Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Page 27

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Page 27
sRipiagsmál 25 LJÓSANOTKUN - UMFERÐARSLYS Þorsteinn Þorsteinsson, verkfr. Þann 19. mars síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi ný um- ferðarlög og taka þau við af lögum nr. 40, 23. apríl 1968. Nýju umferðarlögin taka þó ekki gildi fyrr en 1. mars 1988 og hafa þá gömlu lögin verið í gildi í um 20 ár; er það nokkurn veginn sami tími og hægri umferð hefur verið í gildi hérlendis. Miklar breytingar hafa orðið á þessum tuttugu árum bæði á vegum og umferð. Breytingar þessar hafa haft áhrif á hin nýju umferðarlög og má þar til nefna hámarkshraða á vegum og notkun ljósa en það er einmitt Ijósanotkunin, sem hér er gerð að umtalsefni. * Astæða þess að ljósanotkun er gerð að skyldu er ekki sú að umfangsmiklar athuganir hafi verið gerðar á hvort vænta megi verulegrar fækkunar slysa við aukna ljósanotkun í dagsbirtu. Aftur á móti hafa grannþjóðir okkar á Norðurlöndum verið fyrirmynd en þar hefur í all mörg ár verið skylda að aka með kveikt ljós. Svíar og Finnar tóku upp þessa skyldu fyrir meira en tíu árum og Norðmenn nokkru síðar. Niðurstöður athugana Norð- manna sýna eindregið að notkun ljósa í dagsbirtu fækkar slysum. Verður hér á eftir fjallað um reynslu Norðmanna. Ljósanotkun í dagsbirtu í Noregi jókst frá 25-35% í 60-70% á fjögurra ára tímabili. Á sama tíma fjölgaði árekstrum í myrkri um 27% en fjölgun árekstra í dagsbirtu var ekki nema 10%. Niðurstöður þessar eru annars vegar upplýsingar lögreglu um slys á vegum árin 1980-81 og árin 1984-85 og hins vegar talningar norsku vegagerðarinnar á hlutfalli bfla sem nota ljós í dagsbirtu sömu ár. Þegar meta á hvort aðgerðir til aukins öryggis í umferðinni hafa skilað árangri vandast málið. Vandinn er fólginn í því að sýna fram á að breytt slysatíðni sé að þakka eða kenna einhverri tiltekinni aðgerð en eigi sér ekki aðrar orsakir. Oft verða breyting- arnar að vera verulegar til að teljast marktækar. Einnig þarf að greina umferðaróhöpp þannig að afleiðingar aðgerðarinnar, sem á að kanna, séu augljósar. í norsku könnuninni var reynt að greina frá þau umferðaróhöpp sem líklegt var að ljósanotkun í dagsbirtu hefðu áhrif á. Slys, sem Ijósanotkun í dagsbirtu hefði líklega áhrif á, eru slys tveggja eða fleiri vegfarenda, þ.e. árekstrar bfla og slys á gangandi og hjólandi. Notkun ljósa í dagsbirtu hefur aftur á móti ekki áhrif á tíðni slysa í myrkri né teljandi áhrif á slys í dagsbirtu þar sem aðili að slysi er einn. Tafla 1 sýnir fjölda umferðar- slysa með meiðslum á fólki, annars vegar árin 1980-81 og hins vegar árin 1984-85. Úr töflunni má lesa að slysum í dagsbirtu, þar sem fleiri en einn aðili átti hlut að máli, fjölgaði um 3% á tímabilinu á meðan fjölgun slysa í myrkri og slysa þar sem einn aðili á hlut að máli var um 17%. Þessi munur er það mikill að hann er tölfræðilega mark- ækur. Freistandi er að álíta að ljósa- notkun í dagsbirtu sé að þakka þessari tiltölulega litlu aukningu í árekstrafjölda að degi til. Hugs- anlega eru aðrar ástæður fyrir þessum niðurstöðum og má ímynda sér að akstur á kvöldin og að næturlagi hafi aukist. Kannski hefur sjónvarpsdagskrá norska sjónvarpsins versnað svo að Norðmenn haldast ekki við heima hjá sér á kvöldin heldur hrekjast út á götur á kvöldin! Aðrar skýr- ingar eru reyndar mögulegar.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.