Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Qupperneq 23

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Qupperneq 23
sKipJagsmál 21 UMFERÐARRÁÐ Óli H. Þóröarson, framkvœmdastjóri Aðdragandi að stofnun ráðsins. Eins og kunnugt er var hægri umferð tekin upp hér á landi 26. maí 1968. í tengslum við breyt- inguna var unnið mjög gott starf m. a. í umferðarfræðslu og gagnasöfnun. Var það gert á vegum framvkæmdanefndar H- umferðar, fræðslu- og upplýs- ingaskrifstofu umferðarnefndar Reykjavíkur og fleiri aðila. Starfsemin fór ýmist fram á vegum Hægri-nefndarinnar sjálff- ar eða nefndin samræmdi og studdi störf annarra aðila, sem að umferðarmálum höfðu unnið. Til þess að vinna að þessum málum kom H-nefndin á fót nær eitt hundrað umferðaröryggisnefnd- um utan höfuðborgarsvæðisins í samvinnu^ við Slysavarnafélag íslands. Á höfuðborgarsvæðinu annaðist fræðsluna hins vegar skrifstofa á vegum umferðar- nefndar Reykjavíkur í samvinnu við samstarfsnefnd um umferðar- fræðslu, sem skipuð var full- trúum sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Sérstök samstarfs- nefnd, skipuð fulltrúum fræðslu- yfirvalda og lögregluyfirvalda sá um umferðarfræðslu í skólum landsins. Fram til þess tíma að undir- búningur hægri umferðar hófst hafði lítið verið um samræmda umferðarfræðslu, þótt fjölmargir aðilar hefðu lagt þar nokkuð af mörkum. I Reykjavík hafði um- ferðarnefnd og lögreglan með höndum mikinn hluta almennrar umferðarfræðslu, m.a. í útvarpi, en þar hafði verið unnið mark- visst að uppbyggingu umferðar- fræðslukerfis. Utan Reykjavíkur var ekki um jafn skipulagða og samræmda umferðarfræðslu að ræða, en að henni áttu ýmis félög aðild, svo sem Slysavarnafélag Islands, Félag íslenskra bifreiða- eigenda, Bindindisfélag öku- manna, vátryggingafélögin og samtökin Varúð á vegum. Fræðsluyfirvöld önnuðust um- ferðarfræðslu í samræmi við ákvæði reglugerðar um umferð- arfræðslu í skólum. En þegar litið er til baka sést að margt hefur verið mjög vel gert á þessum árum. Ekki fer á milli mála að sú víðtæka og samræmda umferðar- fræðsla, sem fór fram í sambandi við umferðarbreytinguna, átti mjög ríkan þátt í því hversu vel hún tókst. Til þess að viðhalda og styrkja þau áhrif sem ffæðslu- starfsemin hafði, þótti nauð- synlegt að áframhald yrði á skipulagðri umferðarfræðslu. Af hálfu dómsmálaráðuneytisins var því þeim Ólafi W. Stefánssyni, þáverandi deildarstjóra, og Sigur- jóni Sigurðssyni, lögreglustjóra í Reykjavík, falið að gera frum- drög að stofnun Umferðar- málaráðs (síðar Umferðarráðs), og var reglugerð um starfsemi ráðsins gefin út þann 24. janúar 1969 af Jóhanni Hafstein, þá- verandi dómsmálaráðherra. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og því miður stöndum við enn þann dag í dag frammi fyrir viðlíka vandamálum og þá hijáðu landsmenn - umferðarslysum sem erfitt virðist að koma í veg fyrir. Knappur fjárhagur hefur og verið samofinn starfsemi Umferðarráðs frá öndverðu, að undanskildum nokkrum árum um miðjan áttunda áratuginn þegar ekki þótti til- tökumál þótt ríkisstofnanir færu fram úr fjárhagsáædunum. Hvað ber Umferðarráði að gera? Hlutverk ráðsins hefur verið skilgreint í umferðarlögum. I 112. grein þeirra laga sem öðlast gildi þann 1. mars 1988 segir svo:

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.