Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Blaðsíða 17
ðquagsmál
15
TÖLVUGAGNABANKI
FYRIR UNFERÐAR-
ÓHÖPP f REYKJAVÍK
Gunnar Gunnarsson, verkfrœðingur
Upphaf þessa máls var, að ég
hafði um nokkurt skeið haft
áhuga á gerð slíks banka og fært
það í tal við yfirmenn mína.
Þann 18. maí 1984 fékkst svo
þeirra leyfi fyrir því að gerð
bankans yrði hafin.
Gerð bankans sjálfs og þar með
talinn innsláttur upplýsinga upp
úr lögregluskýrslum um um-
ferðaróhöpp í Reykjavík á árun-
um 1983, 1984, 1985 og 1986
og innsláttur upplýsinga um
gatnakerfið er nú lokið. Þetta
verk mun kosta h.u.b. 2 milljónir
króna.
Gatnakerfinu í Reykjavík er skipt
upp í á þriðja þúsund gatnamót
og götubúta og fær hver hluti
kerfisins sitt númer og er síðan
sleginn inn í bankann. Dæmi:
Gatnamótin Eiðsgrandi - Öldu-
grandi eru númeruð X-0001, en
götubúturinn milli Öldugranda og
Skeljagranda fær númerið
G-0001.
Ekki er látið nægja að númera
hvem stað í gatnakerfinu, heldur
eru gefnar aðrar upplýsingar um
hann einnig. Dæmi: Umferðar-
magn, leyfður hámarkshraði, teg-
und götulýsingar o.s.frv.
gatnamót, T-gatnamót og planfrí
gatnamót o.fl. og svo aftur á móti
t.d. fjögurra akreina götur án
miðeyju, fjögurra akreina götur
með miðeyju, tveggja akreina
götur án miðeyju o.s.frv.
Eins og áður var nefnt eru slegnar
inn upplýsingar í tölvuna um
umferðaróhöpp í Reykjavík og
eru þau hvert um sig skráð á
réttan stað, þ.e.a.s. á það X- og
G-númer, sem svarar til þess
staðar, sem umferðaróhappið
varð á. Þar fyrir utan eru slegnar
inn eftirfarandi upplýsingar:
A. Aðilar að umferðar-
óhappi.
Allt að þrír aðilar geta verið
valdir að umferðaróhappi. Sér-
hvert ökutæki er sér aðili, gang-
andi vegfarandi getur verið aðili,
einnig hindranir á vegi.
B. Slasaðir einstaklingar.
Unnt er að skrá allt að 9
slasaðra einstaklinga fyrir sér-
hvem aðila að umferðaróhappi.
Um hvern slasaðan ein-
stakling eru svo skráðar ýmsar
upplýsingar, t.d. tegund og
orsök meiðsla, notkun bílbeltis
eða ekki, innlögn á sjúkrahús eða
ekki, aldur, kyn o.s.frv.
Einnig má geta þess að gatna-
kerfisbútarnir eru flokkaðir í
tegundir eins og t.d. kross-
C. Nánari upplýsingar um
umferðaróhappið.
1. Hvenær umferðaróhappið
varð.
2. Hversu alvarlegt umferð-
aróhappið var.
3. Nánari lýsing á aðilum að
umferðaróhappinu.
4. Færð, þegar umferðar-
óhappið varð.
5. Veður, þegar umferðar-
óhappið varð.
6. Birta, þegar umferðar-
óhappið yarð.
7. Ástand götunnar, þegar
umferðaróhappið varð.
8. Gerð hjólbarðanna, þeg-
ar umferðaróhappið varð.
9. Annað.
Helstu upplýsingar, sem úr
bankanum má fá:
A. Svartblettaútskrift.
Með henni má sjá þá staði í
gatnakerfinu, þar sem flest um-
ferðaróhöpp eða slys hafa orðið,
að teknu tilliti til umferðarmagns,
þ.e.a.s. þeir staðir sem eru
hættulegastir. Þessir staðir hafa
verið nefndir svartir blettir (á
ensku: Black spots).
B. Skrá yfir slasaða í um-
ferðinni í Reykjavík.
Miðað við ákveðið ár,
sundurliðað eftir kyni og aldri
hins slasaða ásamt því hvort hann