Mosfellingur - 08.12.2022, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 08.12.2022, Blaðsíða 32
 - Íþróttir32 j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi 8. flokkur karla, strákar sem eru í 8. bekk, komust upp í A-riðil á Íslandsmótinu í körfuknattleik nú í nóvember. Eftir áramót spila þeir því gegn fimm sterkustu liðum landsins í þessum aldurs- flokki. Strákarnir eru búnir að spila í B-riðli í allan vetur og hafa tvisvar sinnum verið hársbreidd frá því að fara upp. Þessa helgina spiluðu strákarnir í Njarð- vík, sigruðu þrjá leiki og töpuðu aðeins ein- um en það skilaði þeim í efsta sæti B-riðils en reglurnar eru þá að það lið sem efst er eftir hverja umferð færist upp um riðill. Strákarnir í Aftureldingu 1 hafa leikið 12 leiki fyrir áramót, sigrað 9 og tapað 3 mjög naumlega í þessum flokki. Afturelding 2 hefur spilað 10 leiki og sigrað 6 en 24 strákar eru í þessum hóp og verða því tvö lið send til keppni til þess að allir fái verk- efni við hæfi og geti mátað sig við jafningja hvort sem þeir eru nýbyrjaðir í körfubolta eða lengra komnir. Flottur árangur hjá þessum strákum og framtíðar körfuboltaleikmönnum. Þetta er í fyrsta skipti sem lið frá körfu- knattleiksdeild Aftureldingar mun spila gegn sterkustu liðum landsins í hvaða flokki sem er. Körfuknattleiksdeild Aftureldingar heldur úti öflugu yngri flokka starfi frá 1.-9. bekk karla og kvenna þar sem komnir eru vel yfir 150 iðkendur í þessum flokkum sam- anlagt. Mjög mikil fjölgun iðkenda hefur verið í starfinu okkar síðustu ár og sem dæmi er 1.-4. bekkur með yfir 50 iðkendur og 5.-6. bekkur með hátt í 40. Gleðin er því mikil og tekið er fagnandi á móti nýjum sem göml- um andlitum sem vilja prófa leikinn fagra. Síðustu helgina í nóvember yfir 40 krakk- ar frá Aftureldingu í 1.-4. bekk á Fjölnis- mótið í Grafarvogi og í 6. bekk voru sendir 24 krakkar til keppni í Grindavík að keppa í Íslandsmótinu. Hátt í 60 keppnisleikir voru því leiknir í nóvember hjá krökkum í körfuboltadeildinni. Krakkarnir, foreldrar og allir stóðu sig frábærlega vel og voru Aftureldingu til mik- ils sóma en næst verður haldið á jólamót Vals í desember. Aðrir flokkar, bæði stelpu og stráka, eru einnig að keppa í Íslands- mótum víðs vegar um landið. „Við hlökkum svo sannarlega til þess að hefja nýja önn og nýtt frábært körfuboltaár í Mosfellsbæ en óskum jafnframt Mosfelling- um og Aftureldingarkrökkum og aðstand- endum þeirra gleðilegra aðventu og jóla, segir Sæavaldur Bjarnason yfirþjálfari. Á afsmælishátíð UMSK á dögunum var Sigurður Rúnar Magnússon gjaldkeri Aft- ureldingar sæmdur gullmerki ÍSÍ. Á heimasíðu ÍSÍ segir um gullmerkið: Gullmerki ÍSÍ má veita þeim einstakling- um, sem innt hafa af höndum skipulags-, stjórnar- eða þjónustustörf fyrir íþrótta- samtökin um lengri tíma. Sigurður Rúnar hefur verið mjög mikil- vægur sjálfboðaliði fyrir Aftureldingu síð- astliðin 10 ár eða svo. Hann hefur komið að starfi margra deilda svo sem knattspyrnu, karate og handbolta en situr nú sem gjald- keri aðalstjórnar og hefur verið síðustu tvö ár. Það er ómetanlegt fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa Sigurð sem gjaldkera, hann er gríðarlega nákvæmur, skipulagður og lausnamiðaður og setur sig einstaklega vel inn í mál. sigurður rúnar fyrir miðju 100 ára afmælihátíð UMSK • Mikilvægur sjálfboðaliði Sigurður Rúnar sæmdur gullmerki ÍSÍ Það hefur verið nóg að gera hjá barna- og unglingaráði handboltans upp á síðkastið. Þann 20. nóvember var mót hjá 7. flokki kvenna, Cheerios-mótið og mættu rúmlega 300 stelpur til leiks. Sunnudaginn 27. nóvember var svo mót hjá 8. flokki karla og kvenna, Pågen-mótið og mættu yfir 500 krakkar í íþróttahúsið að Varmá. Mótin gengu mjög vel fyrir sig og fóru allir kátir og glaðir heim með verðlaunapening ásamt gjöfum frá styrktaraðil- um, sem voru Nathan & Olsen og ÓJ&K - Ísam. Því hafa um 800 krakkar heimsótt íþróttahúsið að Varmá síðustu daga og yfir þúsund foreldrar sem fylgdu börnun- um og studdu þau. Stjórn barna- og unglingaráðs vill færa öllum þeim sem aðstoðuðu við mótin, bestu þakkir fyrir. „Aðstöðuleysi Aftureldingar hrjáir okkur mikið” Hátíðirnar er fram undan og svo tekur við nýtt ár með nýjum áskorunum. „Við stefnum á að halda fyrirlestra tengda íþróttaiðkun í janúar og fund með foreldrum þeirra barna sem fara á Partille 2024. Markmið þessa fundar er að mynda fjáröfl- unarráð og byrja að safna fyrir þá ferð. Markmiðið er stórt: „Frítt á Partille 2024”, segir Ólafur Hilmarsson formaður BUR. „Það verður þó að segjast að aðstöðuleysi Aftureldingar hrjáir okkur mikið á svona mótum. Anddyri og móttaka þola illa álíka fjölda og þarna var saman kominn og t.a.m. var ansi þröngt á þingi þegar verðlaunaafhending fór fram. Við vonum að núverandi bæjarstjórn ætli að taka vel á þeim málum sem allra fyrst.“ Nóg um að vera í yngri flokkum handboltans • Nýtt ár með nýjum áskorunum „FöRum öFlug Saman inn Í nýtt handboltaáR“ aftureldingarstelpur eftir vel heppnað pågen-mót 8. flokkur upp í A-riðil Öflugt yngriflokkastarf hluti af 7. og 8. flokki eftir æfingu að varmá afturelding 1

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.