Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Síða 13
sRipjagsmál
11
akreinar í stað tveggja.
hlutinn, nyr vegur ofan Hafnar- VI. Vegir utan þéttbjflis-
fjarðar. svæðis
V. Litið lengra fram á veg
Hér á undan voru talin þau
verkefni sem brynust eru og ljúka
þyrfti á næstu árum. Miðað við
byggðaþróun svæðisins undan-
farið og þær spár, sem fyrir
liggja um framtíð byggðar á
svæðinu, eru mörg verkefni
framundan auk þeirra sem áður
voru talin. Hér verður minnst á
nokkur þeirra.
1. Vesturlandsvegur um þéttbyli
Mosfellsbæjar
Samkvæmt aðalskipulagi
Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir að
Vesturlandsvegur fari á brú yfir
Varmárdalinn nokkru sunnar en
núverandi vegur er. Þá á Hafra-
vatnsvegur að fara á brú yfir
Vesturlandsveg.
2. Nyf "Vesturlandsvegur"
Hér er um að ræða nýja leið
norður úr Reykjavík um Geld-
inganes og Álfsnes, yfir Kolla-
fjörð í Kjalarnes, sem tengja
mætti á núverandi Vesturlandsveg
sunnan Kollafjarðar, í fyrri
áfanga. Vegurinn getur tengst
núverandi vegakerfi Reykjavíkur
um Gullinbrú, en sá möguleiki
er fyrir hendi að tengja hann yfir
Elliðavog, þegar^byggð hefur
verið skipulögð á Álfsnesi.
3. Ofanbyggðavegur
Þetta er nýr vegur ofan
núverandi byggðar allt frá Breið-
holti suður fyrir Hafnarfjörð.
Ennfremur felur þetta verk-
efni í sér tengingar á nokkrum
stöðum frá þessum vegi niður á
Reykjanesbraut. Hér er í raun
um að ræða vegakerfi fremur en
einn veg, sem gera má í
allmörgum sjálfstæðum áföngum.
Eins og nú horfir kæmu tveir
áfangar einna fyrst til álita, þ.e.
annars vegar nyrsti hluti þessa
kerfis um Breiðholt og Kópa-
vogsland og hins vegar syðsti
4. Reykjanesbraut, Fífuhvamms-
vegur - Hafnarfjörður
Tvöfalda þarf Reykjanes-
brautina til Hafnarfjarðar. Verða
akreinar þá fjórar í stað tveggja.
5. Fossvogsbraut
Fossvogsbraut hefur um
nokkurt skeið verið mikið deilu-
efni milli Kópavogs og Reykja-
víkur. Þá hefur framhald braut-
arinnar til austurs verið fellt niður
úr skipulagi Reykjavíkur, en
möguleikanum þó haldið opnum
að ósk Skipulagsstjómar ríkisins.
Ekki verður tekin afstaða til
þessara álitaefna, en því er þessi
vegur nefndur hér að hann er einn
af meiriháttar vegum á höfuð-
borgarsvæðinu, sem komist hafa
á skipulagsuppdrætti. Væri afar
æskilegt ef aðilar gætu komið sér
saman um að láta fara fram
athugun á nauðsyn þessa vegar
og þá um leið hver áhrif það
hefur á nærliggjandi umferðar-
æðar, ef hann kemur ekki.
Reykjavík og Kópavogur hafa nú
skipað viðræðunefnd til að fjalla
um þetta m.a.
Þau verkefni sem talin em hér eru
margbreytileg, en flest hver stór
og dýr. Ekki er auðvelt að sjá
fyrir hvenær þau munu koma á
dagskrá til framkvæmda; þar
ræður byggðaþróun og fólks-
fjölgun mestu. Nauðsynlegt er
þó að hafa þau í huga, þegar
dregin er upp mynd af vegakerfi
höfuðborgarsvæðisins.
Enn eru ótalin ýmis gatnamóta-
mannvirki sem eru mjög dýr, en
verða nauðsynleg ekki síður en
þau mannvirki sem hér hafa verið
nefnd.
Af þessu er ljóst að þörf fyrir
fjármagn og framkvæmdir í þess-
um málaflokki verður áffam mjög
mikil.
Hér verður getið nokkurra verk-
efna á vegum utan þéttbýlis-
svæða. Þessi verkefni liggja
gjarnan á jöðrum höfuðborgar-
svæðisins eða á leiðinni út úr því.
Sum þessara verkefna eru þegar
á dagskrá en önnur tilheyra
ffemur framtíðinni.
1. Vesturlandsvegur í Kjós
Unnið er að útboði fyrir
kaflann um Eyri milli slitlagsenda
og verður honum lokið 1989.
Jafnframt á að leggja á næsta ári
bundið slitlag á þann kafla, sem
eftir er milli Laxár og Hvamms.
Með þessum framkvæmdum
lýkur lögn slitlags á Vestur-
landsveg í Reykjaneskjördæmi.
Á nokkrum köflum er þó eftir að
byggja veg í endanlegri gerð.
2. Þingvallavegur
Á næsta ári verður einnig
lagt bundið slitlag á síðasta
hlutann af veginum til Þingvalla.
3. Kjósarskarðsvegur
Endurbæta þarf Kjósar-
skarðsveg þannig að hann geti
beturþjónað hlutverki sínu sem
tengivegur milli Vesturlandsvegar
og Þingvallavegar.
4. Hafravatnsvegur og Úlfars-
fellsvegur
Endurbæta þarf báða þessa
vegi og leggja þá bundnu slitlagi.
Auk þess að þjóna núverandi
umferð má líta á þessa vegi sem
öryggisleiðir ef eitthvað ber út af
á aðalvegunum.
5. Reykjanesbraut, Hafnar-
fjörður - Keflavúc
Með vaxandi umferð þarf að
huga að tvöföldun þessa vegar.
Einkum getur byggðaþróun
sunnan Hafnarfjarðar haft mikil
áhrif í þessa átt.