Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 16

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Side 16
á Norðurlöndum tóku þátt í. Óskaði N iels Wamberg arkitekt og fyrirlesari á okkar þema eftir að fá svarað hver afstaða samstarfshóps um umhverfisfræðslu á Norðurlöndum væri til arkitektúrs í skólum. Þátttakendur pallborðsins virtust ekki hafa neina skoðun á þessu og því tóku þeir spuminguna ekki fyrir. Full ástæða er því til að vekja menn til umhugsunar. Ég mun hér á eftir hugleiða af hverju nauðsynlegt er að huga að þessum þætti í umhverfismenntun og hvemig. hvað er arkitektúr? Orðið arkitektúr virðist svolítið hátíðlegt í daglegu tali. Flestir tengja arkitektúr við byggingarlist og þá einungis við að móta mikilvægar byggingar, s.s. kirkjur, ráðhús og þess háttar. En í raun og veru er arkitektúr allt í kringum okkur og endurspeglar menningu samtímans. Það er arkitektúr sem liggur að baki mótun nytjahluta, bygginga, bæja og útivistarsvæða. Við búum, sofum, vinnum og ferðumst í arkitektúr. Allir eru því neytendur arkitektúrs, í víðustu merkingu orðsins og hann á einnig að vera hagnýtur. Sameiginlegt fyrir allt það sem við köllum arkitektúr er að það er skapað af mönnunum en ekki af náttúruöflunum. Góður arkitektúr er aftur á móti alltaf í samræmi við náttúruna og náttúrulegan eiginleika þeirra efna sem notuð eru. Arkitektúr er einasta listgreinin sem er óumflýjanleg í umhverfinu og svo kostnaðarsöm að afsprengi hennar verða ekki flutt til né hent þegar þau einu sinn hafa verið framkvæmd. Manngert umhverfi er arkitektúr. AF HVERJU ARKITEKTÚR í UMHVERFIS- FR/ÍÐSLUNA? I dag er ekki til neitt íslenskt kennsluefni um arkitektúr. Þrátt fyrir það að manngert umhverfi hefur mikil áhrif á daglegt líf hvers og eins, er nemendunum ekki kennt að skilja og skilgreina eigið umhverfi. Án getu til að upplifa umhverfi sitt og án þekkingar á hvað arkitektúr er, er þeim ómögulegt að framkvæma gæðamat á umhverfi sínu. Margir þeirra, sem eru nemendur í dag, munu í framtíðinni hafa áhrif á byggingar og umhverfi. Þaðeru allir þeir sem munu sitja í pólitískum nefndum og ráðum, s.s bæjarstjómum, skipulags- og bygginganefndum, menningar- og umhverfisráðum. Þetta á einnig við um skipulagsfræðinga og þá sem þurfa að taka ákvarðanir í sarrv bandi við byggingu á eigin húsi eða breytingu á því. Ákvörðun hvers og eins mun hafa áhrif á umhverfi margra. Með þetta í huga ætti ekki að vera erfitt að skilja nauðsyn á einhverri fræðslu um þetta efni. Menntun um skipulag og fagurfræði umhverfis hafa aðeins sérfræðingar á þessu sviði fengið. Það er því eðlilegt að almenningur finni sig vanmáttuga í skoðanaskiptum um þessi mál. Fræðsla um manngert umhverfi er fræðsla um arkitektúr. T ilgangurinn með kennslu í arkitektúr í grunnskólunum væri að efla upplifun nemenda af manngerðu umhverfi sínu og auka getu þeirra til að meta gæði hönnunar og skipulags ásamt að þroska sköpunargáfu þeirra og löngun til að taka virkan þátt í mótun og breytingum í nærumhverfi þeirra. Kennslan á einnig að styrkja skilning nemenda á að manngert umhverfi endurspeglar menningu, pólitíska og efnahagslega strauma í samfélaginu. HVERNIG ER H/ÍGT AÐ TENGJA ARKITEKTÚRINN í SKÓLANA? Á hinum Norðurlöndunum, í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa verið gerðar tilraunir með kennslu í arkitektúr, misjafnlega 14

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.