Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 43
UMFERÐ OG UMHVERFI
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
verkfræðingur
að er athyglisvert að bæði orðin sem mynda
heiti greinarkoms þessa byrj a á um. Umferðin
er í umhverfinu og táknar ferðir í næsta
nágrenni við þann stað sem til umræðu er.
Umhverfið er svo það svæði sem er kringum
tiltekinn stað. Jafnvel tilraunir til þess að útskýra þessi orð
komast ekki hjá því að nota um. Reyndar eru hugtökin
umferð og umhverfi svo algeng og mikið notuð að vart
tekur því að reyna að skýra þau nánar.
I þessari grein verður reynt að gera grein fyrir samverkun
milli umferðar og umhverfis. Fyrst og fremst verða athuguð
áhrif umferðarinnar á umhverfið en það gagnstæða, þ.e.
áhrif umhverfis á umferðina, að nokkru látið liggja milli
hluta. Þess ber þó að geta að landnotkun hefur mikil áhrif
á umferðina. Þannig veldur hver fermetri af verslunar-
húsnæði margfalt meiri umferð á götum en hver fermetri
af íbúðarhúsnæði. Það er m.a. starf umferðarsérfræðinga
að skýra út og reikna umferðarálagið á gatnakerfið út frá
þeirri landnotkun sem fram fer á einstökum svæðum eða
reitum og bera svo saman við mælingar. Umferðarálag í
framtfðinni má svo áætla út frá því skipulagi (aðal- eða
svæðisskipulagi) sem fyrir liggur og þannig meta þörf fyrir
umferðargötur í framtíðinni.
En það eru þó áhrif umferðarinnar á umhverfið sem helst
verður fjallað um hér. Eg hefi kosið að skipta þessum
áhrifum í annars vegar í bein og hins vegar óbein áhrif.
bein áhrif
Beinu áhrifin eru þau sem allir sjá þegar í stað að eru frá um-
ferðinni komin. Það sem fyrst og fremst er fylgifiskur
bílaumferðar eru slys. Slys á fólki í heiminum eru gífurleg
af völdum ökutækja og jafnast á við hemaðarátök, stríð. Á
ári hverju deyja 200-300 þúsund manns í umferðarslysum
í heiminum og margfalt fleiri slasast. Þetta er staðreynd,
sem ekki fer mjög hátt, og virðist eins og fólk almennt sætti
sig við að borga þennan toll af umferðinni. Ef sambærilegur
fjöldi léti lifið af öðrum orsökum, svo sem flugslysum,
nattúruhamförum eða jafnvel eyðni, yrði líklega gripið til
harkalegra aðgerða. En þar sem oftast má rekja slysin til
þeirra sem verst lenda úti þá er ekki við neinn einstakan
óvin að sakast. Til að fækka slysum, eða möguleikum á að
slys verði, er beitt skipulagslegum aðferðum. Þannig er
reynt að greina sem mest að gangandi og akandi í umferðinni
°g að flokka gatnakerfið þannig að á stofnbrautum og
Fólk lítur ýmsum augum á umhverfið og hverning megi lagfæra
það að eigin óskum. Sumir vilja að ökutækin komist sem
greiðast um göturnar en aðrir að þær séu sem vistlegastar.
Myndin sýnir ýmis þau úrræði sem grípa má til ef íbúum finnast
áhrif umferðarinnar yfirþyrmandi.
tengibrautum sé hröðust umferð og flestir bílamir en á
safngötum og húsagötum séu færri bílar og hraðinn minni. Þar
sem götur og skipulag fyrri tíma samræmist þessu ekki verður
oft að grípa til annarra aðgerða, svo sem hraðahindrana. Ætla
41