Mosfellingur - 08.12.2022, Blaðsíða 33
Óhætt er að segja að blakið sé komið á fullt
eftir erfiða tvo vetur vegna samkomutak-
markana.
Blakdeild Aftureldingar hélt risamót að
Varmá fyrir U12, U14 og U16 ára krakka
og voru um og yfir 400 manns sem mættu
í íþróttamiðstöðina að Varmá og spiluðu
blak síðustu helgina í október.
Spilaðir voru um 150 leikir á 9 völlum
samtímis og því mikið líf og fjör. Fyrir utan
mótahaldið sjálft, svo sem dómgæslu og
veitingasölu, þá sá blakdeildin um gistingu
og fæði fyrir þátttakendur utan af landi svo
það var í nægu að snúast alla helgina.
Stór fjáröflun fyrir deildina
Svona mót eru gífurlega mikilvæg fyrir
deildina því þetta er stór fjáröflun fyrir
barna- og unglingadeildina ásamt því að
börnin og unglingarnir í deildinni safna sér
í ferðasjóð fyrir komandi ferðalög.
Strákarnir okkar ungu eru t.d. mikið á
ferðinni. Helgina á eftir mótinu að Varmá
kepptu þeir í Íslandsmóti U20 á Húsavík og
um síðustu helgi spiluðu þeir á Ísafirði í 3.
deild karla.
Ungu stúlkurnar okkar sem spila í 1.
deild kvenna fara austur á Seyðisfjörð að
spila auk þess sem Íslandsmót yngri flokka
verða í Neskaupstað, á Akureyri og á Ísafirði
í vetur. Svo það er mikið um að vera hjá
blakkrökkunum í vetur og mikið gaman.
Tekið er vel á móti öllum nýjum krökkum
á æfingar.
Í lok október sendi Ísland U19 stúlknalið
í blaki á NEVZA mótið sem haldið var í
Finnlandi.
NEVZA stendur fyrir: The North Europ-
ean Volleyball Zonal Association og þær
þjóðir sem eru aðilar að þessu sambandi
fyrir utan Ísland eru: Danmörk, Grænland,
Færeyjar, Finnland, Svíþjóð, Noregur og
England.
Blakdeild Aftureldingar átti þrjár stúlkur
í íslenska landsliðinu auk þess sem aðal-
þjálfari íslenska liðsins kom úr röðum Aft-
ureldingar, Borja Gonzales Vincente.
Fararstjóri liðsins kom einnig úr röðum
Aftureldingar, Einar Friðgeir Björnsson. Ís-
land endaði í 5. sæti á mótinu eftir að hafa
unnið síðustu tvo leikina sína.
Fulltrúar Aftureldingar í liðinu voru
Lejla Sara, Rut og Valdís Unnur og voru
þær allar byrjunarliðsmanneskjur í leikj-
unum og stóðu sig frábærlega eins og allt
liðið.
Íþróttir - 33
Yfir 400 manns mættu til leiks • Mikið utanumhald
Héldu risablakmót að
Varmá fyrir yngri flokka
stelpurnar í u14
Þrjár úr Aftureldingu í U19
Meistaraflokkur kvenna í blaki eftir igurleik að Varmá. Raggi Óla ljósmyndari tók þessa stemningsmynd.
SigUrreifAr Að VArmá