Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Qupperneq 21
sftpJagsmál I
FARARHEILL 1 87 -
ÁTAK TRYGGINGARFÉLAGANNA
Siguröur Helgason, framkvœmdastjóri
í nóvember á síðasta ári ákváðu
bifreiðatryggingafélögin hér á
landi að efna til sérstaks átaks í
✓
umferðarmálum. Astæðan var
mjög óhagstæð þróun í umferð-
inni, fjölgun óhappa og slysa.
Til þessa átaks, sem hlaut nafnið
Fararheill '87 hefur verið varið
einu prósenti af iðgjöldum bif-
reiðaoygginga.
Markmiðið með þessu átaki er að
vekja athygli á og hafa áhrif á
umferðarmál hér á landi. A
ráðstefnu sem bifreiðatiygginga-
félögin héldu í nóvember 1986
fjölluðu ýmsir sérfræðingar um
þennan viðamikla málaflokk.
Niðurstöður ráðstefnunnar voru
margvíslegar, en þær helstu
voru, að taka þyrfti ákveðið á
málefnum ökukennslu hér landi
og einnig að gera þyrfti átak
varðandi eflingu umferðarfræðslu
grunnskóla. Þá kom fram að
yngstu ökumennimir lentu helst í
slysum og hefur starfið á þessu
ári einkum beinst að þessum
þremur þáttum.
Verkefni Fararheillar '87 hafa
verið margvísleg. Reynt hefur
verið að koma umferðarmálum á
framfæri í fjölmiðlum. Fararheill
'87 gerði snemma á árinu sam-
komulag við Stöð 2 um gerð og
sýningar á fimmtán stuttum
myndum um umferðarmál. Þá
hafa verið gerðar myndir til
sýninga í Ríkissjónvarpinu, bæði
er þar um að ræða erlendar
myndir sem hljóðsettar hafa verið
á íslensku og einnig hafa verið
gerðar sérstakar myndir til sýn-
inga.
Til að vekja ungt fólk til um-
hugsunar um umferðarmál voru
gerðar tvær stuttar áróðursmyndir
til sýninga í kvikmyndahúsum og
sýndu kvikmyndahúsin þessar
myndir án endurgjalds. Með
þessum myndum var reynt að
vekja unga fólkið til umhugsunar
um hverjar eru afleiðingar óvar-
legs aksturs. Þá var einnig samið
lag, sem Fararheill '87 átti aðild
að, sem hlotið hefur talsverðar
vinsældir. Þetta er lagið "Inn í
eilífðina" eftir Bjama Hafþór
Helgason á Akureyri. Ástæða er
til að ætla, að þetta lag hafi skilað
nokkrum árangri.
Framkvæmdastjóri Fararheillar
'87 hefur heimsótt nokkra fram-
haldsskóla á árinu til að vekja
athygli nemenda á umferðar-
málum og þeirri staðreynd, að
það er fyrst og fremst ungt fólk
sem slasast í umferðinni.
í nóvember var haldin ráðstefna í
samstarfi Fararheillar '87, Bif-
reiðaeftirlits ríkisins, Umferðar-
ráðs, Dómsmálaráðuneytisins og
Ökukennarafélags íslands um
ökukennslu og umferðarmenn-
ingu. Þessi ráðstefna á vonandi
eftir að tryggja að settar verði
skýrar reglur um ökukennslu,
sem verði til að auka öryggi í
umferðinni hér á landi. Meðal
þess sem fram kom, var nauðsyn
þess að sem fyrst verði útbúið
æfingasvæði fyrir ökunema og
aðra þá ökumenn sem ástæða er
til að fái sérstaka þjálfun.
Allar aðgerðir Fararheillar '87
hafa miðað að því að vekja fólk
til umhugsunar um umferðar-
málin. Okkur sem að þessu
störfum finnst árangurinn hafa
orðið heldur rýr. Því miður hef-
ur óhöppum og slysum í
umferðinni fjölgað í ár, miðað við
árið 1986. Sé miðað við fyrstu
tíu mánuði þessa árs, kemur í
ljós, að óhöppum hefur fjölgað
um rúmlega fimmtán prósent frá
síðasta ári. Þá hefur slösuðum
fjölgað um 12 af hundraði. Þetta
eru tölur tryggingafélaganna.
Rétt er að geta þess, að fjölgun
óhappa var mikill frá þriðja til
fjórða ársfjórðungs 1986. Á
þriðja ársfjórðungi urðu að
meðaltali 925 óhöpp á mánuði, en
á síðasta fjórðungi ársins 1188.
Sambærilegar tölur fyrir árið
1987 eru sem hér segir:
Janúar - mars 1156
apríl - júní 1039
júlí - september 1116
Þegar tölumar eru metnar er rétt
að hafa í huga, að bflum í umferð