Mosfellingur - 08.12.2022, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 08.12.2022, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 sunnudagur 11. desember þriðji sunnudagur í aðventu Kl. 12-14: JólakirkjuBRALL í Lágafells- kirkju. Fjölskylduvæn samvera með föndri, jólatrésrækt, ratleik, piparköku- skreytingum, fjárhúsahvíld og helgileik en um leið fræðast um atburði jólanna. Góður gestur kíkir í heimsókn og brallinu lýkur með máltíð. sunnudagur 18. desember fjórði sunnudagur í aðventu Kl. 11: Aðventustund í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn leiðir stundina. Barnakórinn syngur undir stjórn Val- gerðar Jónsdóttur, kórstjóra. Organisti: Þórður Sigurðarson. gaman saman - eldri borgara samverur Jólafjör - söngur og dans undir stjórn Guðmundar Hermannssonar. Fimmtudaginn 8. desember kl. 14-16 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. Tilkynning frá Boga æskulýðsfulltrúa vegna sunnudagaskóla. Sunnudagaskólinn vorönnina 2023 hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13 en færir sig um set í safnaðarheimilið, Þverholti 3. Undantekningin á þessu er æskulýðs- dagurinn 5. mars kl. 13 og vorhátíð barnastarfsins 30. apríl kl. 13-15 í Lágafellskirkju. Sjáumst í sunnudagaskólanum (í safnaðarheimilinu) á nýju ári! Nýjar nefndir Mosfellsbæjar Nýlega afgreiddi bæjarstjórn Mosfellsbæjar nýja samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Á meðal breytinga eru tvær nýjar nefndir sem eru annars vegar atvinnu- og nýsköpunarnefnd sem samþykkti á fyrsta fundi sínum að hefja vinnu við stefnumótun á sviði atvinnu- og nýsköpunarmála og hins vegar menningar- og lýðræðisnefnd. Formaður atvinnu- og nýsköpun- arnefndar er Sævar Birgisson og formaður menningar- og lýðræðis- nefndar er Hrafnhildur Gísladóttir. Á meðal annarra breytinga á samþykktinni er að jafnréttismálum verður nú sinnt af velferðarnefnd sem áður hét fjölskyldunefnd. Jólaskógurinn opnar á laugardaginn Skógræktarfélag Mosfellsbæjar opnar Jólaskóginn í Hamrahlíð laugardaginn 10. desember kl. 12:30. Jólatrjáasalan er fyrir löngu orðin fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum íbúum Mos- fellsbæjar og nærsveitungum. Það er skemmtileg hefð að skunda í skóginn og velja sér fallegt tré. Dagskráin hefst kl. 12:30 þar sem tekið verður á móti gestum með harmonikkuleik og jólasveinar aðstoða Regínu bæjarstjóra við að höggva fyrsta tréð. Kl. 13 mæta Jólaálfarnir og skemmta börnum og kl. 13:30 syngja Vorboðarnir, kór eldri borg- ara. Boðið verður upp á skógarkaffi og heitt súkkulaði. Í skóginum má finna skemmtilegar gönguleiðir og tilvalið að eiga notalega fjölskyldu- stund á aðventunni. Jólaskógurinn í Hamrahlíð er í hlíðum Úlfarsfells og staðsettur við Vesturlandsveg á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. 20 ára afmæli Lágafellsskóla var haldið með pompi og prakt þriðjudaginn 29. nóvember. Líf og fjör var á afmælisdeginum og var foreldrum og velunnurum boðið í heimsókn á opið hús, en ekki tókst að halda upp á stórafmælið á síðasta ári vegna samkomu- takmarkana. Í tvígang byggt við skólann Nemendur sýndu afrakstur þemadaga en áhersla þemans var Lágafellsskóli og nærumhverfi. Nokkrir nemendur stigu á stokk í sal skólans og bæði sungu og sýndu leikrit. Boðið var upp á ýmis- legt góðgæti og var afmæliskakan vinsælust. Gríðarlega góð mæting var á afmælishátíðina og fullt út úr dyrum þá tvo tíma sem hún stóð yfir. Ekki var annað að sjá en að allir hafi skemmt sér vel og notið samverunnar. Lágafellsskóli var stofnaður árið 2001 og vígður 10. nóvember það sama ár. Nemendafjöldi var innan við 300 og starfsmenn rúmlega 40. Í tvígang hefur verið byggt við skólann, áfangi tvö var tekinn í notkun árið 2004 og áfanga þrjú var lokið 2007. Öll grunnskólabörn sameinuð í fyrra Lágafellsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli og hefur verið frá árinu 2006 þegar samstarf hófst við leikskólann Hulduberg. Lengi vel var um að ræða eina deild fyrir fimm ára nemendur. Árið 2014 tók Höfðaberg til starfa sem útibú frá Lágafellsskóla, í fyrstu voru þar 5 ára leikskólabörn, 1. og 2. bekkur grunnskóla. Smám saman fjölgaði leikskólabörnum á Höfðabergi og nemend- um í aðalbyggingu skólans fækkaði. Árið 2021 voru öll grunnskólabörn sameinuð undir einu þaki á ný í aðalbyggingu skólans en á Höfðabergi eru 6 leikskóladeildir þriggja til fimm ára barna. Nemendafjöldi grunnskólahluta er 611 og á leikskólanum Höfða- bergi eru 146 börn. Starfsfólk grunnskóla, leikskóla og frístundar er um 140 talsins. 20 ára afmæli fagnað • Afrakstur þemadaga sýndur • Samrekinn leik- og grunnskóli afmælishátíð lágafellsskóla lísa greipsson skólastjóri og jóhanna Magnúsdóttir fyrruM skólastjóri Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, SSH, var haldinn 18. nóvember í Félagsgarði í Kjós. SSH er vettvangur samráðs og samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess að reka saman byggðasamlögin Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins vinna samtökin að sameigin- legum hagsmunamálum og eru málsvari sveitarfélaganna. Loks hafa samtökin sam- ráð við ríkisvaldið, ráðuneyti og stofnanir um málefni er varða hag sveitarfélaganna og vinna með þeim hætti að framþróun og hagsmunum höfuðborgarsvæðisins. samstaða sveitarfélaganna mikilvæg Auk almennra aðalfundarstarfa urðu formannsskipti í stjórn samtakanna en formennska í stjórn skiptist milli fram- kvæmdastjóra sveitarfélaganna og gegnir hver þeirra formennsku í tvö ár. Á fundinum tók Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar við kefl­inu af Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garða- bæjar og mun hún gegna formennsku fram að aðalfundi samtakanna haustið 2024. „Það er mikilvægt fyrir íbúa að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að vinna í anda þeirrar samstöðu sem hefur náðst meðal annars í samgöngumálum því að það eru fjölmörg verkefni fram undan þar sem er mikilvægt að sveitarfélögin stilli saman strengi, svo sem á sviði velferðar- mála og í tengslum við ný lög um hringrás- arhagkerfið,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Alm­ar Guðm­undsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Regína tekin við sem nýr formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Mosfellsbær með formennsku í sHH neMendur stigu á stokk

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.