Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 31

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 31
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 31 tillögur sem hefðu sitthvað sér til ágætis. en dómnefnd laldi þó vafasamt að þær væru raunhæfar vegna umfangs kostnaðar eða annarra þátta I’illógur til annars þreps samkeppninnai harusi tvrn I' april 1985 og voru niðurstöður dómnefndar sem héi segir Að höfðu samráði við stjórn og samkeppmsnefnd Arkitektafe lags íslands var ákveðið að nafnleynd skyldi haldið a síðara þrepi. Ljóst er að nafnleyndin var tilgangslaus enda hafa allir höfundar unnið frekar út tillögur sínar og eru þær því auðþek- kjanlegar. Þær sex tillögur sem dómnefnd valdi til áframhaldandi keppni á síðara þrepi eru allar raunhæfar og framkvæmanlegar. Þær eru um margt ólíkar en sömu hugmyndirnar eru þó útfærðar á mismunandi hátt í sumum tilvikum. í tveimur tillögum er gert ráð fyrir nýbyggingu meðfram Kalkofnsvegi, tvær sýna byggingu undir stöpli Ingólfsstyttu, en tvær eru nánast án bygginga. Allar tillögurnar sýna svið, sem nýtist ýmist til minni eða stærri hátíðarhalda. Öll þessi atriði vildi dómnefnd að yrðu unnin frekar og má sjá árangur þess á síðara þrepi. í þeim tilvikum sem dómnefnd setti fram athuga- semdir í umsögn á fyrra þrepi um einstök atriði tillagna hafa höfundar í flestum tilvikum fært þær til betri vegar. Einstaka tillögur hafa tekið verulegum breytingu, styrkst og batnað en aðrar eru nánast óbreyttar en halda fullu gildi sínu. Tillaga merkt 3 hlaut fyrstu verðlaun í öðru þrepi samkeppn- innar. Höfundur Birna Björnsdóttir, innahússarkitekt. Sam- starfsmenn Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og Einar Sæmund- sen, landslagsarkitekt. Við mat á tillögum hafði dómnefnd ýmsa þætti að leiðarljósi Annars vegar var litið til Arnarhóls i miðhæiarmvndinni og tengsla hólsins við nánasta umhverfi I itið var til þe^ að sem best skilvrði til útivistar iafnt að sumn sem vetn vk 'puðust holnum s|on og göngutengsla við Læk]argötu og Bankastræti og innra sktpulag hóls. svo sem gönguleiðn gróðurreitir, trágangur útjaðra. mannvirk|agerð iafnl tvnrk"mulag og staðsetnmg leiksviðs sem og útlit og notagildi annarra bygg- inga meðfram Kalkofnsvegi og undir styttu Ingólfs. Dómnefndin hefur farið margoft á vettvang og reynt að gera sér grein fyrir útfærslu hverrar tillögu. Könnun dómnefndar á lausnum þeirra mismunandi grundvallarhugmynda sem í til- lögunum felast, leiddi til þess að hún komst að eftirfarandi megin niðurstöðu um hverjar séu bestu leiðirnar til að Arnar- hóll fái notið sín í borgarmynd framtíðarinnar. í fyrsta lagi telur dómnefnd æskilegt að viðhalda sem best heildarsvip hólsins sérstaklega eins og hann blasir við frá Lækjartorgi. í öðru lagi að leiksvið sé best staðsett fyrir miðjum Kalkofnsvegi. Svið á þessum stað er miðsvæðis og fyrir miðjum Kalkofnsvegi er mestur hæðarmismunur frá há- hólnum séð. Sviðið hefur engin áhrif á ákjósanleg sjóntengsl frá Lækjartorgi og stækkun hólsins á þaki Kolaports tengist sviðinu vel. Þá hefur nefndin skoðað gaumgæfilega þann kost að reisa meiriháttar byggingu við Kalkofnsveg. Þótt lausnir á þeirri hugmynd séu mjög athyglisverðar telur dómnefnd engu síður að svo stórar byggingar meðfram Kalkofnsvegi breyti um of heildarmynd hólsins. Bygging undir stöpli styttu Ingólfs er forvitnileg hugmynd. Hún hefur marga kosti og þarf hvorki að hafa truflandi áhrif á umhverfi hólsins né á notagildi hans. Samt sem áður hefur

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.