar bárust trúnaðar-
manni nefndarinnar fyrir tilskilinn frest og fengu þátttakendur
svör hennar fyrir meðalgöngu hans. í þeim svörum voru
einstök atriði skýrð og nákvæmari teikningar útvegaðar, auk
þess sem lesa mátti þá almennu línu, að hugmyndaflug manna
ætti að njóta sín í fyrri hlutanum, en nánari línur yrðu settar í
hinum síðari. Á hinn bóginn mátti auðvitað frá upphafi vera
ljóst að dómnefndin hlyti í áliti sínu á tillögum sem til skoðun-
ar væru á fyrra þrepi líta nokkuð til þeirra möguleika sem væru
á að framkvæma hugmyndir þær sem bærust á skikkanlegum
tíma og innan skynsamlegs kostnaðarramma. Þar sem dóm-
nefnd sendi frá sér ýmis ný gögn með svörum við fyrirspurn-
um, ákvað hún að framlengja keppnistímann og var skiladagur
28. nóvember s.l.
Til þátttöku í síðara þrepi var gert ráð fyrir að velja 3-4
tillögur, auk þess sem boðað var, að dómnefnd hefði heimild
til að kaupa áhugaverðar tillögur, sem nýta mætti við frekari
úrvinnslu á þeim tillögum sem verðlaun hlytu í fyrri áfanga.
Sérstakt fagnaðarefni var hversu margar góðar tillögur bárust í
þessa hugmyndasamkeppni, og er það auðvitað vottur um
lifandi áhuga manna á þessum bæjarhól höfuðborgarinnar.
Hinn mikli fjöldi vandaðra tillagna sem bárust í fyrra þrep
þessarar hugmyndasamkeppni gaf tilefni til bjartsýni um niður-
stöðu síðari hluta keppninnar. Naumast er hægt að segja að
sameiginlega meginlínu eða niðurscöðu sé hægt að lesa út úr
öllum tillögunum. Þó má telja víst að hugmyndirnar beri allar
með sér að hólinn megi lagfæra og jafnvel sé slíkt nauðsynlegt
eigi hann að vera augnayndi í miðbæjarmyndinni og nýtast til
almennrar útivistar, sem og stórhátíðarhalda. Þá sýna allar
tillögurnar að Ingólfur Arnarson er fastur í sessi í hugum
manna á stalli sínum á Arnarhóli.
Eins og fyrr sagði var í samkeppnislýsingu gert ráð fyrir, að í
síðari áfanga keppninnar yrðu valdar 3-4 tillögur til nánari
úrvinnslu, í samræmi við nýja keppnislýsingu. Með hliðsjón af
hinum mikla fjölda vandaðra tillagna, sem bárust, og í þeim
tilgangi að fá fram fleiri endanlegar lausnir ákvað dómnefndin
að velja 6 tillögur í annað þrep til frekari keppni og úrvinnslu.
Jafnframt var ákveðið að kaupa tvær tillögur, sem verðlauna-
hafarnir mættu hafa gagn af í framhaldsvinnu sinni. í þriðja
lagi var ákveðið að veita tvær viðurkenningar sérstaklega fyrir