Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Page 24
"Dómsmálaráðherra skipar
Umferðarráð til þriggja ára í
senn, og skal hlutverk þess vera:
a að beita sér fyrir bættum
umferðarháttum,
b. að beita sér fyrir því að haldið
sé uppi umferðarfræðslu,
c. að vera fræðsluyfirvöldum,
umferðamefndum sveitarfé-
laga og samtökum, er
vinna að bættri umferðar-
menningu, til hjálpar og
ráðuneytis, eftir því sem
óskað er og aðstæður leyfa,
d. að standa fyrir útgáfu
fræðslurita og bæklinga um
umferðarmál og hafa milli-
göngu um útvegun kennslu-
tækja og annarra gagna til nota
við fræðslustarfsemi,
e að hafa milligöngu um um-
ferðarfræðslu í ríkisútvarpi
(hljóðvarpi og sjónvarpi) og
öðrum fjölmiðlum,
f. að sjá um, að á hverjum tíma
sé til vitneskja um fjölda,
tegund og orsakir umferðar-
slysa í landinu með sam-
ræmdri slysaskráningu lög-
reglu, slysadeilda,sjúkrahúsa,
tryggingafélaga sem nái yfir
landið allt,
g. að beita sér fyrir könnunum á
umferðarháttum og öðru, er
umferð varðar,
h. að vera stjórnvöldum og
öðrum til ráðuneytis um
umferðarmál,
i. að fylgjast með þróun um-
ferðarmála erlendis og hag-
nýta reynslu og þekkingu
annarra þjóða á því sviði, og
j. að leitast við að sameina sem
flesta aðila til samstillra og
samræmdra átaka í umferð-
arslysavörnum og bættri um-
ferðarmenningu.
Umferðarráði ber að hafa
samvinnu við þá aðila, félög,
samtök og stofnanir, sem fjalla
um umferðarmál í landinu og láta
sig umferðaröryggi varða.
Umferðarráði ber árlega að
efna til opinnar ráðstefnu um
umferðaröryggismál."
Þessi upptalning hefur lítið breyst
frá upphafi. Þó er g-liður nýr,
svo og lokasetningin - að Um-
ferðarráði beri að efna árlega til
ráðstefnu um umferðar-
öryggismál. Ég vil þó taka fram
að hér er aðeins um ramma að
ræða. Auðvitað fæst Umferð-
arráð við margt annað sem það
telur til heilla horfa í umferð-
aröryggismálum.
Hverjir eiga sæti í Um-
ferðarráði?
í 113. grein nýju umferðar-
laganna stendur:
"Dómsmálaráðherra skipar tvo
fulltrúa í Umferðarráð án til-
nefningar. Skal annar þeirra vera
formaður ráðsins en hinn
varaformaður.
Aðra fulltrúa í Umferðarráð
skipar ráðherra eftir tilnefningu
og eiga eftirtaldir aðilar rétt á að
tilnefna einn fulltrúa hver og
annan til vara: Bandalag xsl-