Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Side 7
§<ip3ágsrra!
5
AÐFARARORÐ:
UMFERÐ OG
UMFERÐARÖRYGGI
Á undanfömum ámm höfum við
varið mjög miklu fé til þess að
byggja upp gatnakerfi á höfuð-
borgarsvæðinu. Undanfarin 15 ár
hefur bílaeign líka nær þrefaldast,
og nú er svo komið að "bíl-
isminn" á höfuðborgarsvæðinu
kostar okkur röskar 12,000
milljónir á ári. Til samanburðar
má geta þess að allar götur á
þessu svæði kosta á núvirði álíka
upphæð. Þessi kostnaður kemur
hka mjög mikið við pyngjur fólks
á höfuðborgarsvæðinu, en hjá
mörgum fjölskyldum er hátt í
fjórðungi af neysluútgjöldum
varið tíl samgöngumála.
Við viljum líka gera miklar kröfur
til gatnakerfisins á þessu svæði.
Á því viljum við geta komist fljótt
og örugglega mili staða, án þess
að valda mengun, hættu og
ónæði, og sama máli gegnir um
alla vöruflutninga. Það þarf að
henta vel fyrir allar ferðir og
flutninga og geta tekið breyt-
ingum þegar þessar þarfir
breytast.
Uppbygging gatnakerfis og
skipulag umferðar á höfuð-
borgarsvæðinu er mikið alvöru-
mál, enda hefur þetta svæði
algera sérstöðu hér á landi hvað
varðar umferðarmál. Því fer samt
fjærri að tekist hafi að byggja upp
heildstætt samgöngukerfi á
höfuðborgarsvæðinu, sem veldur
litlu ónæði og hættu og veitir
íbúunum góða þjónustu á hag-
kvæman hátt. Fjárfesting í
umferðarkerfinu hefur heldur
engan veginn haldist í hendur við
þá miklu aukningu sem orðið
hefur á bifreiðaeign á þessu
svæði undanfarin ár. Einnig hefur
það stuðlað mjög að núverandi
ástandi í þessum málum að mörg
grundvallaratriði varðandi skipu-
lag, hönnun og frágang gatna á
þessu svæði hafa síður en svo
verið höfð í heiðri.
Þótt talsvert hafi verið rætt um
nauðsyn þess að komið væri á
samræmdum gatnastaðli fyrir allt
höfuðborgarsvæðið hefur þessu
máli lítið miðað. Þó er munurinn
á hönnun og frágangi gatna milli
mismunandi sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu álíka mikill
og milli mismunandi þjóðlanda
erlendis. Þetta eykur verulega
hættu á umferðaróhöppum sér-
staklega í slæmu skyggni og að
vetrarlagi.
Við gerð svæðisskipulags fyrir
höfuðborgarsvæðið 1985-2005
var lögð mikil áhersla á að mótuð
væri stefna í almennings-
samgöngum fyrir allt höfuð-
borgarsvæðið. Þessi áfangi náðist
ekki og er þetta mál ennþá að
talsverðu leyti enn í lausu lofti og
veldur fjölmörgum aðilum mikl-
um erfiðleikum auk þeirrar
óvissu sem ennþá ríkir um
framtíð þessara mála.
Árið 1981 setti Skipulagsstofa
höfuðborgarsvæðisins fram á-
bendingar um það hvemig mætti
skipuleggja byggð, þannig að
umferðarhávaða gætti sem
minnst. Ekki er að sjá að mikið
tillit hafi verið tekið til þessara
ábendinga.
Margir skipulagsaðilar á höfuð-
borgarsvæðinu virðast heldur
engan veginn gera sér fyllilega
grein fyrir samhenginu milli þess
hvemig land og byggingar eru
notuð, hvaða stefnu er fylgt í
bifreiðastæðamálum og þess
hvemig umferðarálag myndast.
Meðan ekki er vilji til að taka á
þessum málum af alvöru og á
heildstæðan hátt getur bygging
einstakra gatna og samhengis-
lausar umferðaraðgerðir ekki
orðið annað en tímabundið klór í
bakkann. Við, íbúar þessa
svæðis, greiðum hinsvegar þann
toll sem hlýst af þessu
stefnuleysi og aðgerðaleysi með
dauðsföllum, slysum, mengun og
óþarflega miklum samgöngu-
kostnaði.
Þótt margir aðilar hafi unnið hið
ágætasta starf á undanförnum
árum við að hvetja fólk til þess að
fara varlega í umferðinni og sýna
tillitssemi og kurteisi, þá getur
það samt engan veginn komið í
staðinn fyrir stefnumótun í
umferðarmálum fyrir höfuð-
borgarsvæðið og heildstæðra,
markvissra aðgerða.
Umferðarkerfi höfuðborgar-
svæðisins er orðið ein órofa
heild, sem nauðsynlegt er að
skipuleggja og stjórna í heild, ef
vel á að vera.
Gestur Ólafsson