Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Side 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Side 25
sRipJagsmal 23 enskra leigubifreiðarstjóra, Bif- reiðaeftirlit ríkisins, Bflgreina- sambandið, Bindindisfélag öku- manna, dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, Félag íslenskra bif- reiðaeigenda, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Lands- samband vörubifreiðastjóra, Landssamtök klúbbanna "Örugg- ur akstur", lögreglustjórinn í Reykjavík, menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg, Samband ísl- enskra sveitarfélaga, Samband íslenskra tryggingafélaga, Slysa- varnafélag Islands, Vegagerð ríkisins, Ökukennarafélag Islands og Óryrkjabandalag íslands." Nyju lögin gera ráð fyrir þeirri breytingu að dómsmálaráðherra mun nú tilnefna varaformann ráðsins auk formanns. Þeir munu báðir eiga sæti í framkvæmdanefnd, ásamt þrem- ur ráðsmönnum sem Umferð- arráð velur sjálft úr sínum hópi, og er þar um nyjung að ræða. Þá eru þau nýmæli og í lögunum að dómsmálaráðherra getur skipað sérstaka rannsóknanefnd umferð- arslysa skipaða fimm mönnum með sérfærði- og tækniþekkingu sem varðar slysalækningar, um- ferðarskipulag, bifreiðaeftirlit, löggæslu og tryggingamál. Um- ferðarráð skal hafa eftirlit með störfum nefndarinnar. Frekari rannsókna er ein- mitt þörf. ✓ Eg bind miklar vonir við skipan nefndar er rannsaki til hlítar innri og ytri orsakir umferðarslysa. A það hefur verulega skort. Reyndar hefur aðstöðuleysi Um- ferðarráðs hvað varðar rann- sóknir og kannanir verið þannig að nær alla slíka þjónustu hefur orðið að kaupa að. Þar af leiðandi höfum við aldrei getað stundað þvílík vinnubrögð nema að afar takmörkuðu leyti. Við höfum t.d. fengið Hagvang til þess að gera viðhorfakannanir þar sem fólk hefur m.a. verið spurt um notkun bílbelta og hvort það telji sektir æskilegar í því skyni að fá fólk til að nota þau. Þá höfum við í samvinnu við bifreiðaeftirlit og lögreglu gert viðamiklar umferðarkannanir undanfarin þrjú ár þar sem liðlega 2000 bifreiðir hafa verið athugaðar, ásamt ýmsu varðandi fólkið sem í þeim var. Á liðnum árum höfum við einnig staðið að ýmsum öðrum könnunum. En ég vildi svo sannarlega geta ráðið fólk til starfa sem gæti unnið að margháttuðum könnuðum s.s. á öryggisbúnaði sem notaður er í umferðinni. Þar sem nú styttist í gildistöku nýrra umferðarlaga væri t.d. fróðlegt að kanna allt um ljósanotkun í björtu. Þær niðurstöður yrðu síðan bornar saman við aðrar norrænar kannanir um þetta efni sem sýna ótvírætt gildi þess að aka ávallt með ökuljósin kveikt. Við vildum svo sannarlega gera meira. Það er mér sem fram- kvæmdastjóra mikið happ að hafa, þrátt fyrir rýran fjárhag Umferðaráðs, á að skipa afar hæfu samstarfsfólki. Fólki sem þekkir þennan málaflokk af langri reynslu, og er allt af vilja gert til þess að koma góðu til leiðar. Verkefnin eru óþrjótandi og því getur verið hvimleitt að vera stundum að drukkna í smámálum í daglegu amstri - en þau mál sem einhverju skipta sitja á hakanum. Ósk mín er að þetta breytist.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.